Gripinn með gríðarlegt magn barnakláms sem uppgötvaðist fyrir tilviljun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. janúar 2022 20:50 Dómur í máli mannsins féll í Héraðsdómi. Vísir/Vilhelm. Karlmaður búsettur á höfuðborgarsvæðinu hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi, þar af fimmtán mánuði skilorðsbundna, fyrir að hafa 132 þúsund ljósmyndir og rúmlega fimm þúsund kvikmyndir sem sýndu börn á kynferðislegan og klámfengin hátt í vörslum sínum. Málið má rekja til þess að árið 2019 var tilkynning send til lögreglu eftir að sá sem tilkynnti uppötvaði áðurnefnt efni fyrir tilviljun þegar hann var staddur á heimili mannsins. Lögregla gerði í framhaldinu húsleitir hjá manninum þar sem barnaníðsefnið fannst geymt á borðtölvum, fartölvum, hörðum diskum, disklingum, seguldiskum og geisladiskum. Alls fundust 244.254 ljósmyndir og 5.543 kvikmyndir. Við yfirheyrslur hjá lögreglu kannaðist maðurinn við efnið en kvað það hins vegar vera gamalt efni, frá árunum 1990-1992, þegar hann var haldinn barnagirnd. í kringum 1998 hafi hann hins vegar misst áhuga á efninu. Í millitíðinni hafði hann hins vegar fært efnið á milli tölva og harðra diska. Fyrir dómi sagðist maðurinn hafa verið haldinn barnagirnd á umræddum árum og leitað í barnaníðsefniefni, en ekki börnin sjálf. Kvaðst hann hafa orðið háður því að skoða efnið. Magnið gríðarmikið að sögn lögreglumanna Lögreglumenn sem báru vitni í málinu og þurftu að skoða efnið við rannsókn þess sögðu magn þess sem fannst í húsleitunum hafa verið gríðarmikið. Maðurinn gekkst við því að hafa haft í vörslum sínum um langt skeið ljósmyndir og kvikmyndir sem sýndu börn á kynferðislegan og klámfengin hátt. Lögreglumenn þurfti að skoða efnið í þágu rannsóknar málsins.Vísir/Vilhelm. Hið mikla magn skýrði hann þó með því að að hluta til væru um mörg eintök af sama efninu að ræða, sem hafi afritast er hann færði það á milli tækja. Þá hafi hann ætlað sér að farga hluta efnisins, sem fannst í kjallara mannsins. Þessari skýringu var hafnað af Héraðsdómi Reykjavíkur sem taldi manninn sjálfan bera ábyrgð á fjölföldun efnisins af þessu tagi. Þó var maðurinn sýknaður fyrir vörslu á svokölluðum smámyndum eða „thumbnails“ sem voru rúmlega 111 þúsund af hinum 244 þúsund myndum sem fundust á heimili mannsins, á grundvelli þess að þær hafi ekki verið vistaðar á tækjum mannsins af honum sjálfum, heldur orðið til við meðhöndlun stýrikerfa þeirra. Var hann því sakfelldur fyrir að hafa 132.798 ljósmyndir og 5.435 kvikmyndir sem sýndu börn á kynferðislegan og klámfengin hátt. Dómari skoðaði efnið með handahófskenndri skoðun Í dóminum segir að myndefnið hafi verið af ýmsum toga en að svo til á öllum munum hafi fundist efni af allra grófasta tagi, þetta hafi dómari sannreynt með handahófskenndri skoðun á efninu. Segir í dómi héraðsdóms að magn efnisins beri vitni um stjórnleysi mannsins sem þurfi augljóslega á aðstoð að halda. Var maðurinn dæmdur í átján mánaða fangelsi, þar af fimmtán mánuðir skilorðsbundnir sem falla niður haldi maðurinn skilorði í tvö ár. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Málið má rekja til þess að árið 2019 var tilkynning send til lögreglu eftir að sá sem tilkynnti uppötvaði áðurnefnt efni fyrir tilviljun þegar hann var staddur á heimili mannsins. Lögregla gerði í framhaldinu húsleitir hjá manninum þar sem barnaníðsefnið fannst geymt á borðtölvum, fartölvum, hörðum diskum, disklingum, seguldiskum og geisladiskum. Alls fundust 244.254 ljósmyndir og 5.543 kvikmyndir. Við yfirheyrslur hjá lögreglu kannaðist maðurinn við efnið en kvað það hins vegar vera gamalt efni, frá árunum 1990-1992, þegar hann var haldinn barnagirnd. í kringum 1998 hafi hann hins vegar misst áhuga á efninu. Í millitíðinni hafði hann hins vegar fært efnið á milli tölva og harðra diska. Fyrir dómi sagðist maðurinn hafa verið haldinn barnagirnd á umræddum árum og leitað í barnaníðsefniefni, en ekki börnin sjálf. Kvaðst hann hafa orðið háður því að skoða efnið. Magnið gríðarmikið að sögn lögreglumanna Lögreglumenn sem báru vitni í málinu og þurftu að skoða efnið við rannsókn þess sögðu magn þess sem fannst í húsleitunum hafa verið gríðarmikið. Maðurinn gekkst við því að hafa haft í vörslum sínum um langt skeið ljósmyndir og kvikmyndir sem sýndu börn á kynferðislegan og klámfengin hátt. Lögreglumenn þurfti að skoða efnið í þágu rannsóknar málsins.Vísir/Vilhelm. Hið mikla magn skýrði hann þó með því að að hluta til væru um mörg eintök af sama efninu að ræða, sem hafi afritast er hann færði það á milli tækja. Þá hafi hann ætlað sér að farga hluta efnisins, sem fannst í kjallara mannsins. Þessari skýringu var hafnað af Héraðsdómi Reykjavíkur sem taldi manninn sjálfan bera ábyrgð á fjölföldun efnisins af þessu tagi. Þó var maðurinn sýknaður fyrir vörslu á svokölluðum smámyndum eða „thumbnails“ sem voru rúmlega 111 þúsund af hinum 244 þúsund myndum sem fundust á heimili mannsins, á grundvelli þess að þær hafi ekki verið vistaðar á tækjum mannsins af honum sjálfum, heldur orðið til við meðhöndlun stýrikerfa þeirra. Var hann því sakfelldur fyrir að hafa 132.798 ljósmyndir og 5.435 kvikmyndir sem sýndu börn á kynferðislegan og klámfengin hátt. Dómari skoðaði efnið með handahófskenndri skoðun Í dóminum segir að myndefnið hafi verið af ýmsum toga en að svo til á öllum munum hafi fundist efni af allra grófasta tagi, þetta hafi dómari sannreynt með handahófskenndri skoðun á efninu. Segir í dómi héraðsdóms að magn efnisins beri vitni um stjórnleysi mannsins sem þurfi augljóslega á aðstoð að halda. Var maðurinn dæmdur í átján mánaða fangelsi, þar af fimmtán mánuðir skilorðsbundnir sem falla niður haldi maðurinn skilorði í tvö ár.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira