Fótbolti

2021 reyndi á Eið Smára sem fagnaði sigri

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Eiður hefur lýst yfir sigri á árinu sem var að líða.
Eiður hefur lýst yfir sigri á árinu sem var að líða. Vísir/Vilhelm

Eiður Smári Guðjohnsen átti að mörgu leyti erfitt ár árið 2021 eins og lesendur Vísis vita. Hann lætur það hins vegar ekki á sig fá og fagnaði í gær með vindli og færslu á Instagram þar sem hann lýsir yfir sigri.

Eiður, sem er goðsögn í íslenskri knattspyrnusögu, var í sumar skikkaður í leyfi frá störfum sínum sem aðstoðarlandsliðsþjálfari eftir að myndband fór í dreyfingu á samfélagsmiðlum þar sem hann var í annarlega ástandi í miðbæ Reykjavíkur.

Honum var svo sagt upp störfum í nóvember eftir gleðskap landsliðshópsins og starfsliðsins eftir leik liðsins gegn Norður Makedóníu. Ekki besta ár Eiðs en hann lætur engan bilbug á sér finna og birti mynd á Instagram í gærkvöldi þar sem hann lýsir yfir fullnaðarsigri á árinu 2021. Á myndinni er hann í miklu stuði púandi stærðarinnar vindil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×