„Mönnunin er Akkilesar-hællinn“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. desember 2021 11:56 Alma Möller er landlæknir. Vísir/Vilhelm Alma Möller landlæknir segir að um fjörutíu starfsmenn Landspítalans séu í einangrun vegna Covid-19. Mönnun spítalans er að hennar sögn Akkilesar-hællinn og verið er að leita allra leið til að létta álagi af Landspítalanum. Þríeykið sneri aftur á skjái landsmanna á upplýsingafundi Almannavarna sem haldinn var í dag. Þar fóru Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma yfir stöðuna vegna Covid-19, en metfjöldi smita greindist í gær. Omíkron-afbrigðið er að taka yfir. Alma fór yfir sviðið hvað varðar Landspítalann og sagði hún að tölur frá Danmörku gæfu til kynna að veikindi vegna omíkron væru minni, og innlagningarhlutfall á heilbrigðisstofnanir þar í landi væru lægri, sem stendur. Allar legudeildir nema Covid-legudeildin fullar, og vel það Álagið á Landspítalann væri hins vegar mikið sem ekki væri hægt að kenna Covid eingöngu um. „Allar legudeildir nema Covid-legudeildin eru fullar og vel það. Mikið hefur verið að gera á gjörgæsludeildunum síðustu vikurnar þrátt fyrir að álag af völdum Covid verið viðráðanlegt. Þá hefur staðan á bráðamóttökunni verið óásættanleg til lengri tíma,“ sagði Alma. Ýmislegt hafi verið gert til að bæta stöðuna, verið væri að fjölga legurýmum og hjúkrunarrýmum svo dæmmi séu tekin. Engu að síður væri staðan þung á Landspítalanum. „Þessi þunga staða á Landspítalanum er uppi þrátt fyrir að allt hafi verið gert til að bæta viðnámsþrótt heilbrigðiskerfisins. Þess vegna höfum við áhyggjur af þessari stóru bylgju af omíkron-smitum. Ef smitin verða mörg má búast við auknum fjölda innlagna,“ sagði Alma. Verið væri að leita allra leiða til að undirbúa kerfið undir slíka stöðu. Þar væri lykilatriði að styrkja Covid-göngudeildina, meðal annars með sjálfvirknivæðingu til að létta á álagi á starfsfólki. Þá væri verið að skoða aukna aðkomu annarra heilbrigðisstofnaa við að taka við sjúklingum frá Landspítalanum. Alma var einnig spurð út í mönnunarstöðu Landspítalans, í ljósi mikillar fjölgunar þeirra sem greinst hafa með Covid-19 að undanförnu. „Auðvitað þegar samfélagslegt smit er svona útbreitt þá kemur það niður á starfsfólki Landspítalans eins og annars staðar. Núna eru tæplega 40 í einangrun af starfsfólkinu og eitthvað álíka í sóttkví en gæti átt eftir að fjölga,“ sagði Alma. „Mönnunin er Akkilesar-hællinn. Þess vegna er verið að leita allra leiða til að létta álagi af Landspítalanum til að sjálfvirknivæða vinnuna á Covid-göngudeildinna. Síðan kemur til álita að flytja sjúklinga annað.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Neyðumst til að bregðast við breyttum eiginleikum veirunnar Kórónuveirufaraldurinn er og hefur verið óútreiknanlegur, sem hefur neytt yfirvöld til að aðlaga sóttvarnaaðgerðir að nýjum eiginleikum veirunnar. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi rétt í þessu. 23. desember 2021 11:27 443 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 443 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei áður hafa svo margir greinst með kórónuveiruna hér á landi á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. 23. desember 2021 10:58 Kári segir Willum hafa gert mikil mistök Heilbrigðisráðherra varð á mikil mistök með því að veita undaþágur til vínveitingastaða í aðdraganda jólanna að mati Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Í morgun fékk Íslensk erfðagreining send 518 sýni til raðgreiningar. 23. desember 2021 10:01 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Þríeykið sneri aftur á skjái landsmanna á upplýsingafundi Almannavarna sem haldinn var í dag. Þar fóru Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma yfir stöðuna vegna Covid-19, en metfjöldi smita greindist í gær. Omíkron-afbrigðið er að taka yfir. Alma fór yfir sviðið hvað varðar Landspítalann og sagði hún að tölur frá Danmörku gæfu til kynna að veikindi vegna omíkron væru minni, og innlagningarhlutfall á heilbrigðisstofnanir þar í landi væru lægri, sem stendur. Allar legudeildir nema Covid-legudeildin fullar, og vel það Álagið á Landspítalann væri hins vegar mikið sem ekki væri hægt að kenna Covid eingöngu um. „Allar legudeildir nema Covid-legudeildin eru fullar og vel það. Mikið hefur verið að gera á gjörgæsludeildunum síðustu vikurnar þrátt fyrir að álag af völdum Covid verið viðráðanlegt. Þá hefur staðan á bráðamóttökunni verið óásættanleg til lengri tíma,“ sagði Alma. Ýmislegt hafi verið gert til að bæta stöðuna, verið væri að fjölga legurýmum og hjúkrunarrýmum svo dæmmi séu tekin. Engu að síður væri staðan þung á Landspítalanum. „Þessi þunga staða á Landspítalanum er uppi þrátt fyrir að allt hafi verið gert til að bæta viðnámsþrótt heilbrigðiskerfisins. Þess vegna höfum við áhyggjur af þessari stóru bylgju af omíkron-smitum. Ef smitin verða mörg má búast við auknum fjölda innlagna,“ sagði Alma. Verið væri að leita allra leiða til að undirbúa kerfið undir slíka stöðu. Þar væri lykilatriði að styrkja Covid-göngudeildina, meðal annars með sjálfvirknivæðingu til að létta á álagi á starfsfólki. Þá væri verið að skoða aukna aðkomu annarra heilbrigðisstofnaa við að taka við sjúklingum frá Landspítalanum. Alma var einnig spurð út í mönnunarstöðu Landspítalans, í ljósi mikillar fjölgunar þeirra sem greinst hafa með Covid-19 að undanförnu. „Auðvitað þegar samfélagslegt smit er svona útbreitt þá kemur það niður á starfsfólki Landspítalans eins og annars staðar. Núna eru tæplega 40 í einangrun af starfsfólkinu og eitthvað álíka í sóttkví en gæti átt eftir að fjölga,“ sagði Alma. „Mönnunin er Akkilesar-hællinn. Þess vegna er verið að leita allra leiða til að létta álagi af Landspítalanum til að sjálfvirknivæða vinnuna á Covid-göngudeildinna. Síðan kemur til álita að flytja sjúklinga annað.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Neyðumst til að bregðast við breyttum eiginleikum veirunnar Kórónuveirufaraldurinn er og hefur verið óútreiknanlegur, sem hefur neytt yfirvöld til að aðlaga sóttvarnaaðgerðir að nýjum eiginleikum veirunnar. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi rétt í þessu. 23. desember 2021 11:27 443 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 443 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei áður hafa svo margir greinst með kórónuveiruna hér á landi á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. 23. desember 2021 10:58 Kári segir Willum hafa gert mikil mistök Heilbrigðisráðherra varð á mikil mistök með því að veita undaþágur til vínveitingastaða í aðdraganda jólanna að mati Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Í morgun fékk Íslensk erfðagreining send 518 sýni til raðgreiningar. 23. desember 2021 10:01 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Neyðumst til að bregðast við breyttum eiginleikum veirunnar Kórónuveirufaraldurinn er og hefur verið óútreiknanlegur, sem hefur neytt yfirvöld til að aðlaga sóttvarnaaðgerðir að nýjum eiginleikum veirunnar. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi rétt í þessu. 23. desember 2021 11:27
443 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 443 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei áður hafa svo margir greinst með kórónuveiruna hér á landi á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. 23. desember 2021 10:58
Kári segir Willum hafa gert mikil mistök Heilbrigðisráðherra varð á mikil mistök með því að veita undaþágur til vínveitingastaða í aðdraganda jólanna að mati Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Í morgun fékk Íslensk erfðagreining send 518 sýni til raðgreiningar. 23. desember 2021 10:01