Glæsilegt jólahús í Garðinum með þúsundum jólasveina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. desember 2021 20:05 Jólahjónin í Garðinum, Erla Vigdís Óskarsdóttir og Jónatan Ingimarsson. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það tók hjón í Garðinum í Suðurnesjabæ einn mánuð að koma jólaskrautinu sínu upp í húsi þeirra en þar eru þúsundir jólasveina og annað jólaskraut inni í húsinu. Þegar húsbóndinn klappar lófunum þá fer hluti af skrautinu í gang. Það eru ótrúlega mörg falleg jólahús á Íslandi en það er eitt í Garðinum í Suðurnesjabæ, sem er áberandi fallegt, sérstaklega þegar inn er komið Það lætur ekki mikið yfir sér að utan húsið við Gauksstaðaveg 2, jú aðeins jólaskreytt að utan, en þegar komið er inn, maður minn, þar eru allar vistaverur heimilisins meira og minna fullar af alls konar jólaskrauti. Það eru hjónin Erla Vigdís og Jónatan, sem eiga heiðurinn af jólahúsinu, enda bæði mikil jólabörn. Það tekur þau um mánuð að setja upp allt jólaskrautið fyrir hver jól en allt er komið á sinn stað á fyrsta í aðventu. En hvar hafa þau fengið allt jólaskrautið? „Ég kom með eitthvað, hann átti eitthvað og svo af nytjamörkuðum og svona, við höfum verið dugleg í því,“ segir Erla Vigdís og Jónatan bætir við. „Mikið af þessu hefur verið bilað og ég hef þá bara gert við það og svo er fólk að koma með skraut, það hangir kannski á hurðarhúninum þegar við komum heim, það er kannski eitthvað gamalt jóladót, sem fólk vill gefa okkur.“ Hjónin segja barnabörnin sín og aðra gesti, sem koma inn á heimilið oft verða agndofa þegar það sér jólahúsið og allt skrautið upp um alla veggi og í öllum hillum. Allar hillur og skúmaskot í húsinu eru fullar af jólaskrauti.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum mjög ánægð með þetta. Á meðan við höfum gaman af þessu þá er þetta í lagi, maður þarf að vera dálítið skrýtin líka, já léttgeggjaður, við erum það,“ segja þau og skellihlæja. „Þetta gefur okkur alveg helling, það er gaman að fá krakkana í heimsókn og skoða og svo er fólk að koma hérna mikið í götuna, keyra fram hjá og skoða utandyra og vilja jafnvel fá að komast inn og skoða, það fær það yfirleitt. Við læstum ekkert, fólk er velkomið,“ segir Erla Vigdís. Hreyfanlegu brúðurnar upp í einum glugganum í Litla Garðshorni eins og húsið heitir, vekja alltaf mikla lukku og þá er gaman að sjá þegar Jónatan klappar saman höndunum inni, þá hljómar lag og það snjóar inn í einu húsinu, ótrúlegt en dagsatt. Húsið, sem heitir Litla Garðshorn stendur við Gauksstaðaveg 2 í Garðinum í Suðurnesjabæ.Magnús Hlynur Hreiðarsson Suðurnesjabær Jól Skreytum hús Jólaskraut Jólasveinar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira
Það eru ótrúlega mörg falleg jólahús á Íslandi en það er eitt í Garðinum í Suðurnesjabæ, sem er áberandi fallegt, sérstaklega þegar inn er komið Það lætur ekki mikið yfir sér að utan húsið við Gauksstaðaveg 2, jú aðeins jólaskreytt að utan, en þegar komið er inn, maður minn, þar eru allar vistaverur heimilisins meira og minna fullar af alls konar jólaskrauti. Það eru hjónin Erla Vigdís og Jónatan, sem eiga heiðurinn af jólahúsinu, enda bæði mikil jólabörn. Það tekur þau um mánuð að setja upp allt jólaskrautið fyrir hver jól en allt er komið á sinn stað á fyrsta í aðventu. En hvar hafa þau fengið allt jólaskrautið? „Ég kom með eitthvað, hann átti eitthvað og svo af nytjamörkuðum og svona, við höfum verið dugleg í því,“ segir Erla Vigdís og Jónatan bætir við. „Mikið af þessu hefur verið bilað og ég hef þá bara gert við það og svo er fólk að koma með skraut, það hangir kannski á hurðarhúninum þegar við komum heim, það er kannski eitthvað gamalt jóladót, sem fólk vill gefa okkur.“ Hjónin segja barnabörnin sín og aðra gesti, sem koma inn á heimilið oft verða agndofa þegar það sér jólahúsið og allt skrautið upp um alla veggi og í öllum hillum. Allar hillur og skúmaskot í húsinu eru fullar af jólaskrauti.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum mjög ánægð með þetta. Á meðan við höfum gaman af þessu þá er þetta í lagi, maður þarf að vera dálítið skrýtin líka, já léttgeggjaður, við erum það,“ segja þau og skellihlæja. „Þetta gefur okkur alveg helling, það er gaman að fá krakkana í heimsókn og skoða og svo er fólk að koma hérna mikið í götuna, keyra fram hjá og skoða utandyra og vilja jafnvel fá að komast inn og skoða, það fær það yfirleitt. Við læstum ekkert, fólk er velkomið,“ segir Erla Vigdís. Hreyfanlegu brúðurnar upp í einum glugganum í Litla Garðshorni eins og húsið heitir, vekja alltaf mikla lukku og þá er gaman að sjá þegar Jónatan klappar saman höndunum inni, þá hljómar lag og það snjóar inn í einu húsinu, ótrúlegt en dagsatt. Húsið, sem heitir Litla Garðshorn stendur við Gauksstaðaveg 2 í Garðinum í Suðurnesjabæ.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Suðurnesjabær Jól Skreytum hús Jólaskraut Jólasveinar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira