Ertu nokkuð að gleyma þér? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 30. desember 2021 08:00 Senn er árið á enda og þrátt fyrir ýmsar áskoranir tökum við nýju ári fagnandi með von í brjósti. Til siðs er að kveðja árið með ljósaleik og margir styðja við björgunarsveitirnar á þessum tímamótum, ýmist með flugeldakaupum, Rótarskoti eða frjálsum framlögum. Langt er liðið á jólahátíðina en við eigum þó enn svolítið inni og um að gera að njóta þess. Dæmin sanna hins vegar að allur er varinn góður þegar leika skal með ljós og eld. Reykskynjarar og slökkvitæki sanna gildi sitt Skömmu fyrir jól vaknaði ung fjölskylda á Selfossi upp um miðja nótt við það að reykskynjari fór í gang. Kviknað hafði í, líklega út frá sprittkerti og mátti litlu muna að illa hefði farið. Sprittkertið var staðsett í veggkertastjaka eins og eru svo vinsælir víða um þessar mundir. Einhverjar skemmdir urðu á innanstokksmunum en fyrir mestu var að allir komust heilir frá þessu og heimilisfólki tókst að slökkva eldinn með slökkvitæki áður en hann barst í sjálft húsið. Lögregla og slökkvilið mættu svo til að reykhreinsa húsið og sérhæft þrifateymi frá tryggingafélagi fjölskyldunnar kom svo í kjölfarið. Skemmst er frá því að segja að fjölskyldan var afar þakklátt fyrir að ekki fór verr þótt vissulega hafi þessi uppákoma sett strik í reikninginn skömmu fyrir jól. Húsmóðirin skrifaði pistil á samfélagsmiðla þar sem hún biðlaði til allra að hafa reykskynjara og slökkvitæki til taks á sínu heimili. Á annan í jólum bárust aftur fréttir af eldi í íbúðarhúsi sem kviknaði í út frá kertaskreytingu á borði og var þar um þó nokkrar reykskemmdir að ræða. Engan sakaði en þegar rætt var við fulltrúa slökkviliðsstjóra á svæðinu sagði hann: „Það er það sem gerist, fólk gleymir að slökkva.“ Það ætlar enginn að gleyma sér en slíkt gerist þó. Þess vegna eru forvarnir svo mikilvægar. Förum varlega um áramótin Forvarnir um áramót eru einnig nauðsynlegar. Mikilvægt er að fara varlega um áramótin með því að nota flugeldagleraugu og gæta fyllsta öryggis þegar flugeldum er skotið upp. Þannig getum við komið í veg fyrir óhöpp og alvarleg slys. Flugeldagleraugu eru einföld leið til að vernda augun og þess vegna hvetjum við alla til að nota þau um áramótin, hvort sem þú ætlar að skjóta upp flugeldum eða horfa á. Hægt er að nálgast flugeldagleraugu á flugeldamörkuðum björgunarsveitanna og í útibúum Sjóvár um land allt. Öryggisakademían hefur gefið út nokkur myndbönd sem minna á það sem hafa þarf í huga við meðferð flugelda en Slysavarnafélagið Landsbjörg og Sjóvá standa saman að Öryggisakademíunni. Hlutverk hennar er að miðla öryggis- og forvarnarskilaboðum tengdum flugeldum til allra aldurshópa. Sjóvá og Slysavarnafélagið Landsbjörg hafa einnig tekið saman helstu atriði sem hafa þarf í huga þegar skjóta á upp flugeldum og er þau að finna á sjova.is. Þar er meðal annars rætt um að geyma skuli flugelda á öruggum stað, hafa slétt og stöðugt undirlag undir flugeldum, gæta þess að skotstaðurinn sé í hæfilegri fjarlægð frá fólki, húsi og bílum, nota hanska til að vernda hendur, kveikja í með útréttan handlegg, aldrei megi halla sér yfir flugelda og að hafa þurfi sérstakar gætur á börnum og dýrum. Halda þarf dýrum innandyra þar sem þau heyra sem minnst í sprengingum og eru örugg. Einnig er vert að muna að neysla áfengis og meðferð flugelda fara ekki saman. Höldum heil af stað Við viljum öll fara vel af stað inn í nýja árið og njóta samverunnar með okkar nánustu. Til að auka líkurnar á að svo megi verða er mikilvægt að huga að forvörnum í tíma en líkt og máltækið segir er kapp best með forsjá. Höfum því hyggjuvitið með í för svo við getum notið stundarinnar. Gleðilega hátíð. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Slysavarnir Áramót Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Senn er árið á enda og þrátt fyrir ýmsar áskoranir tökum við nýju ári fagnandi með von í brjósti. Til siðs er að kveðja árið með ljósaleik og margir styðja við björgunarsveitirnar á þessum tímamótum, ýmist með flugeldakaupum, Rótarskoti eða frjálsum framlögum. Langt er liðið á jólahátíðina en við eigum þó enn svolítið inni og um að gera að njóta þess. Dæmin sanna hins vegar að allur er varinn góður þegar leika skal með ljós og eld. Reykskynjarar og slökkvitæki sanna gildi sitt Skömmu fyrir jól vaknaði ung fjölskylda á Selfossi upp um miðja nótt við það að reykskynjari fór í gang. Kviknað hafði í, líklega út frá sprittkerti og mátti litlu muna að illa hefði farið. Sprittkertið var staðsett í veggkertastjaka eins og eru svo vinsælir víða um þessar mundir. Einhverjar skemmdir urðu á innanstokksmunum en fyrir mestu var að allir komust heilir frá þessu og heimilisfólki tókst að slökkva eldinn með slökkvitæki áður en hann barst í sjálft húsið. Lögregla og slökkvilið mættu svo til að reykhreinsa húsið og sérhæft þrifateymi frá tryggingafélagi fjölskyldunnar kom svo í kjölfarið. Skemmst er frá því að segja að fjölskyldan var afar þakklátt fyrir að ekki fór verr þótt vissulega hafi þessi uppákoma sett strik í reikninginn skömmu fyrir jól. Húsmóðirin skrifaði pistil á samfélagsmiðla þar sem hún biðlaði til allra að hafa reykskynjara og slökkvitæki til taks á sínu heimili. Á annan í jólum bárust aftur fréttir af eldi í íbúðarhúsi sem kviknaði í út frá kertaskreytingu á borði og var þar um þó nokkrar reykskemmdir að ræða. Engan sakaði en þegar rætt var við fulltrúa slökkviliðsstjóra á svæðinu sagði hann: „Það er það sem gerist, fólk gleymir að slökkva.“ Það ætlar enginn að gleyma sér en slíkt gerist þó. Þess vegna eru forvarnir svo mikilvægar. Förum varlega um áramótin Forvarnir um áramót eru einnig nauðsynlegar. Mikilvægt er að fara varlega um áramótin með því að nota flugeldagleraugu og gæta fyllsta öryggis þegar flugeldum er skotið upp. Þannig getum við komið í veg fyrir óhöpp og alvarleg slys. Flugeldagleraugu eru einföld leið til að vernda augun og þess vegna hvetjum við alla til að nota þau um áramótin, hvort sem þú ætlar að skjóta upp flugeldum eða horfa á. Hægt er að nálgast flugeldagleraugu á flugeldamörkuðum björgunarsveitanna og í útibúum Sjóvár um land allt. Öryggisakademían hefur gefið út nokkur myndbönd sem minna á það sem hafa þarf í huga við meðferð flugelda en Slysavarnafélagið Landsbjörg og Sjóvá standa saman að Öryggisakademíunni. Hlutverk hennar er að miðla öryggis- og forvarnarskilaboðum tengdum flugeldum til allra aldurshópa. Sjóvá og Slysavarnafélagið Landsbjörg hafa einnig tekið saman helstu atriði sem hafa þarf í huga þegar skjóta á upp flugeldum og er þau að finna á sjova.is. Þar er meðal annars rætt um að geyma skuli flugelda á öruggum stað, hafa slétt og stöðugt undirlag undir flugeldum, gæta þess að skotstaðurinn sé í hæfilegri fjarlægð frá fólki, húsi og bílum, nota hanska til að vernda hendur, kveikja í með útréttan handlegg, aldrei megi halla sér yfir flugelda og að hafa þurfi sérstakar gætur á börnum og dýrum. Halda þarf dýrum innandyra þar sem þau heyra sem minnst í sprengingum og eru örugg. Einnig er vert að muna að neysla áfengis og meðferð flugelda fara ekki saman. Höldum heil af stað Við viljum öll fara vel af stað inn í nýja árið og njóta samverunnar með okkar nánustu. Til að auka líkurnar á að svo megi verða er mikilvægt að huga að forvörnum í tíma en líkt og máltækið segir er kapp best með forsjá. Höfum því hyggjuvitið með í för svo við getum notið stundarinnar. Gleðilega hátíð. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun