„Það er dálítið í land en þetta er allt að koma“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. desember 2021 22:02 Skarphéðinn Steinarsson, ferðamálastjóri, segir enn mikla óvissu í faraldrinum. Vísir/Egill Farþegum sem fara um Keflavíkurflugvöll hefur fjölgað töluvert á milli ára. Ferðamálastjóri býst við að fjöldi ferðamanna nálgist eðlilegt horf á næsta ári. Enn sé þó mikil óvissa um þróunina vegna faraldursins. Rúmlega 2,1 milljón manna fóru um Keflavíkurflugvöll frá 1. janúar til 27. desember, samkvæmt bráðabirgðatölum Isavia fyrir desember, og fjölgar um tæplega 760 þúsund frá því í fyrra. Ferðamálastofa gerir ráð fyrir að um 700 þúsund ferðamenn hafi komið til landsins á þessu ári. „Þetta ár er betra en það síðasta, við erum að sjá fram á að það séu um 700 þúsund ferðamenn á þessu ári og voru innan við 500 þúsund á því síðasta,“ segir Skarphéðinn Steinarsson, ferðamálastjóri. „Það er hins vegar hvergi nærri þeim tölum sem við sáum fyrir Covid, árið 2019 voru hér tæplega tvær milljónir ferðamanna, þannig að það er dálítið í land en þetta er allt að koma,“ segir Skarphéðinn. Væntingar hafa staðið til þess að þegar líða fari á vorið fari ferðaþjónustan að taka við sér og hafa vísbendingar bent til þess. Enn er þó mikil óvissa í faraldrinum og ómögulegt að segja hvað tekur við. „Við áttum svo sannarlega ekki von á þessu sem hefur verið að gerast í kringum ómíkron, það er einhver samdráttur í kringum það, hins vegar hefur bókunarfyrirvari verið að styttast svo mikið að það er ekki víst að þetta hafi nein teljandi áhrif þegar við komum fram á vor og sumar,“ segir Skarphéðinn. Fjöldi farþega hefur verið að aukast stöðugt það sem af er ári. Í sumar fjölgaði farþegum til að mynda um 50 prósent og í haust fjölgaði þeim um allt að 65 til 70 prósent. „Þetta er þróun sem við gerum ráð fyrir að haldi áfram og almennt er talið í heiminum að ferðaþjónustan verði komin á par við það sem hún var fyrir Covid árið 2024,“ segir Skarphéðinn. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kórónuveiran setur strik í reikning ferðalanga Samgöngur um allan heim hafa gengið erfiðlega nú um hátíðarnar þar sem kórónuveiran hefur sett stórt strik í reikninginn. Fjöldi er á faraldsfæti til að heimsækja vini og ættingja en af þeim hafa margir þurft að eyða jólahelginn á flugvöllum víðsvegar um heim. 27. desember 2021 06:51 Spá 1,3 milljón ferðamanna á næsta ári Erlendir ferðamenn voru ríflega 75 þúsund í nóvember sem er svipaður fjöldi og fyrir sex árum en tuttuguföldun miðað við síðasta ár. Sem fyrr eru Bandaríkjamenn fjölmennastir en Bretar og fólk frá vesturhluta meginlands Evrópu sækir í sig veðrið. Ferðafólk hingað til lands verður líklega nærri 700 þúsundum í ár en sá fjöldi gæti tvöfaldast á næsta ári. 10. desember 2021 11:11 Faraldurinn hafi ekki jafn mikil áhrif og áður á hegðun Íslendinga Núverandi bylgja faraldurins virðist ekki hafa mikil áhrif á hegðun ferðamanna og er lítið um afbókanir þrátt fyrir uppsveiflu í fjölda smitaðra. Forstjóri Play segir það sérstaklega eiga við um Íslendinga sem voru óöruggir í sumar þegar fjórða bylgja faraldursins reið yfir en þeir eru nú rólegri og yfirvegaðri. 16. nóvember 2021 11:45 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Sjá meira
Rúmlega 2,1 milljón manna fóru um Keflavíkurflugvöll frá 1. janúar til 27. desember, samkvæmt bráðabirgðatölum Isavia fyrir desember, og fjölgar um tæplega 760 þúsund frá því í fyrra. Ferðamálastofa gerir ráð fyrir að um 700 þúsund ferðamenn hafi komið til landsins á þessu ári. „Þetta ár er betra en það síðasta, við erum að sjá fram á að það séu um 700 þúsund ferðamenn á þessu ári og voru innan við 500 þúsund á því síðasta,“ segir Skarphéðinn Steinarsson, ferðamálastjóri. „Það er hins vegar hvergi nærri þeim tölum sem við sáum fyrir Covid, árið 2019 voru hér tæplega tvær milljónir ferðamanna, þannig að það er dálítið í land en þetta er allt að koma,“ segir Skarphéðinn. Væntingar hafa staðið til þess að þegar líða fari á vorið fari ferðaþjónustan að taka við sér og hafa vísbendingar bent til þess. Enn er þó mikil óvissa í faraldrinum og ómögulegt að segja hvað tekur við. „Við áttum svo sannarlega ekki von á þessu sem hefur verið að gerast í kringum ómíkron, það er einhver samdráttur í kringum það, hins vegar hefur bókunarfyrirvari verið að styttast svo mikið að það er ekki víst að þetta hafi nein teljandi áhrif þegar við komum fram á vor og sumar,“ segir Skarphéðinn. Fjöldi farþega hefur verið að aukast stöðugt það sem af er ári. Í sumar fjölgaði farþegum til að mynda um 50 prósent og í haust fjölgaði þeim um allt að 65 til 70 prósent. „Þetta er þróun sem við gerum ráð fyrir að haldi áfram og almennt er talið í heiminum að ferðaþjónustan verði komin á par við það sem hún var fyrir Covid árið 2024,“ segir Skarphéðinn.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kórónuveiran setur strik í reikning ferðalanga Samgöngur um allan heim hafa gengið erfiðlega nú um hátíðarnar þar sem kórónuveiran hefur sett stórt strik í reikninginn. Fjöldi er á faraldsfæti til að heimsækja vini og ættingja en af þeim hafa margir þurft að eyða jólahelginn á flugvöllum víðsvegar um heim. 27. desember 2021 06:51 Spá 1,3 milljón ferðamanna á næsta ári Erlendir ferðamenn voru ríflega 75 þúsund í nóvember sem er svipaður fjöldi og fyrir sex árum en tuttuguföldun miðað við síðasta ár. Sem fyrr eru Bandaríkjamenn fjölmennastir en Bretar og fólk frá vesturhluta meginlands Evrópu sækir í sig veðrið. Ferðafólk hingað til lands verður líklega nærri 700 þúsundum í ár en sá fjöldi gæti tvöfaldast á næsta ári. 10. desember 2021 11:11 Faraldurinn hafi ekki jafn mikil áhrif og áður á hegðun Íslendinga Núverandi bylgja faraldurins virðist ekki hafa mikil áhrif á hegðun ferðamanna og er lítið um afbókanir þrátt fyrir uppsveiflu í fjölda smitaðra. Forstjóri Play segir það sérstaklega eiga við um Íslendinga sem voru óöruggir í sumar þegar fjórða bylgja faraldursins reið yfir en þeir eru nú rólegri og yfirvegaðri. 16. nóvember 2021 11:45 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Sjá meira
Kórónuveiran setur strik í reikning ferðalanga Samgöngur um allan heim hafa gengið erfiðlega nú um hátíðarnar þar sem kórónuveiran hefur sett stórt strik í reikninginn. Fjöldi er á faraldsfæti til að heimsækja vini og ættingja en af þeim hafa margir þurft að eyða jólahelginn á flugvöllum víðsvegar um heim. 27. desember 2021 06:51
Spá 1,3 milljón ferðamanna á næsta ári Erlendir ferðamenn voru ríflega 75 þúsund í nóvember sem er svipaður fjöldi og fyrir sex árum en tuttuguföldun miðað við síðasta ár. Sem fyrr eru Bandaríkjamenn fjölmennastir en Bretar og fólk frá vesturhluta meginlands Evrópu sækir í sig veðrið. Ferðafólk hingað til lands verður líklega nærri 700 þúsundum í ár en sá fjöldi gæti tvöfaldast á næsta ári. 10. desember 2021 11:11
Faraldurinn hafi ekki jafn mikil áhrif og áður á hegðun Íslendinga Núverandi bylgja faraldurins virðist ekki hafa mikil áhrif á hegðun ferðamanna og er lítið um afbókanir þrátt fyrir uppsveiflu í fjölda smitaðra. Forstjóri Play segir það sérstaklega eiga við um Íslendinga sem voru óöruggir í sumar þegar fjórða bylgja faraldursins reið yfir en þeir eru nú rólegri og yfirvegaðri. 16. nóvember 2021 11:45