Virkja sms-kerfi vegna óróa við Fagradalsfjall Árni Sæberg skrifar 26. desember 2021 17:34 Flogið yfir eldstöðvarnar í Fagradalsfjalli. vísir/rax Almannavarnir og lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafa virkjað sms-kerfi sem sendir smáskilaboð á fólk sem fer inn á fyrirframskilgreint svæði vegna jarðskjálfta sem hafnir eru á ný við Fagradalsfjall á Reykjanesi. Ekki er loku fyrir það skotið að skilaboð berist á fólk að óþörfu. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að ástæða virkjunar kerfisins sé að eldgos geti hafist með litlum fyrirvara. Komi til eldgoss verður textaskilaboðum breytt í beina aðvörun til þeirra sem eru á umræddu svæði. Þá segir að ekki sé hægt að útiloka að skilaboð bersit til fólks utan við skilgreint svæði og almenningur er beðinn um að hafa það í huga. Fréttastofu hafa borist ábendingar um að íbúar á Hellu fái skilaboð um að þeir séu nálægt virku eldstöðinni Heklu. Rétt er að árétta að ekkert óvissustig er í gildi vegna Heklu. Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, segir að um sé að ræða stríðni tækninnar þegar skilaboð berast á fólk sem er alls ekki nálægt Fagradalsfjalli. Ástæðan er sú að símar fólks virðast vera tengdir við farsímasenda löngu eftir að þeir yfirgáfu svæðið. Neyðarlínan, sem sér um smáskilaboðasendingar sem þessar, hafi kosið að hafa vaðið fyrir neðan sig og senda frekar skilaboð á fleiri en færri. „Við teljum okkur með þessu vera að ávarpa fleiri af þeim sem gætu hugsanlega verið í hættu. Og lítum á það sem minniháttar tjón þó við truflum einn og einn,“ segir Tómas. Að lokum varar lögreglustjórinn á Suðurnesjum fólk við því að fara í göngu um gosstöðvarnar á meðan óvissa ríkir. Almannavarnir Lögreglan Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
Í tilkynningu frá lögreglunni segir að ástæða virkjunar kerfisins sé að eldgos geti hafist með litlum fyrirvara. Komi til eldgoss verður textaskilaboðum breytt í beina aðvörun til þeirra sem eru á umræddu svæði. Þá segir að ekki sé hægt að útiloka að skilaboð bersit til fólks utan við skilgreint svæði og almenningur er beðinn um að hafa það í huga. Fréttastofu hafa borist ábendingar um að íbúar á Hellu fái skilaboð um að þeir séu nálægt virku eldstöðinni Heklu. Rétt er að árétta að ekkert óvissustig er í gildi vegna Heklu. Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, segir að um sé að ræða stríðni tækninnar þegar skilaboð berast á fólk sem er alls ekki nálægt Fagradalsfjalli. Ástæðan er sú að símar fólks virðast vera tengdir við farsímasenda löngu eftir að þeir yfirgáfu svæðið. Neyðarlínan, sem sér um smáskilaboðasendingar sem þessar, hafi kosið að hafa vaðið fyrir neðan sig og senda frekar skilaboð á fleiri en færri. „Við teljum okkur með þessu vera að ávarpa fleiri af þeim sem gætu hugsanlega verið í hættu. Og lítum á það sem minniháttar tjón þó við truflum einn og einn,“ segir Tómas. Að lokum varar lögreglustjórinn á Suðurnesjum fólk við því að fara í göngu um gosstöðvarnar á meðan óvissa ríkir.
Almannavarnir Lögreglan Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira