Moise Kean kom Juventus yfir gegn Cagliari fimm mínútum fyrir hálfleik og staðan var því 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja.
Federico Bernardeschi tvöfaldaði forystu heimamanna á 83. mínútu og tryggði Juventus þar með 2-0 sigur.
Juventus er nú í fimmta sæti ítöslku deildarinnar með 34 stig eftir 19 leiki, fjórum stigum á eftir Atalanta sem situr í fjórða sæti sem gefur keppnisrétt í Meistaradeild Evrópu. Cagliari situr hins vegar í næst neðsta sæti með tíu stig.
FT | ⌛ | THREE POINTS TO WRAP UP 2021! 🎁🎄#JuveCagliari #FinoAllaFine #ForzaJuve pic.twitter.com/owionaLaLs
— JuventusFC (@juventusfcen) December 21, 2021
Þá missteig Atalanta sig í toppbaráttunni þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn fallbaráttuliði Genoa.
Sigur hefði komið Atalanta upp í annað sæti deildarinnar, en þess í stað halda liðsmenn Atalant upp á jólin í fjórða sæti deildarinnar.