Fimleikakona aldrei verið ofar í kjörinu en Kolbrún Þöll Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. desember 2021 12:30 Kolbrún Þöll Þorradóttir varð í 2. sæti í kjörinu á Íþróttamanni ársins. mummi lú Aldrei hefur fimleikakona, eða fimleikamaður, verið ofar í kjörinu á Íþróttamanni ársins en Kolbrún Þöll Þorradóttir. Kolbrún varð í 2. sæti í kjörinu á Íþróttamanni ársins 2021 sem var lýst í gær. Hún fékk 387 stig í kjörinu, 58 stigum minna en handboltamaðurinn Ómar Ingi Magnússon. Kolbrún var í lykilhlutverki í íslenska kvennaliðinu sem varð Evrópumeistari í hópfimleikum fyrr í þessum mánuði. Hún framkvæmdi erfiðustu stökk mótsins og var valin í úrvalslið þess í fjórða sinn. Þá varð Kolbrún Íslands- og bikarmeistari með Stjörnunni. Sem fyrr sagði hefur einstaklingur úr fimleikum aldrei verið ofar í kjörinu á Íþróttamanni ársins en Kolbrún. Tvisvar hefur fimleikafólk verið í 3. sæti í kjörinu; Rúnar Alexandersson 2004 og Íris Mist Magnúsdóttir 2010. Fjórtán sinnum hefur fimleikafólk verið á meðal tíu efstu í kjörinu á Íþróttamanni ársins síðan byrjað var að veita verðlaunin 1956. Kristín Gísladóttir var sú fyrsta en hún hafnaði í 9. sæti í kjörinu 1983. Fjóla Ólafsdóttir varð svo í 4. sæti 1988. Íris Mist Magnúsdóttir var í 3. sæti í kjörinu á Íþróttamanni ársins 2010.fimleikasamband íslands Rúnar komst fimm sinnum á topp tíu listann; 1998 (7. sæti), 1999 (6. sæti), 2000 (8. sæti), 2002 (7. sæti) og 2004 (3. sæti). Valgarð Reinhardsson varð svo í 9. sæti í kjörinu 2018. Elva Rut Jónsdóttir varð í 10. sæti 1999, Sif Pálsdóttir í því níunda 2006 og sjöunda 2014 og Íris Mist varð þriðja 2010 og níunda 2012. Hún var í stóru hlutverki í kvennaliði Íslands sem varð Evrópumeistari í hópfimleikum 2010 og 2012. Kolbrún tók við verðlaununum fyrir lið ársins fyrir hönd kvennaliðs Íslands í hópfimleikum.mummi lú Ísland hafði ekki unnið gull í kvennaflokki á EM síðan 2012 þar til Kolbrún og stöllur hennar bundu endi á eyðimerkurgönguna í ár. Ísland hafði endað í 2. sæti á eftir Svíþjóð á þremur Evrópumótum í röð. Kvennalið Íslands í hópfimleikum var valið lið ársins 2021 líkt og 2012 þegar verðlaunin voru veitt í fyrsta sinn. Samherji Kolbrúnar í kvennaliðinu, Ásta Kristinsdóttir, varð í 14. sæti í kjörinu á Íþróttamanni ársins með 31 stig. Helgi Laxdal Aðalgeirsson, úr karlaliðinu sem vann silfur á EM, varð í 16. sæti með 24 stig. Þau voru bæði valin í úrvalslið EM. Fimleikar Íþróttamaður ársins Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira
Kolbrún varð í 2. sæti í kjörinu á Íþróttamanni ársins 2021 sem var lýst í gær. Hún fékk 387 stig í kjörinu, 58 stigum minna en handboltamaðurinn Ómar Ingi Magnússon. Kolbrún var í lykilhlutverki í íslenska kvennaliðinu sem varð Evrópumeistari í hópfimleikum fyrr í þessum mánuði. Hún framkvæmdi erfiðustu stökk mótsins og var valin í úrvalslið þess í fjórða sinn. Þá varð Kolbrún Íslands- og bikarmeistari með Stjörnunni. Sem fyrr sagði hefur einstaklingur úr fimleikum aldrei verið ofar í kjörinu á Íþróttamanni ársins en Kolbrún. Tvisvar hefur fimleikafólk verið í 3. sæti í kjörinu; Rúnar Alexandersson 2004 og Íris Mist Magnúsdóttir 2010. Fjórtán sinnum hefur fimleikafólk verið á meðal tíu efstu í kjörinu á Íþróttamanni ársins síðan byrjað var að veita verðlaunin 1956. Kristín Gísladóttir var sú fyrsta en hún hafnaði í 9. sæti í kjörinu 1983. Fjóla Ólafsdóttir varð svo í 4. sæti 1988. Íris Mist Magnúsdóttir var í 3. sæti í kjörinu á Íþróttamanni ársins 2010.fimleikasamband íslands Rúnar komst fimm sinnum á topp tíu listann; 1998 (7. sæti), 1999 (6. sæti), 2000 (8. sæti), 2002 (7. sæti) og 2004 (3. sæti). Valgarð Reinhardsson varð svo í 9. sæti í kjörinu 2018. Elva Rut Jónsdóttir varð í 10. sæti 1999, Sif Pálsdóttir í því níunda 2006 og sjöunda 2014 og Íris Mist varð þriðja 2010 og níunda 2012. Hún var í stóru hlutverki í kvennaliði Íslands sem varð Evrópumeistari í hópfimleikum 2010 og 2012. Kolbrún tók við verðlaununum fyrir lið ársins fyrir hönd kvennaliðs Íslands í hópfimleikum.mummi lú Ísland hafði ekki unnið gull í kvennaflokki á EM síðan 2012 þar til Kolbrún og stöllur hennar bundu endi á eyðimerkurgönguna í ár. Ísland hafði endað í 2. sæti á eftir Svíþjóð á þremur Evrópumótum í röð. Kvennalið Íslands í hópfimleikum var valið lið ársins 2021 líkt og 2012 þegar verðlaunin voru veitt í fyrsta sinn. Samherji Kolbrúnar í kvennaliðinu, Ásta Kristinsdóttir, varð í 14. sæti í kjörinu á Íþróttamanni ársins með 31 stig. Helgi Laxdal Aðalgeirsson, úr karlaliðinu sem vann silfur á EM, varð í 16. sæti með 24 stig. Þau voru bæði valin í úrvalslið EM.
Fimleikar Íþróttamaður ársins Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira