Guðmundur Felix predikar á nýársdag í Vídalínskirkju Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. desember 2021 14:00 Guðmundur Felix Grétarsson kom til landsins fyrr í mánuðinum í fyrsta sinn eftir að hafa fengið grædda á sig handleggi. Vísir/Vilhelm Áramótin verða með öðruvísi hætti í ár en kórónuveirufaraldurinn setur annað árið í röð strik í reikninginn. Engar brennur verða til að mynda á höfuðborgarsvæðinu og hefur biskup tekið þá ákvörðun að aflýsa helgihaldi. Biskupsritari segir mikilvægt að bregðast við óvenjulegum og krefjandi aðstæðum í samfélaginu. Svipuð staða er uppi núna og var fyrir um ári síðan þar sem fólk var hvatt til að hópast ekki saman. Í fyrra var gripið til þess ráðs að aflýsa áramótabrennum og í ár hefur ekki aðeins brennum verið aflýst heldur einnig helgihaldi. Pétur G. Markan, biskupsritari, telur að þetta sé einsdæmi í íslenskri kirkjusögu. „Þetta eru ákveðin tímamót en nauðsynlegt í ljósi aðstæðna, þetta eru bara mjög óvenjulegar og krefjandi aðstæður í samfélaginu enn og aftur,“ segir Pétur. Þó að biskup hhafi ákveðið að kalla ekki fólk til kirkju hafi sóknir landsins sett fram vandað efni í streymi. „Mig langar að nefna bara sem dæmi að það er mjög myndarleg nýársmessa í Vídalínskirkju í Garðabænum þar sem meðal annars Guðmundur Felix er að predika,“ segir Pétur en Guðmundur Felix kemur til með að flytja áramótaávarp á nýársdag frá Vídalínskirkju. „Þetta er svona eitt dæmi af því sem er í boði og hægt er að nálgast á netinu. Þannig að helgihald fer bara fram með öðrum hætti, má segja,“ segir Pétur. Hann bindur vonir við að bjartari tímar séu fram undan en þangað til þurfi fólk að vera á varðbergi. „Um leið og rofar til þá köllum við fólk til kirkju og messu, við viljum náttúrulega hittast í holdi, það er þannig sem kirkjan fúnkerar og það er eðli kirkjunnar, en í ljósi aðstæðna þá er það ábyrgt að fella niður helgihald með þessum hætti,“ segir Pétur. „Þetta er náttúrulega samhent átak okkar allra sem á endanum sigrar þessa veiru, það verður aldrei neitt öðruvísi,“ segir Pétur. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, ítrekaði á upplýsingafundi almannavarna í dag mikilvægi þess að fólk hópist ekki saman og þakkaði Þjóðkirkjunni fyrir að setja gott fordæmi. Þá sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að rétt viðbrögð á þessum tíma gætu komið landsmönnum út úr faraldrinum. „Ég vil að lokum hvetja alla til að gæta vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum núna um áramótin og óska öllum gleðilegs árs,“ sagði Þórólfur. Áramót Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Garðabær Trúmál Handleggir græddir á Guðmund Felix Tengdar fréttir Engar áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu Á fundi framkvæmdaráðs almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins í dag var tekin ákvörðun um að fella niður áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu um komandi áramót. 17. desember 2021 15:12 Fljótlega hægt að slaka á ef rétt reynist að ómíkron-afbrigðið sé mildara Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ýmislegt bendi til þess að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi síður alvarlegri veikindum en önnur afbrigði. Reynist þetta rétt segir hann að hægt verði að slaka flótt á þeim samfélagslegu takmörkunum sem í gildu eru til að hefta útbreiðslu faraldursins. 29. desember 2021 11:42 „Þetta er búið að vera stórkostlegt líf“ Ég hef fengið mörg tækifæri til þess að gefast upp og það hafa komið fram margar raddir sem segja mér að hætta þessu, segir Guðmundur Felix Grétarsson, sem fékk fyrstur manna grædda á sig tvo handleggi fyrr á árinu. Hann segir uppgjöf hins vegar aldrei hafa verið inni í myndinni og horfir bjartsýnn fram á veginn. 17. desember 2021 20:00 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira
Svipuð staða er uppi núna og var fyrir um ári síðan þar sem fólk var hvatt til að hópast ekki saman. Í fyrra var gripið til þess ráðs að aflýsa áramótabrennum og í ár hefur ekki aðeins brennum verið aflýst heldur einnig helgihaldi. Pétur G. Markan, biskupsritari, telur að þetta sé einsdæmi í íslenskri kirkjusögu. „Þetta eru ákveðin tímamót en nauðsynlegt í ljósi aðstæðna, þetta eru bara mjög óvenjulegar og krefjandi aðstæður í samfélaginu enn og aftur,“ segir Pétur. Þó að biskup hhafi ákveðið að kalla ekki fólk til kirkju hafi sóknir landsins sett fram vandað efni í streymi. „Mig langar að nefna bara sem dæmi að það er mjög myndarleg nýársmessa í Vídalínskirkju í Garðabænum þar sem meðal annars Guðmundur Felix er að predika,“ segir Pétur en Guðmundur Felix kemur til með að flytja áramótaávarp á nýársdag frá Vídalínskirkju. „Þetta er svona eitt dæmi af því sem er í boði og hægt er að nálgast á netinu. Þannig að helgihald fer bara fram með öðrum hætti, má segja,“ segir Pétur. Hann bindur vonir við að bjartari tímar séu fram undan en þangað til þurfi fólk að vera á varðbergi. „Um leið og rofar til þá köllum við fólk til kirkju og messu, við viljum náttúrulega hittast í holdi, það er þannig sem kirkjan fúnkerar og það er eðli kirkjunnar, en í ljósi aðstæðna þá er það ábyrgt að fella niður helgihald með þessum hætti,“ segir Pétur. „Þetta er náttúrulega samhent átak okkar allra sem á endanum sigrar þessa veiru, það verður aldrei neitt öðruvísi,“ segir Pétur. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, ítrekaði á upplýsingafundi almannavarna í dag mikilvægi þess að fólk hópist ekki saman og þakkaði Þjóðkirkjunni fyrir að setja gott fordæmi. Þá sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að rétt viðbrögð á þessum tíma gætu komið landsmönnum út úr faraldrinum. „Ég vil að lokum hvetja alla til að gæta vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum núna um áramótin og óska öllum gleðilegs árs,“ sagði Þórólfur.
Áramót Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Garðabær Trúmál Handleggir græddir á Guðmund Felix Tengdar fréttir Engar áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu Á fundi framkvæmdaráðs almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins í dag var tekin ákvörðun um að fella niður áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu um komandi áramót. 17. desember 2021 15:12 Fljótlega hægt að slaka á ef rétt reynist að ómíkron-afbrigðið sé mildara Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ýmislegt bendi til þess að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi síður alvarlegri veikindum en önnur afbrigði. Reynist þetta rétt segir hann að hægt verði að slaka flótt á þeim samfélagslegu takmörkunum sem í gildu eru til að hefta útbreiðslu faraldursins. 29. desember 2021 11:42 „Þetta er búið að vera stórkostlegt líf“ Ég hef fengið mörg tækifæri til þess að gefast upp og það hafa komið fram margar raddir sem segja mér að hætta þessu, segir Guðmundur Felix Grétarsson, sem fékk fyrstur manna grædda á sig tvo handleggi fyrr á árinu. Hann segir uppgjöf hins vegar aldrei hafa verið inni í myndinni og horfir bjartsýnn fram á veginn. 17. desember 2021 20:00 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira
Engar áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu Á fundi framkvæmdaráðs almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins í dag var tekin ákvörðun um að fella niður áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu um komandi áramót. 17. desember 2021 15:12
Fljótlega hægt að slaka á ef rétt reynist að ómíkron-afbrigðið sé mildara Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ýmislegt bendi til þess að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi síður alvarlegri veikindum en önnur afbrigði. Reynist þetta rétt segir hann að hægt verði að slaka flótt á þeim samfélagslegu takmörkunum sem í gildu eru til að hefta útbreiðslu faraldursins. 29. desember 2021 11:42
„Þetta er búið að vera stórkostlegt líf“ Ég hef fengið mörg tækifæri til þess að gefast upp og það hafa komið fram margar raddir sem segja mér að hætta þessu, segir Guðmundur Felix Grétarsson, sem fékk fyrstur manna grædda á sig tvo handleggi fyrr á árinu. Hann segir uppgjöf hins vegar aldrei hafa verið inni í myndinni og horfir bjartsýnn fram á veginn. 17. desember 2021 20:00