Rúmlega hundrað þúsund nýsmitaðir í fyrsta sinn Samúel Karl Ólason skrifar 26. desember 2021 17:07 Mikið álag er á gjörgæslum í Frakklandi. AP/Daniel Cole Yfirvöld í Frakklandi tilkynntu í dag að rúmlega hundrað þúsund Frakkar hefðu greinst smitaðir af Covid-19 þar í landi í gær. Er það í fyrsta sinn sem faraldur kórónuveirunnar nær þessum hæðum í Frakkland. Samhliða gífurlegri fjölgun nýsmitaðra í Frakklandi hafa innlagnir þar tvöfaldast á einum mánuði. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að rúmlega einn af hverjum hundrað hafi greinst smitaður af Covid-19 á svæðinu í kringum París á undanfarinni viku. Flestir nýsmitaðir smitast af ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar og er búist við því að það verði ráðandi í Frakklandi á næstu dögum. Delta-afbrigðið hefur sömuleiðis verið í mikilli dreifingu í Frakklandi og hefur mikið álag á gjörgæslum í landinu um jólin verið rakið til þess. Undanfarna viku hafa rúmlega þúsund manns dáið vegna veirunnar. Heildardauðsföll vegna Covid-19 í Frakklandi eru rúm 122 þúsund. Útlit er fyrir að ómíkron-afbrigðið valdi mildari einkennum og færri dauðsföllum. Á móti kemur að það virðist smitast auðveldar manna á milli og er líklegra til að komast hjá þeim vörnum sem bóluefni veita gegn smiti. Bóluefni draga áfram úr alvarlegum veikindum. Ríkisstjórn Emmanuels Macron, forseta, mun halda neyðarfund á morgun til að ræða næstu skref í sóttvörnum í Frakklandi. Menntamálaráðherra landsins hefur þó sagt að ekki standi til að fresta því að opna skóla eftir jólafrí. Sagt er frá því í frétt France24 að ákvörðun hafi verið tekin um að stytta tímann fyrir aukabólusetningar Frakka. Þeir muni geta fengið aukaskammt eftir þrjá mánuði í stað fimm. Það er vegna þess að aukaskammtur bóluefna er sagður veita töluvert mikla vörn gegn ómíkron í einn til tvo mánuði. Þá stendur einnig til að fara að gefa táningum sem eru í áhættuhópum aukaskammta. Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Franska forsetafrúin ætlar í mál vegna kenningar um að hún sé trans Brigitte Macron, forsetafrú Frakklands, ætlar að leita réttar síns vegna samsæriskenningar, sem gengið hefur um á netinu, um að hún sé trans. 22. desember 2021 15:35 Frakkar gera ráð fyrir allt að 100 þúsund greiningum á dag Olivier Veran, heilbrigðisráðherra Frakklands, segir mögulegt að brátt muni 100 þúsund einstaklingar greinast daglega með Covid-19 í landinu en fjöldinn er nú í kringum 70 þúsund. 22. desember 2021 09:57 Hvert Evrópuríkið á fætur öðru skellir í lás fyrir jólin Hvert Evrópuríkið á fætur öðru grípur til hertra sóttvarnaaðgerða fyrir jólin vegna þess að ómíkron afbrigði kórónuveirunnar dreifir sér með leifturhraða um álfuna. 18. desember 2021 13:40 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Sjá meira
Samhliða gífurlegri fjölgun nýsmitaðra í Frakklandi hafa innlagnir þar tvöfaldast á einum mánuði. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að rúmlega einn af hverjum hundrað hafi greinst smitaður af Covid-19 á svæðinu í kringum París á undanfarinni viku. Flestir nýsmitaðir smitast af ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar og er búist við því að það verði ráðandi í Frakklandi á næstu dögum. Delta-afbrigðið hefur sömuleiðis verið í mikilli dreifingu í Frakklandi og hefur mikið álag á gjörgæslum í landinu um jólin verið rakið til þess. Undanfarna viku hafa rúmlega þúsund manns dáið vegna veirunnar. Heildardauðsföll vegna Covid-19 í Frakklandi eru rúm 122 þúsund. Útlit er fyrir að ómíkron-afbrigðið valdi mildari einkennum og færri dauðsföllum. Á móti kemur að það virðist smitast auðveldar manna á milli og er líklegra til að komast hjá þeim vörnum sem bóluefni veita gegn smiti. Bóluefni draga áfram úr alvarlegum veikindum. Ríkisstjórn Emmanuels Macron, forseta, mun halda neyðarfund á morgun til að ræða næstu skref í sóttvörnum í Frakklandi. Menntamálaráðherra landsins hefur þó sagt að ekki standi til að fresta því að opna skóla eftir jólafrí. Sagt er frá því í frétt France24 að ákvörðun hafi verið tekin um að stytta tímann fyrir aukabólusetningar Frakka. Þeir muni geta fengið aukaskammt eftir þrjá mánuði í stað fimm. Það er vegna þess að aukaskammtur bóluefna er sagður veita töluvert mikla vörn gegn ómíkron í einn til tvo mánuði. Þá stendur einnig til að fara að gefa táningum sem eru í áhættuhópum aukaskammta.
Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Franska forsetafrúin ætlar í mál vegna kenningar um að hún sé trans Brigitte Macron, forsetafrú Frakklands, ætlar að leita réttar síns vegna samsæriskenningar, sem gengið hefur um á netinu, um að hún sé trans. 22. desember 2021 15:35 Frakkar gera ráð fyrir allt að 100 þúsund greiningum á dag Olivier Veran, heilbrigðisráðherra Frakklands, segir mögulegt að brátt muni 100 þúsund einstaklingar greinast daglega með Covid-19 í landinu en fjöldinn er nú í kringum 70 þúsund. 22. desember 2021 09:57 Hvert Evrópuríkið á fætur öðru skellir í lás fyrir jólin Hvert Evrópuríkið á fætur öðru grípur til hertra sóttvarnaaðgerða fyrir jólin vegna þess að ómíkron afbrigði kórónuveirunnar dreifir sér með leifturhraða um álfuna. 18. desember 2021 13:40 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Sjá meira
Franska forsetafrúin ætlar í mál vegna kenningar um að hún sé trans Brigitte Macron, forsetafrú Frakklands, ætlar að leita réttar síns vegna samsæriskenningar, sem gengið hefur um á netinu, um að hún sé trans. 22. desember 2021 15:35
Frakkar gera ráð fyrir allt að 100 þúsund greiningum á dag Olivier Veran, heilbrigðisráðherra Frakklands, segir mögulegt að brátt muni 100 þúsund einstaklingar greinast daglega með Covid-19 í landinu en fjöldinn er nú í kringum 70 þúsund. 22. desember 2021 09:57
Hvert Evrópuríkið á fætur öðru skellir í lás fyrir jólin Hvert Evrópuríkið á fætur öðru grípur til hertra sóttvarnaaðgerða fyrir jólin vegna þess að ómíkron afbrigði kórónuveirunnar dreifir sér með leifturhraða um álfuna. 18. desember 2021 13:40