Sérfræðingar efast um ágæti nýrra leiðbeininga CDC um styttri einangrun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. desember 2021 08:19 Sérfræðingar draga í efa að styttri einangrunatími muni gera það að verkum að fleiri fara að reglum um einangrun. Þá benda þeir á að fjöldi virði grímuskylduna að vettugi. epa/Justin Lane Sérfræðingar í Bandaríkjunum eru misánægðir með ný fyrirmæli sóttvarnayfirvalda um styttingu einangrunartímabilsins í kjölfar Covid-greiningar. Þeir segja skilaboð yfirvalda óskýr og illa ígrunduð. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) hefur ákveðið að mæla með því að einangrun Covid-greindra sé stytt úr tíu dögum í fimm, að því gefnu að lítil eða engin einkenni séu til staðar. New York Times hefur rætt við fjölda sérfræðinga, sem óttast að nýju fyrirmælin séu byggð á ótraustum forsendum og að þau muni verða til þess að fjöldi einstaklinga fari út í samfélagið á meðan þeir eru ennþá smitandi. „Fyrir mér þá virðist þetta hreinskilningslega sagt meira snúast um efnahagslegar forsendur en vísindi,“ segir Yonatan Grand, prófessor í ónæmis- og smitsjúkdómafræðum við Harvard. Hann og fleiri sögðu að svo virtist sem markmiðið væri öðrum þræði að tryggja mönnun framlínustarfa. Vísindamenn gagnrýna meðal annars þá ákvörðun CDC að krefjast ekki hraðprófs áður en fólk lætur af einangrun. Segja þeir hraðprófin einn besta mælikvarðann á það hvort fólk sé enn smitandi en ástæða þess að ekki sé gerð krafa um neikvætt hraðpróf sé líklega takmarkað aðgengi að prófunum víða í Bandaríkjunum. Varhugavert að nota gögn um delta fyrir ómíkron CDC hefur beðið fólk um að bera grímu í fimm daga eftir að það lætur af einangrun en þetta segja vísindamenn óraunhæfa lausn til að sporna við útbreiðslu. Ómíkron afbrigðið, sem er nú að verða allsráðandi, sé mun meira smitandi en delta og áhrifaríkustu grímurnar, N95, séu jafn ófáanlegar og hraðprófin. Sérfræðingarnir gagnrýna raunar að verið sé að taka ákvörðun um styttri einangrunartíma sem byggir á gögnum sem safnað var á meðan delta fór um samfélagið. „Ég myndi gjalda varhug við því að færa gögn um delta yfir á ómíkron,“ segir Stephen Goldstein, veirufræðingur við University of Utah. „Ég held að þetta muni gera illt verra og jafnvel hraða þróun faraldursins,“ segir hann. Einkenni ómíkron birtist fyrr NY Times hefur eftir ónæmisfræðingum að ábendingar séu uppi um að einstaklingar með ómíkron séu að sýna einkenni fyrr en þeir sem hefðu greinst með delta. Þetta hefði verulega þýðingu, þar sem fólk yrði fyrr vart við að það væri veikt og færi fyrr í skimun. Þannig hæfist einangrun fyrr í veikindunum en áður og endaði þá sömuleiðis fyrr. Læknar sem miðillinn ræddi við sögðu skilaboð yfirvalda ruglingsleg; þannig væri óljóst hvað átt væri við að fólk gæti látið af einangrun þegar einkennum væri að létta. Í mörgum tilvikum væru einkennin mjög mismikil bara á einum degi; þér gæti liðið illa eina stundina og betur aðra en versnað svo aftur. „Leiðbeiningarnar eru miklu ruglingslegri heldur en þær geta og ættu að vera,“ segir Megan Ranney, sérfræðingur í bráðalækningum við Brown University. „Þetta ætti fyrst og fremst að eiga við fólk sem er einkennalaust. Ef þú ert með einkenni þá áttu ekki að vera á meðal fólks.“ Ítarlega umfjöllun New York Times má finna hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Sjá meira
Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) hefur ákveðið að mæla með því að einangrun Covid-greindra sé stytt úr tíu dögum í fimm, að því gefnu að lítil eða engin einkenni séu til staðar. New York Times hefur rætt við fjölda sérfræðinga, sem óttast að nýju fyrirmælin séu byggð á ótraustum forsendum og að þau muni verða til þess að fjöldi einstaklinga fari út í samfélagið á meðan þeir eru ennþá smitandi. „Fyrir mér þá virðist þetta hreinskilningslega sagt meira snúast um efnahagslegar forsendur en vísindi,“ segir Yonatan Grand, prófessor í ónæmis- og smitsjúkdómafræðum við Harvard. Hann og fleiri sögðu að svo virtist sem markmiðið væri öðrum þræði að tryggja mönnun framlínustarfa. Vísindamenn gagnrýna meðal annars þá ákvörðun CDC að krefjast ekki hraðprófs áður en fólk lætur af einangrun. Segja þeir hraðprófin einn besta mælikvarðann á það hvort fólk sé enn smitandi en ástæða þess að ekki sé gerð krafa um neikvætt hraðpróf sé líklega takmarkað aðgengi að prófunum víða í Bandaríkjunum. Varhugavert að nota gögn um delta fyrir ómíkron CDC hefur beðið fólk um að bera grímu í fimm daga eftir að það lætur af einangrun en þetta segja vísindamenn óraunhæfa lausn til að sporna við útbreiðslu. Ómíkron afbrigðið, sem er nú að verða allsráðandi, sé mun meira smitandi en delta og áhrifaríkustu grímurnar, N95, séu jafn ófáanlegar og hraðprófin. Sérfræðingarnir gagnrýna raunar að verið sé að taka ákvörðun um styttri einangrunartíma sem byggir á gögnum sem safnað var á meðan delta fór um samfélagið. „Ég myndi gjalda varhug við því að færa gögn um delta yfir á ómíkron,“ segir Stephen Goldstein, veirufræðingur við University of Utah. „Ég held að þetta muni gera illt verra og jafnvel hraða þróun faraldursins,“ segir hann. Einkenni ómíkron birtist fyrr NY Times hefur eftir ónæmisfræðingum að ábendingar séu uppi um að einstaklingar með ómíkron séu að sýna einkenni fyrr en þeir sem hefðu greinst með delta. Þetta hefði verulega þýðingu, þar sem fólk yrði fyrr vart við að það væri veikt og færi fyrr í skimun. Þannig hæfist einangrun fyrr í veikindunum en áður og endaði þá sömuleiðis fyrr. Læknar sem miðillinn ræddi við sögðu skilaboð yfirvalda ruglingsleg; þannig væri óljóst hvað átt væri við að fólk gæti látið af einangrun þegar einkennum væri að létta. Í mörgum tilvikum væru einkennin mjög mismikil bara á einum degi; þér gæti liðið illa eina stundina og betur aðra en versnað svo aftur. „Leiðbeiningarnar eru miklu ruglingslegri heldur en þær geta og ættu að vera,“ segir Megan Ranney, sérfræðingur í bráðalækningum við Brown University. „Þetta ætti fyrst og fremst að eiga við fólk sem er einkennalaust. Ef þú ert með einkenni þá áttu ekki að vera á meðal fólks.“ Ítarlega umfjöllun New York Times má finna hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Sjá meira