Brúneggjamálinu vísað frá dómi Jakob Bjarnar skrifar 22. desember 2021 16:13 Ekki er víst að málinu sé lokið þó héraðsdómur hafi vísað máli eigenda Brúneggja frá en þeir óskuðu eftir því að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta í mars 2017, eftir að umfjöllun um slæman aðbúnað hænsna fyrirtækisins birtist í Kastljósi í lok árs 2016. Vísir/Getty Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað máli tveggja helstu hluthafa í Brúnegg ehf gegn Ríkisútvarpinu og MAST frá dómi. Bali ehf og Geysir – fjárfestingarfélag ehf. höfðuðu mál gegn Ríkisútvarpinu og Matvælastofnun, þá til viðurkenningar á skaðabótaskyldu gegn sér vegna tjóns sem Brúnegg ehf og eftir atvikum þeir sjálfir hafi mátt þola sökum undirbúnings, ummæla og umfjöllunar um málefni Brúneggja ehf. í fréttaskýringaþættinum Kastljós. Og til heimtu málskostnaðar. Dómarinn féllst á frávísunarkröfu RÚV og MAST Í Kastljósþætti í nóvember 2016 kom fram að eggjaframleiðandinn Brúnegg ehf. hefði blekkt neytendur á sama tíma og fyrirtækið stóð frammi fyrir vörslusviptingaraðgerð Matvælastofnunar á hænum í eigu fyrirtækisins. Á umbúðum eggja sem framleidd eru af fyrirtækinu er tekið fram að velferð dýranna séu í hávegum höfð, þrátt fyrir að svo sé ekki. Málið vakti mikla athygli og var til umfjöllunar í fjölmiðlum, bæði að efni til og svo eftirmálar. Brúnegg ehf voru tekin til gjaldþrotaskipta í mars árið 2017, nokkrum mánuðum eftir umfjöllun Kastljóss um fyrirtækið, þar sem margar verslanir og verslanakeðjur tóku eggin úr sölu hjá sér í kjölfar umfjöllunar Kastljóss. Sem eru talsverð umskipti því 2015 nam hagnaður Brúneggja 41,8 milljónum króna. Héraðsdómur féllst hins vegar á frávísunarkröfu stefndu og vísaði málinu frá dómi. Bali ehf. og Geysir fjárfestingarfélag ehf er gert að greiða sameiginlega stefndu, það eru Ríkisútvarpinu ohf og Matvælastofnun, hvorum um sig 400 þúsund krónur í málskostnað. Þau hjá Ríkisútvarpinu fagna niðurstöðunni og bíða átekta Þegar málið kom upp tjáði Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kastljóss sig um stefnuna og sagðist ekki hafa af því þungar áhyggjur. Málið hafi verið vel unnið og öll gögn séu enn til staðar til að styðja það sem þar hafi komið fram. Þóra Arnórsdóttir hafði ekki þungar áhyggjur af málarekstrinum þegar stefnan kom fram en sá hins vegar eftir tímanum sem færi í að verjast.EPA „En þetta eru nokkrar vikur af vinnu fyrir okkur. Við gerum ekkert annað á meðan. Við framleiðum ekki fréttir á meðan,“ sagði Þóra þá um málareksturinn. Vísir náði ekki í Þóru nú vegna niðurstöðunnar í málinu, hún er stödd á Grænlandi en Margrét Magnúsdóttir skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins sagði að stofnunin fagnaði niðurstöðunni. Þau hjá RÚV ætli nú að bíða og sjá hvað þeir sem stefndu geri, hvort þeir áfrýi til Landsréttar. Þó málskostnaður sé ekki metinn hár af dómara liggi ekkert fyrir um hvort þeim lið verði áfrýjað af hálfu Ríkisútvarpsins. Dómsmál Fjölmiðlar Neytendur Ríkisútvarpið Matur Brúneggjamálið Tengdar fréttir Sýknaður en situr uppi með lögfræðikostnað Helgi Seljan og RÚV voru sótt til saka af manni sem var ósáttur við ummæli fyrrverandi eiginkonu hans sem féllu í Kastljósþætti í ágúst 2015. Helgi segir dóminn að efni til fagnaðarefni en dómaframkvæmdin er áhyggjuefni. 