Mark frá bakverðinum hollenska, Denzel Dumfries, eftir hálftíma leik nægði Inter til að leggja Torino að velli í tilþrifalitlum leik.
Á sama tíma gerðu lærisveinar Jose Mourinho í Roma 1-1 jafntefli við Sampdoria þar sem Eldor Shomurodov og Manolo Gabbiadini voru á skotskónum.
Sama niðurstaða varð í Verona þar sem Hellas Verona var með Fiorentina í heimsókn. Giovanni Simeone kom heimamönnum í forystu áður en Gaetano Castrovilli jafnaði metin fyrir Fiorentina.