Mbappé og Lewandowski ekki hrifnir af því að halda HM á tveggja ára fresti Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. desember 2021 18:00 Robert Lewandowski er ekki hrifinn af þeirri hugmynd að halda HM á tveggja ára fresti. Aurelien Meunier/Getty Images Kylian Mbappé, framherji Paris Saint-Germain, og Robert Lewandowski, framherji Bayern München, hafa lýst yfir áhyggjum sínum á þeirri hugmynd að HM í fótbolta verði haldið á tveggja ára fresti í stað fjögurra. Eins og áður hefur verið rætt og ritað um hefur Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA stungið upp á þeirri hugmynd að halfa HM í fótbolta á tveggja ára fresti í stað fjögurra. Sambandið sagði fulltrúum á leiðtogafundi FIFA frá því að ef HM yrði haldið á tveggja ára fresti myndi það skila allt að auka 3,3 milljörðum punda í tekjur yfir fjögurra ára tímabil, heldur en ef mótið myndi halda sama sniði og nú. Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, og það suður-ameríska, CONMEBOL, hafa sett sig upp á móti hugmyndinni, en það afríska, CAF, hefur hins vegar sagst styðja hugmyndina. Nú hafa markahrókarnir Kylian Mbappé og Robert Lewandowski sagt sína skoðun á málinu. „Þetta er besta keppni í heimi,“ sagði Mbappé sem varð heimsmeistari með Frökkum árið 2018. „Ef þú heldur mótið á tveggja ára fresti þá fer það að verða venjulegur hlutur. Ég vill meina að þetta sé ekkert venjulegt. Þetta á að vera eitthvað alveg magnað.“ Auk þess að hafa áhyggjur af því að mótið myndi missa sjarmann sinn hefur Frakkinn ungi einnig áhyggjur af leikjaálaginu sem fylgir. „Við spilum meira en 60 leiki á ári. Við höfum EM, HM og Þjóðadeildina - hrikalega margar keppnir. Við erum auðvitað glaðir með það að spila, en þegar þetta er of mikið, þá er það allt of mikið. Við þurfum að ná endurheimt og halda ró okkar.“ „Ef fólk vill sjá gæði í leiknum, ástríðuna og það sem gerir fótbolta svona fallegan, þá held ég að við þurfum að bera virðingu fyrir heilsu leikmanna.“ Kylian Mbappé varð heimsmeistari með Frökkum árið 2018.Simon Stacpoole/Offside/Getty Images Robert Lewandowski, framherji Bayern München, tók í sama streng varðandi álag á leikmenn, en leikmennirnir ræddu þessi málefni á Globe knattspyrnuverðlaunahátíðinni. „Við spilum svo marga leiki á ári, og þetta eru svo margar erfiðar vikur, ekki bara leikirnir sjálfir heldur undirbúningstímabilið og undirbúningur fyrir stórmótin.“ „Ef að þú vilt bjóða upp á eitthvað einstakt, eitthvað öðruvísi, þá þurfum við að fá pásur. Ef við höldum HM á tveggja ára fresti þá vænti ég þess að gæðin muni minnka. Það er líkamlega og andlega ómögulegt að halda sömu gæðum,“ sagði Pólverjinn að lokum. FIFA Fótbolti Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ Sjá meira
Eins og áður hefur verið rætt og ritað um hefur Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA stungið upp á þeirri hugmynd að halfa HM í fótbolta á tveggja ára fresti í stað fjögurra. Sambandið sagði fulltrúum á leiðtogafundi FIFA frá því að ef HM yrði haldið á tveggja ára fresti myndi það skila allt að auka 3,3 milljörðum punda í tekjur yfir fjögurra ára tímabil, heldur en ef mótið myndi halda sama sniði og nú. Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, og það suður-ameríska, CONMEBOL, hafa sett sig upp á móti hugmyndinni, en það afríska, CAF, hefur hins vegar sagst styðja hugmyndina. Nú hafa markahrókarnir Kylian Mbappé og Robert Lewandowski sagt sína skoðun á málinu. „Þetta er besta keppni í heimi,“ sagði Mbappé sem varð heimsmeistari með Frökkum árið 2018. „Ef þú heldur mótið á tveggja ára fresti þá fer það að verða venjulegur hlutur. Ég vill meina að þetta sé ekkert venjulegt. Þetta á að vera eitthvað alveg magnað.“ Auk þess að hafa áhyggjur af því að mótið myndi missa sjarmann sinn hefur Frakkinn ungi einnig áhyggjur af leikjaálaginu sem fylgir. „Við spilum meira en 60 leiki á ári. Við höfum EM, HM og Þjóðadeildina - hrikalega margar keppnir. Við erum auðvitað glaðir með það að spila, en þegar þetta er of mikið, þá er það allt of mikið. Við þurfum að ná endurheimt og halda ró okkar.“ „Ef fólk vill sjá gæði í leiknum, ástríðuna og það sem gerir fótbolta svona fallegan, þá held ég að við þurfum að bera virðingu fyrir heilsu leikmanna.“ Kylian Mbappé varð heimsmeistari með Frökkum árið 2018.Simon Stacpoole/Offside/Getty Images Robert Lewandowski, framherji Bayern München, tók í sama streng varðandi álag á leikmenn, en leikmennirnir ræddu þessi málefni á Globe knattspyrnuverðlaunahátíðinni. „Við spilum svo marga leiki á ári, og þetta eru svo margar erfiðar vikur, ekki bara leikirnir sjálfir heldur undirbúningstímabilið og undirbúningur fyrir stórmótin.“ „Ef að þú vilt bjóða upp á eitthvað einstakt, eitthvað öðruvísi, þá þurfum við að fá pásur. Ef við höldum HM á tveggja ára fresti þá vænti ég þess að gæðin muni minnka. Það er líkamlega og andlega ómögulegt að halda sömu gæðum,“ sagði Pólverjinn að lokum.
FIFA Fótbolti Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ Sjá meira