17. desember 2021 16:29 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Bali ehf og Geysir – fjárfestingarfélag ehf. höfðuðu mál gegn Ríkisútvarpinu og Matvælastofnun, þá til viðurkenningar á skaðabótaskyldu gegn sér vegna tjóns sem Brúnegg ehf og eftir atvikum þeir sjálfir hafi mátt þola sökum undirbúnings, ummæla og umfjöllunar um málefni Brúneggja ehf. í fréttaskýringaþættinum Kastljós. Og til heimtu málskostnaðar. Dómarinn féllst á frávísunarkröfu RÚV og MAST Í Kastljósþætti í nóvember 2016 kom fram að eggjaframleiðandinn Brúnegg ehf. hefði blekkt neytendur á sama tíma og fyrirtækið stóð frammi fyrir vörslusviptingaraðgerð Matvælastofnunar á hænum í eigu fyrirtækisins. Á umbúðum eggja sem framleidd eru af fyrirtækinu er tekið fram að velferð dýranna séu í hávegum höfð, þrátt fyrir að svo sé ekki. Málið vakti mikla athygli og var til umfjöllunar í fjölmiðlum, bæði að efni til og svo eftirmálar. Brúnegg ehf voru tekin til gjaldþrotaskipta í mars árið 2017, nokkrum mánuðum eftir umfjöllun Kastljóss um fyrirtækið, þar sem margar verslanir og verslanakeðjur tóku eggin úr sölu hjá sér í kjölfar umfjöllunar Kastljóss. Sem eru talsverð umskipti því 2015 nam hagnaður Brúneggja 41,8 milljónum króna. Héraðsdómur féllst hins vegar á frávísunarkröfu stefndu og vísaði málinu frá dómi. Bali ehf. og Geysir fjárfestingarfélag ehf er gert að greiða sameiginlega stefndu, það eru Ríkisútvarpinu ohf og Matvælastofnun, hvorum um sig 400 þúsund krónur í málskostnað. Þau hjá Ríkisútvarpinu fagna niðurstöðunni og bíða átekta Þegar málið kom upp tjáði Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kastljóss sig um stefnuna og sagðist ekki hafa af því þungar áhyggjur. Málið hafi verið vel unnið og öll gögn séu enn til staðar til að styðja það sem þar hafi komið fram. Þóra Arnórsdóttir hafði ekki þungar áhyggjur af málarekstrinum þegar stefnan kom fram en sá hins vegar eftir tímanum sem færi í að verjast.EPA „En þetta eru nokkrar vikur af vinnu fyrir okkur. Við gerum ekkert annað á meðan. Við framleiðum ekki fréttir á meðan,“ sagði Þóra þá um málareksturinn. Vísir náði ekki í Þóru nú vegna niðurstöðunnar í málinu, hún er stödd á Grænlandi en Margrét Magnúsdóttir skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins sagði að stofnunin fagnaði niðurstöðunni. Þau hjá RÚV ætli nú að bíða og sjá hvað þeir sem stefndu geri, hvort þeir áfrýi til Landsréttar. Þó málskostnaður sé ekki metinn hár af dómara liggi ekkert fyrir um hvort þeim lið verði áfrýjað af hálfu Ríkisútvarpsins.
Dómsmál Fjölmiðlar Neytendur Ríkisútvarpið Matur Brúneggjamálið Tengdar fréttir Sýknaður en situr uppi með lögfræðikostnað Helgi Seljan og RÚV voru sótt til saka af manni sem var ósáttur við ummæli fyrrverandi eiginkonu hans sem féllu í Kastljósþætti í ágúst 2015. Helgi segir dóminn að efni til fagnaðarefni en dómaframkvæmdin er áhyggjuefni. 17. desember 2021 16:29 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Sýknaður en situr uppi með lögfræðikostnað Helgi Seljan og RÚV voru sótt til saka af manni sem var ósáttur við ummæli fyrrverandi eiginkonu hans sem féllu í Kastljósþætti í ágúst 2015. Helgi segir dóminn að efni til fagnaðarefni en dómaframkvæmdin er áhyggjuefni. 17. desember 2021 16:29