Að vera eða ekki vera... fullbólusettur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. desember 2021 07:37 Raunin gæti orðið sú að skilgreiningin á fullbólusettur mun breytast í takt við nýjar upplýsingar en það getur haft miklar pólitískar og efnahagslegar afleiðingar í för með sér. AP/Robert F. Bukaty Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum velta því nú fyrir sér að breyta skilgreiningunni á „fullbólusettur“ en það þykir hafa bæði kosti og galla. Eins og stendur er talað um að menn séu fullbólusettir eftir tvo skammta en spurningin er hvort menn þurfa ekki að hafa fengið þrjá skammta til að geta raunverulega talist bólusettir að fullu. Samkvæmt New York Times hafa yfirvöld, stofnanir og fyrirtæki víðsvegar í Bandaríkjunum glímt við spurninguna í nokkurn tíma, að minnsta kosti frá því að ómíkron afbrigði kórónuveirunnar kom fram á sjónarsviðið og mikilvægi þriðja skammtsins lá fyrir. Í New York hyggjast yfirvöld ekki flokka íbúa fullbólusetta fyrr en þeir hafa fengið þriðja skammtinn og sömu sögu má segja um University of Oregon og fjárfestingabankann Goldman Sachs. Heilbrigðisyfirvöld hafa lagt mikla áherslu á að hvetja Bandaríkjamenn til að þiggja svokallaðan örvunarskammt en hafa veigrað sér við því að breyta skilgreiningunni á „fullbólusettur“ þar sem hugtakið er orðið rótgróið og notað í ýmsu mikilvægu samhengi. Rochelle P. Walensky, framkvæmdastjóri bandarísku sóttvarnastofnunarinnar, segir málið í skoðun en spurningin sé ekki hvað fólk eigi að gera; það eigi klárlega að þiggja þriðja skammtinn. Einn skammtur, tveir, þrír... fjórir?AP/Charles Krupa Hvað gerist ef fjórða skammtsins verður þörf? „Ég held að núna sé tíminn,“ segir Georges C. Benjamin, framkvæmdastjóri American Public Health Association. Raunin sé sú að menn séu ekki fullbólusettir nema eftir þriðja skammtinn. Breytingin gæti hins vegar haft verulegar afleiðingar í för með sér. Fólk sem áður taldi sig fullbólusett gæti til að mynda allt í einu uppgötvað að það getur ekki lengur komist inn á ákveðna staði þar sem krafa er gerð um að menn séu fullbólusettir, það er að menn hafi þegið örvunarskammt til viðbótar við fyrri skammtana tvo. Þá gæti breytingin grafið undan trausti til yfirvalda, ef fólki finnst sífellt verið að breyta viðmiðum. Larry Levitt, framkvæmdastjóri heilbrigðissamtakanna KFF, segir að þrátt fyrir að ákvörðunin myndi byggja á vísindalegum grunni gæti hún haft verulegar pólitískar og efnahagslegar afleiðingar. Einnig er óhjákvæmilegt að leiða hugann að því hvað gerist svo ef í ljós kemur að fleiri örvunarskammta er þörf en yfirvöld í Ísrael og á Kúbu leggja nú þegar drög að fjórðu umferð bólusetninga. Samkvæmt núgildandi skilgreiningu bandarísku sóttvarnastofnunarinnar eru 62 prósent Bandaríkjamanna fullbólusettir en aðeins þriðjungur þeirra hefur þegið örvunarskammtinn. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Eldur á Álfhólsvegi Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Áslaug hafi þennan „x-factor“ Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Fleiri fréttir Svíar leggja hald á skip vegna skemmda á sæstreng Senda Trump skilaboð og auka viðbúnað við Grænland Þjóðaröryggisráðgjafi skildi gögnin sín ítrekað eftir á glámbekk Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Sjá meira
Samkvæmt New York Times hafa yfirvöld, stofnanir og fyrirtæki víðsvegar í Bandaríkjunum glímt við spurninguna í nokkurn tíma, að minnsta kosti frá því að ómíkron afbrigði kórónuveirunnar kom fram á sjónarsviðið og mikilvægi þriðja skammtsins lá fyrir. Í New York hyggjast yfirvöld ekki flokka íbúa fullbólusetta fyrr en þeir hafa fengið þriðja skammtinn og sömu sögu má segja um University of Oregon og fjárfestingabankann Goldman Sachs. Heilbrigðisyfirvöld hafa lagt mikla áherslu á að hvetja Bandaríkjamenn til að þiggja svokallaðan örvunarskammt en hafa veigrað sér við því að breyta skilgreiningunni á „fullbólusettur“ þar sem hugtakið er orðið rótgróið og notað í ýmsu mikilvægu samhengi. Rochelle P. Walensky, framkvæmdastjóri bandarísku sóttvarnastofnunarinnar, segir málið í skoðun en spurningin sé ekki hvað fólk eigi að gera; það eigi klárlega að þiggja þriðja skammtinn. Einn skammtur, tveir, þrír... fjórir?AP/Charles Krupa Hvað gerist ef fjórða skammtsins verður þörf? „Ég held að núna sé tíminn,“ segir Georges C. Benjamin, framkvæmdastjóri American Public Health Association. Raunin sé sú að menn séu ekki fullbólusettir nema eftir þriðja skammtinn. Breytingin gæti hins vegar haft verulegar afleiðingar í för með sér. Fólk sem áður taldi sig fullbólusett gæti til að mynda allt í einu uppgötvað að það getur ekki lengur komist inn á ákveðna staði þar sem krafa er gerð um að menn séu fullbólusettir, það er að menn hafi þegið örvunarskammt til viðbótar við fyrri skammtana tvo. Þá gæti breytingin grafið undan trausti til yfirvalda, ef fólki finnst sífellt verið að breyta viðmiðum. Larry Levitt, framkvæmdastjóri heilbrigðissamtakanna KFF, segir að þrátt fyrir að ákvörðunin myndi byggja á vísindalegum grunni gæti hún haft verulegar pólitískar og efnahagslegar afleiðingar. Einnig er óhjákvæmilegt að leiða hugann að því hvað gerist svo ef í ljós kemur að fleiri örvunarskammta er þörf en yfirvöld í Ísrael og á Kúbu leggja nú þegar drög að fjórðu umferð bólusetninga. Samkvæmt núgildandi skilgreiningu bandarísku sóttvarnastofnunarinnar eru 62 prósent Bandaríkjamanna fullbólusettir en aðeins þriðjungur þeirra hefur þegið örvunarskammtinn.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Eldur á Álfhólsvegi Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Áslaug hafi þennan „x-factor“ Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Fleiri fréttir Svíar leggja hald á skip vegna skemmda á sæstreng Senda Trump skilaboð og auka viðbúnað við Grænland Þjóðaröryggisráðgjafi skildi gögnin sín ítrekað eftir á glámbekk Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent