Í kvöld fékk Napoli heimsókn frá Spezia og þar var aðeins eitt mark skorað. Það gerði Juan Jesus, varnarmaður Napoli, en því miður fyrir heimamenn setti hann boltann í eigið net.
0-1 sigur Spezia því niðurstaðan.
Á sama tíma var AC Milan í heimsókn hjá Empoli sem hafði verið á mikilli siglingu í deildinni þegar kom að leik kvöldsins.
Franck Kessie, miðjumaður AC Milan, var í miklum gír í fyrri hálfleik og skoraði tvö mörk og staðn í leikhléi 1-2 fyrir AC Milan.
Bakverðirnir Alessandro Florenzi og Theo Hernandez sáu um að koma AC Milan í 1-4 forystu áður Andrea Pinamonti klóraði í bakkann fyrir Empoli á lokamínútum leiksins. Lokatölur 2-4.
AC Milan lyfti sér þar með upp fyrir Napoli í 2.sæti deildarinnar þar sem þeir eru fjórum stigum á eftir nágrönnum sínum í Inter.