Heimsmeistarinn sagði að búið væri að gengisfella HM og lagði til að því yrði frestað Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. desember 2021 07:31 Gerwyn Price vann öruggan sigur á Dirk van Duijvenbode í sextán manna úrslit á HM í pílukasti í gær. getty/Luke Walker Heimsmeistarinn Gerwyn Price lagði það til að HM í pílukasti yrði frestað vegna fjölda keppenda sem hafa þurft að draga sig úr keppni eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. Þrír sterkir keppendur hafa þurft að hætta keppni eftir að hafa smitast af veirunni: Vincent van Voort, Dave Chisnall og þrefaldi heimsmeistarinn Michael van Gerwen. Sá síðastnefndi sendi mótshöldurum tóninn eftir að hann þurfti að draga sig úr keppni og sagði að ekki væri hugað nógu vel að sóttvörnum í Alexandra höllinni þar sem HM fer fram. Eftir að Chisnall þurfti að draga sig úr keppni í gær setti Price inn færslu á Instagram þar sem hann sagði það þyrfti að fresta mótinu. „Nú er búið að gengisfella mótið. Ég vil frekar spila við þá bestu til að verða bestur. Mér finnst ömurlegt að þessir leikmenn þurfi að hætta vegna veirunnar,“ skrifaði Price. Gerwyn Price has called for the tournament to be postponed. Do you agree? #WHDarts pic.twitter.com/gVqpTHUSid— Live Darts (@livedarts) December 29, 2021 Price skýrði svo mál sitt frekar í annarri færslu og dró þá aðeins í land. „Ég hef verið í þeirra sporum svo ég finn til með leikmönnunum sem hafa þurft að hætta. Það fer mikil vinna í að skipuleggja viðburð eins og HM svo kannski er ekki besta hugmyndin að fresta mótinu en ég yrði ekki ósammála ef það yrði gert. Ég ætla núna að fara varlega og í hæfilegri fjarlægð frá öðrum. Farið öll varlega,“ skrifaði Price. Í gærkvöldi tryggði hann sér sæti í átta manna úrslitum á HM með sigri á Dirk van Duijvenbode. Hollendingurinn vann fyrsta settið en þá hrökk Price heldur betur í gang og vann alla leggi og sett sem eftir voru. Í átta manna úrslitum mætir Price Michael Smith sem sigraði Jonny Clayton í frábærum leik í gær, 4-3. Pílukast Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Sjá meira
Þrír sterkir keppendur hafa þurft að hætta keppni eftir að hafa smitast af veirunni: Vincent van Voort, Dave Chisnall og þrefaldi heimsmeistarinn Michael van Gerwen. Sá síðastnefndi sendi mótshöldurum tóninn eftir að hann þurfti að draga sig úr keppni og sagði að ekki væri hugað nógu vel að sóttvörnum í Alexandra höllinni þar sem HM fer fram. Eftir að Chisnall þurfti að draga sig úr keppni í gær setti Price inn færslu á Instagram þar sem hann sagði það þyrfti að fresta mótinu. „Nú er búið að gengisfella mótið. Ég vil frekar spila við þá bestu til að verða bestur. Mér finnst ömurlegt að þessir leikmenn þurfi að hætta vegna veirunnar,“ skrifaði Price. Gerwyn Price has called for the tournament to be postponed. Do you agree? #WHDarts pic.twitter.com/gVqpTHUSid— Live Darts (@livedarts) December 29, 2021 Price skýrði svo mál sitt frekar í annarri færslu og dró þá aðeins í land. „Ég hef verið í þeirra sporum svo ég finn til með leikmönnunum sem hafa þurft að hætta. Það fer mikil vinna í að skipuleggja viðburð eins og HM svo kannski er ekki besta hugmyndin að fresta mótinu en ég yrði ekki ósammála ef það yrði gert. Ég ætla núna að fara varlega og í hæfilegri fjarlægð frá öðrum. Farið öll varlega,“ skrifaði Price. Í gærkvöldi tryggði hann sér sæti í átta manna úrslitum á HM með sigri á Dirk van Duijvenbode. Hollendingurinn vann fyrsta settið en þá hrökk Price heldur betur í gang og vann alla leggi og sett sem eftir voru. Í átta manna úrslitum mætir Price Michael Smith sem sigraði Jonny Clayton í frábærum leik í gær, 4-3.
Pílukast Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Sjá meira