Fyrstu orð Eriksen eftir að hjartað stöðvaðist: „Hvað í fjandanum gerðist?“ Sindri Sverrisson skrifar 27. desember 2021 16:00 Það tóku við taugatrekkjandi mínútur hjá öllum þeim sem sáu Christian Eriksen hníga niður á EM í sumar, ekki síst liðsfélögum hans sem mynduðu hring um hann á vellinum. Getty/Friedemann Vogel Liðsfélagar Christians Eriksen í danska landsliðinu í fótbolta veittu góða innsýn inn í það sem á gekk á Evrópumótinu í sumar í nýrri heimildarmynd DR um danska landsliðið. Í myndinni er að sjálfsögðu talsvert fjallað um það þegar Eriksen hneig niður vegna hjartastopps, í leik gegn Finnlandi á Parken í riðlakeppninni. „Þegar Christian vaknar segir hann eitthvað á borð við: „Hvað í fjandanum gerðist þarna?“,“ segir Joakim Mæhle sem er meðal þeirra sem tjá sig um atvikið. Mæhle sendi boltann á Eriksen úr innkasti, rétt áður en Eriksen hneig niður. „Ég stend þarna með boltann í höndunum og ætla að kasta á Christian og sé að hann fellur við, en þá hugsaði ég ekki meira um það því boltinn fór af hnénu hans. Þetta var undarleg sending frá honum en boltinn féll vel fyrir mig. Svo heyri ég fólkið á bakvið mig, því ég er alveg við áhorfendurna, hlæja smávegis því ég held að fólk hafi haldið að hann hafi dottið,“ sagði Mæhle sem af myndum að dæma var svo fljótur að átta sig á að eitthvað alvarlegt hefði gerst. „Ég lít aftur á Christian og sé í augunum að hann er alveg farinn, og hugsaði strax með mér að við þyrftum að fá hjálp,“ sagði Mæhle. Allt svart þegar sjúkraþjálfarinn sagði að Eriksen andaði ekki Hjálpin barst sem betur fer strax. Leikmenn mynduðu hring í kringum Eriksen en horfðu í aðra átt á meðan að læknar björguðu lífi hans. „Þegar Skjoldager [Morten Skjoldager, sjúkraþjálfari landsliðsins] segir að hann andi ekki, þá verður bara allt svart,“ sagði Mæhle hikandi. „Þegar Christian vaknar segir hann svo eitthvað á borð við: „Hvað í fjandanum gerðist þarna?“ Ég fann fyrir stórkostlegum létti við að heyra hann tala og vera nánast bara eins og hann sjálfur, eftir að hafa verið nýbúinn að sjá að hann gæti ekki andað. Ég hafði samt líka heyrt að menn gætu farið aftur í hjartastopp eða fengið áfall, svo ég var enn ekki viss um að allt væri hundrað prósent í lagi,“ sagði Mæhle. Eriksen fékk ígræddan bjargráð og mögulegt er að hann haldi áfram að spila fótbolta, þó að ekki verði það með Inter á Ítalíu en hann fékk samningi sínum við félagið rift fyrr í þessum mánuði. Reglur á Ítalíu banna að leikmenn spili með bjargráð. Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Í beinni: Ísland - Færeyjar | Leiðin á EM hefst „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjá meira
Í myndinni er að sjálfsögðu talsvert fjallað um það þegar Eriksen hneig niður vegna hjartastopps, í leik gegn Finnlandi á Parken í riðlakeppninni. „Þegar Christian vaknar segir hann eitthvað á borð við: „Hvað í fjandanum gerðist þarna?“,“ segir Joakim Mæhle sem er meðal þeirra sem tjá sig um atvikið. Mæhle sendi boltann á Eriksen úr innkasti, rétt áður en Eriksen hneig niður. „Ég stend þarna með boltann í höndunum og ætla að kasta á Christian og sé að hann fellur við, en þá hugsaði ég ekki meira um það því boltinn fór af hnénu hans. Þetta var undarleg sending frá honum en boltinn féll vel fyrir mig. Svo heyri ég fólkið á bakvið mig, því ég er alveg við áhorfendurna, hlæja smávegis því ég held að fólk hafi haldið að hann hafi dottið,“ sagði Mæhle sem af myndum að dæma var svo fljótur að átta sig á að eitthvað alvarlegt hefði gerst. „Ég lít aftur á Christian og sé í augunum að hann er alveg farinn, og hugsaði strax með mér að við þyrftum að fá hjálp,“ sagði Mæhle. Allt svart þegar sjúkraþjálfarinn sagði að Eriksen andaði ekki Hjálpin barst sem betur fer strax. Leikmenn mynduðu hring í kringum Eriksen en horfðu í aðra átt á meðan að læknar björguðu lífi hans. „Þegar Skjoldager [Morten Skjoldager, sjúkraþjálfari landsliðsins] segir að hann andi ekki, þá verður bara allt svart,“ sagði Mæhle hikandi. „Þegar Christian vaknar segir hann svo eitthvað á borð við: „Hvað í fjandanum gerðist þarna?“ Ég fann fyrir stórkostlegum létti við að heyra hann tala og vera nánast bara eins og hann sjálfur, eftir að hafa verið nýbúinn að sjá að hann gæti ekki andað. Ég hafði samt líka heyrt að menn gætu farið aftur í hjartastopp eða fengið áfall, svo ég var enn ekki viss um að allt væri hundrað prósent í lagi,“ sagði Mæhle. Eriksen fékk ígræddan bjargráð og mögulegt er að hann haldi áfram að spila fótbolta, þó að ekki verði það með Inter á Ítalíu en hann fékk samningi sínum við félagið rift fyrr í þessum mánuði. Reglur á Ítalíu banna að leikmenn spili með bjargráð.
Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Í beinni: Ísland - Færeyjar | Leiðin á EM hefst „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjá meira