Rúmlega hundrað þúsund nýsmitaðir í fyrsta sinn Samúel Karl Ólason skrifar 26. desember 2021 17:07 Mikið álag er á gjörgæslum í Frakklandi. AP/Daniel Cole Yfirvöld í Frakklandi tilkynntu í dag að rúmlega hundrað þúsund Frakkar hefðu greinst smitaðir af Covid-19 þar í landi í gær. Er það í fyrsta sinn sem faraldur kórónuveirunnar nær þessum hæðum í Frakkland. Samhliða gífurlegri fjölgun nýsmitaðra í Frakklandi hafa innlagnir þar tvöfaldast á einum mánuði. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að rúmlega einn af hverjum hundrað hafi greinst smitaður af Covid-19 á svæðinu í kringum París á undanfarinni viku. Flestir nýsmitaðir smitast af ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar og er búist við því að það verði ráðandi í Frakklandi á næstu dögum. Delta-afbrigðið hefur sömuleiðis verið í mikilli dreifingu í Frakklandi og hefur mikið álag á gjörgæslum í landinu um jólin verið rakið til þess. Undanfarna viku hafa rúmlega þúsund manns dáið vegna veirunnar. Heildardauðsföll vegna Covid-19 í Frakklandi eru rúm 122 þúsund. Útlit er fyrir að ómíkron-afbrigðið valdi mildari einkennum og færri dauðsföllum. Á móti kemur að það virðist smitast auðveldar manna á milli og er líklegra til að komast hjá þeim vörnum sem bóluefni veita gegn smiti. Bóluefni draga áfram úr alvarlegum veikindum. Ríkisstjórn Emmanuels Macron, forseta, mun halda neyðarfund á morgun til að ræða næstu skref í sóttvörnum í Frakklandi. Menntamálaráðherra landsins hefur þó sagt að ekki standi til að fresta því að opna skóla eftir jólafrí. Sagt er frá því í frétt France24 að ákvörðun hafi verið tekin um að stytta tímann fyrir aukabólusetningar Frakka. Þeir muni geta fengið aukaskammt eftir þrjá mánuði í stað fimm. Það er vegna þess að aukaskammtur bóluefna er sagður veita töluvert mikla vörn gegn ómíkron í einn til tvo mánuði. Þá stendur einnig til að fara að gefa táningum sem eru í áhættuhópum aukaskammta. Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Franska forsetafrúin ætlar í mál vegna kenningar um að hún sé trans Brigitte Macron, forsetafrú Frakklands, ætlar að leita réttar síns vegna samsæriskenningar, sem gengið hefur um á netinu, um að hún sé trans. 22. desember 2021 15:35 Frakkar gera ráð fyrir allt að 100 þúsund greiningum á dag Olivier Veran, heilbrigðisráðherra Frakklands, segir mögulegt að brátt muni 100 þúsund einstaklingar greinast daglega með Covid-19 í landinu en fjöldinn er nú í kringum 70 þúsund. 22. desember 2021 09:57 Hvert Evrópuríkið á fætur öðru skellir í lás fyrir jólin Hvert Evrópuríkið á fætur öðru grípur til hertra sóttvarnaaðgerða fyrir jólin vegna þess að ómíkron afbrigði kórónuveirunnar dreifir sér með leifturhraða um álfuna. 18. desember 2021 13:40 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sjá meira
Samhliða gífurlegri fjölgun nýsmitaðra í Frakklandi hafa innlagnir þar tvöfaldast á einum mánuði. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að rúmlega einn af hverjum hundrað hafi greinst smitaður af Covid-19 á svæðinu í kringum París á undanfarinni viku. Flestir nýsmitaðir smitast af ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar og er búist við því að það verði ráðandi í Frakklandi á næstu dögum. Delta-afbrigðið hefur sömuleiðis verið í mikilli dreifingu í Frakklandi og hefur mikið álag á gjörgæslum í landinu um jólin verið rakið til þess. Undanfarna viku hafa rúmlega þúsund manns dáið vegna veirunnar. Heildardauðsföll vegna Covid-19 í Frakklandi eru rúm 122 þúsund. Útlit er fyrir að ómíkron-afbrigðið valdi mildari einkennum og færri dauðsföllum. Á móti kemur að það virðist smitast auðveldar manna á milli og er líklegra til að komast hjá þeim vörnum sem bóluefni veita gegn smiti. Bóluefni draga áfram úr alvarlegum veikindum. Ríkisstjórn Emmanuels Macron, forseta, mun halda neyðarfund á morgun til að ræða næstu skref í sóttvörnum í Frakklandi. Menntamálaráðherra landsins hefur þó sagt að ekki standi til að fresta því að opna skóla eftir jólafrí. Sagt er frá því í frétt France24 að ákvörðun hafi verið tekin um að stytta tímann fyrir aukabólusetningar Frakka. Þeir muni geta fengið aukaskammt eftir þrjá mánuði í stað fimm. Það er vegna þess að aukaskammtur bóluefna er sagður veita töluvert mikla vörn gegn ómíkron í einn til tvo mánuði. Þá stendur einnig til að fara að gefa táningum sem eru í áhættuhópum aukaskammta.
Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Franska forsetafrúin ætlar í mál vegna kenningar um að hún sé trans Brigitte Macron, forsetafrú Frakklands, ætlar að leita réttar síns vegna samsæriskenningar, sem gengið hefur um á netinu, um að hún sé trans. 22. desember 2021 15:35 Frakkar gera ráð fyrir allt að 100 þúsund greiningum á dag Olivier Veran, heilbrigðisráðherra Frakklands, segir mögulegt að brátt muni 100 þúsund einstaklingar greinast daglega með Covid-19 í landinu en fjöldinn er nú í kringum 70 þúsund. 22. desember 2021 09:57 Hvert Evrópuríkið á fætur öðru skellir í lás fyrir jólin Hvert Evrópuríkið á fætur öðru grípur til hertra sóttvarnaaðgerða fyrir jólin vegna þess að ómíkron afbrigði kórónuveirunnar dreifir sér með leifturhraða um álfuna. 18. desember 2021 13:40 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sjá meira
Franska forsetafrúin ætlar í mál vegna kenningar um að hún sé trans Brigitte Macron, forsetafrú Frakklands, ætlar að leita réttar síns vegna samsæriskenningar, sem gengið hefur um á netinu, um að hún sé trans. 22. desember 2021 15:35
Frakkar gera ráð fyrir allt að 100 þúsund greiningum á dag Olivier Veran, heilbrigðisráðherra Frakklands, segir mögulegt að brátt muni 100 þúsund einstaklingar greinast daglega með Covid-19 í landinu en fjöldinn er nú í kringum 70 þúsund. 22. desember 2021 09:57
Hvert Evrópuríkið á fætur öðru skellir í lás fyrir jólin Hvert Evrópuríkið á fætur öðru grípur til hertra sóttvarnaaðgerða fyrir jólin vegna þess að ómíkron afbrigði kórónuveirunnar dreifir sér með leifturhraða um álfuna. 18. desember 2021 13:40