Tæplega hundrað manns hafa tekið eigið líf á Covid-tímum Jakob Bjarnar skrifar 27. desember 2021 16:05 Miklu fleiri falla fyrir eigin hendi en farast úr Covid. En mikill munur er á því hvernig viðbrögð samfélagsins eru gagnvart þeirri staðreynd. vísir/vilhelm Á sama tíma og faraldurinn hefur dregið samtals 37 manns til dauða hafa tæplega hundrað manns tekið eigið líf og fleiri hundruð látist vegna fjölþættra afleiðinga fíknar. Þetta kemur fram í grein sem þau Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar og Sigrún Sigurðardóttir, dósent við HA og stjórnarkona í Geðhjálp, rita og birtist á Vísi nú fyrir stundu. Þar er varpað fram þeirri spurningu hvað valdi því að við sem samfélag tökum faraldurinn svo traustum tökum og raun ber vitni en látum þessa staðreynd sem áður er nefnd hjá líða. „Engir upplýsingafundir hafa verið haldnir, fá minnisblöð skrifuð, ekki efnt til markvissra mótvægisaðgerða né samfélagið stöðvað til þess að fyrirbyggja þau dauðsföll,“ segir í greininni. Covid-faraldurinn sé vissulega erfiður viðureignar og áskorun fyrir heilbrigðiskerfið en: „30 af þeim 37 sem hafa látist af völdum Covid voru eldri en 70 ára, 20 eldri en 80 ára og þrír yngri en 60 ára. Til samanburðar voru 35 af þeim 47 sem tóku eigið líf árið 2020 yngri en 60 ára. 17 voru yngri en 29 ára og þrír yngri en 18 ára.“ Sigrún Sigurðardóttir og Grímur Atlason.aðsend Grímur Atlason segist í samtali við Vísi ekki í nokkrum vafa um að þær aðgerðir sem hefur verið gripið til vegna Covid-faraldursins hafi haft neikvæð áhrif á geðheilsu fjölmargra og ekki þá síst þeirra sem yngri eru. Sem sé umhugsunarefni. „Ég er ekki að segja að það eigi ekki að bregðast við Covid-faraldrinum. En hins vegar verðum við að grípa til mótvægisaðgerða vegna geðheilsu þjóðarinnar sem ætti í raun að vera forgangsatriði rétt eins og það að setja fjármuni í efnahagslífið. Einangrun, óvissa, ótti … allt getur þetta stuðlað að eða ýtt undir geðrænar áskoranir. Og við því verðum við að bregðast. Mótvægisaðgerðirnar hafa verið svo takmarkaðar,“ segir Grímur. Á þessu línuriti frá Embætti landlæknis má sjá verulega aukingu í tíðni sjálfsvíga.skjáskot Geðheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Framtíð geðheilbrigðismála Á hverjum degi síðastliðna 22 mánuði hafa íslensk stjórnvöld birt tölulegar upplýsingar um Covid-faraldurinn. Hversu margir greinast, eru í sóttkví, eru inniliggjandi, eru á gjörgæslu, eru á öndunarvél og hafa látist. 27. desember 2021 15:54 Sjálfsvígum kvenna fjölgaði mikið á Covid-árinu 2020 Á síðasta ári sviptu 47 sig lífi á Ísland. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum sem Landlæknisembættið birti í dag en að meðaltali á árunum 2011 til 2020 hafa orðið 39 sjálfsvíg hér á landi. Sjálfsvígin voru 15 á meðal kvenna og 32 á meðal karla í fyrra. 16. júní 2021 15:38 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira
Þetta kemur fram í grein sem þau Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar og Sigrún Sigurðardóttir, dósent við HA og stjórnarkona í Geðhjálp, rita og birtist á Vísi nú fyrir stundu. Þar er varpað fram þeirri spurningu hvað valdi því að við sem samfélag tökum faraldurinn svo traustum tökum og raun ber vitni en látum þessa staðreynd sem áður er nefnd hjá líða. „Engir upplýsingafundir hafa verið haldnir, fá minnisblöð skrifuð, ekki efnt til markvissra mótvægisaðgerða né samfélagið stöðvað til þess að fyrirbyggja þau dauðsföll,“ segir í greininni. Covid-faraldurinn sé vissulega erfiður viðureignar og áskorun fyrir heilbrigðiskerfið en: „30 af þeim 37 sem hafa látist af völdum Covid voru eldri en 70 ára, 20 eldri en 80 ára og þrír yngri en 60 ára. Til samanburðar voru 35 af þeim 47 sem tóku eigið líf árið 2020 yngri en 60 ára. 17 voru yngri en 29 ára og þrír yngri en 18 ára.“ Sigrún Sigurðardóttir og Grímur Atlason.aðsend Grímur Atlason segist í samtali við Vísi ekki í nokkrum vafa um að þær aðgerðir sem hefur verið gripið til vegna Covid-faraldursins hafi haft neikvæð áhrif á geðheilsu fjölmargra og ekki þá síst þeirra sem yngri eru. Sem sé umhugsunarefni. „Ég er ekki að segja að það eigi ekki að bregðast við Covid-faraldrinum. En hins vegar verðum við að grípa til mótvægisaðgerða vegna geðheilsu þjóðarinnar sem ætti í raun að vera forgangsatriði rétt eins og það að setja fjármuni í efnahagslífið. Einangrun, óvissa, ótti … allt getur þetta stuðlað að eða ýtt undir geðrænar áskoranir. Og við því verðum við að bregðast. Mótvægisaðgerðirnar hafa verið svo takmarkaðar,“ segir Grímur. Á þessu línuriti frá Embætti landlæknis má sjá verulega aukingu í tíðni sjálfsvíga.skjáskot
Geðheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Framtíð geðheilbrigðismála Á hverjum degi síðastliðna 22 mánuði hafa íslensk stjórnvöld birt tölulegar upplýsingar um Covid-faraldurinn. Hversu margir greinast, eru í sóttkví, eru inniliggjandi, eru á gjörgæslu, eru á öndunarvél og hafa látist. 27. desember 2021 15:54 Sjálfsvígum kvenna fjölgaði mikið á Covid-árinu 2020 Á síðasta ári sviptu 47 sig lífi á Ísland. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum sem Landlæknisembættið birti í dag en að meðaltali á árunum 2011 til 2020 hafa orðið 39 sjálfsvíg hér á landi. Sjálfsvígin voru 15 á meðal kvenna og 32 á meðal karla í fyrra. 16. júní 2021 15:38 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira
Framtíð geðheilbrigðismála Á hverjum degi síðastliðna 22 mánuði hafa íslensk stjórnvöld birt tölulegar upplýsingar um Covid-faraldurinn. Hversu margir greinast, eru í sóttkví, eru inniliggjandi, eru á gjörgæslu, eru á öndunarvél og hafa látist. 27. desember 2021 15:54
Sjálfsvígum kvenna fjölgaði mikið á Covid-árinu 2020 Á síðasta ári sviptu 47 sig lífi á Ísland. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum sem Landlæknisembættið birti í dag en að meðaltali á árunum 2011 til 2020 hafa orðið 39 sjálfsvíg hér á landi. Sjálfsvígin voru 15 á meðal kvenna og 32 á meðal karla í fyrra. 16. júní 2021 15:38