Heimsmeistarinn sagði að búið væri að gengisfella HM og lagði til að því yrði frestað Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. desember 2021 07:31 Gerwyn Price vann öruggan sigur á Dirk van Duijvenbode í sextán manna úrslit á HM í pílukasti í gær. getty/Luke Walker Heimsmeistarinn Gerwyn Price lagði það til að HM í pílukasti yrði frestað vegna fjölda keppenda sem hafa þurft að draga sig úr keppni eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. Þrír sterkir keppendur hafa þurft að hætta keppni eftir að hafa smitast af veirunni: Vincent van Voort, Dave Chisnall og þrefaldi heimsmeistarinn Michael van Gerwen. Sá síðastnefndi sendi mótshöldurum tóninn eftir að hann þurfti að draga sig úr keppni og sagði að ekki væri hugað nógu vel að sóttvörnum í Alexandra höllinni þar sem HM fer fram. Eftir að Chisnall þurfti að draga sig úr keppni í gær setti Price inn færslu á Instagram þar sem hann sagði það þyrfti að fresta mótinu. „Nú er búið að gengisfella mótið. Ég vil frekar spila við þá bestu til að verða bestur. Mér finnst ömurlegt að þessir leikmenn þurfi að hætta vegna veirunnar,“ skrifaði Price. Gerwyn Price has called for the tournament to be postponed. Do you agree? #WHDarts pic.twitter.com/gVqpTHUSid— Live Darts (@livedarts) December 29, 2021 Price skýrði svo mál sitt frekar í annarri færslu og dró þá aðeins í land. „Ég hef verið í þeirra sporum svo ég finn til með leikmönnunum sem hafa þurft að hætta. Það fer mikil vinna í að skipuleggja viðburð eins og HM svo kannski er ekki besta hugmyndin að fresta mótinu en ég yrði ekki ósammála ef það yrði gert. Ég ætla núna að fara varlega og í hæfilegri fjarlægð frá öðrum. Farið öll varlega,“ skrifaði Price. Í gærkvöldi tryggði hann sér sæti í átta manna úrslitum á HM með sigri á Dirk van Duijvenbode. Hollendingurinn vann fyrsta settið en þá hrökk Price heldur betur í gang og vann alla leggi og sett sem eftir voru. Í átta manna úrslitum mætir Price Michael Smith sem sigraði Jonny Clayton í frábærum leik í gær, 4-3. Pílukast Mest lesið Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Íslenski boltinn Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti KA búið að landa fyrirliða Lyngby Íslenski boltinn Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Íslenski boltinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Golf Fleiri fréttir „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Eyþóra með gullna endurkomu: „Kennslustund í glæsileika“ Fékk síðasta bikarinn á ferlinum mörgum mánuðum eftir að hann hætti Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Fótboltamaður lést eftir samstuð inn á vellinum Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur, úrslitarimma, uppgjörsþættir og Karólína Lea McIlroy vann Masters í bráðabana „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Ancelotti: Mbappé er ekki ofbeldisfullur en þetta var augljóst rautt spjald „Getum klárlega farið alla leið ef við viljum það“ Sjá meira
Þrír sterkir keppendur hafa þurft að hætta keppni eftir að hafa smitast af veirunni: Vincent van Voort, Dave Chisnall og þrefaldi heimsmeistarinn Michael van Gerwen. Sá síðastnefndi sendi mótshöldurum tóninn eftir að hann þurfti að draga sig úr keppni og sagði að ekki væri hugað nógu vel að sóttvörnum í Alexandra höllinni þar sem HM fer fram. Eftir að Chisnall þurfti að draga sig úr keppni í gær setti Price inn færslu á Instagram þar sem hann sagði það þyrfti að fresta mótinu. „Nú er búið að gengisfella mótið. Ég vil frekar spila við þá bestu til að verða bestur. Mér finnst ömurlegt að þessir leikmenn þurfi að hætta vegna veirunnar,“ skrifaði Price. Gerwyn Price has called for the tournament to be postponed. Do you agree? #WHDarts pic.twitter.com/gVqpTHUSid— Live Darts (@livedarts) December 29, 2021 Price skýrði svo mál sitt frekar í annarri færslu og dró þá aðeins í land. „Ég hef verið í þeirra sporum svo ég finn til með leikmönnunum sem hafa þurft að hætta. Það fer mikil vinna í að skipuleggja viðburð eins og HM svo kannski er ekki besta hugmyndin að fresta mótinu en ég yrði ekki ósammála ef það yrði gert. Ég ætla núna að fara varlega og í hæfilegri fjarlægð frá öðrum. Farið öll varlega,“ skrifaði Price. Í gærkvöldi tryggði hann sér sæti í átta manna úrslitum á HM með sigri á Dirk van Duijvenbode. Hollendingurinn vann fyrsta settið en þá hrökk Price heldur betur í gang og vann alla leggi og sett sem eftir voru. Í átta manna úrslitum mætir Price Michael Smith sem sigraði Jonny Clayton í frábærum leik í gær, 4-3.
Pílukast Mest lesið Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Íslenski boltinn Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti KA búið að landa fyrirliða Lyngby Íslenski boltinn Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Íslenski boltinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Golf Fleiri fréttir „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Eyþóra með gullna endurkomu: „Kennslustund í glæsileika“ Fékk síðasta bikarinn á ferlinum mörgum mánuðum eftir að hann hætti Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Fótboltamaður lést eftir samstuð inn á vellinum Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur, úrslitarimma, uppgjörsþættir og Karólína Lea McIlroy vann Masters í bráðabana „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Ancelotti: Mbappé er ekki ofbeldisfullur en þetta var augljóst rautt spjald „Getum klárlega farið alla leið ef við viljum það“ Sjá meira