Þjófastefna! Um ritstuld á okkar tímum Viðar Hreinsson skrifar 21. desember 2021 15:31 Ritstuldarmálið sem risið er upp milli dr. Bergsveins Birgissonar, rithöfundar og fræðimanns, og dr. Ásgeirs Jónssonar, seðlabankastjóra, hefur verið áberandi undanfarið. Kynlegir sótraftar hafa verið á sjó dregnir og málið haft í margvíslegum flimtingum og því jafnvel fleygt að hælbítar séu að glefsa í heiðvirðan bankamann og duglegan fræðimann. Síðustu vendingar eru þær að upp hefur komið enn grófara ritstuldarmál sem skorið hefur verið úr um. Þar á seðlabankastjóri einnig hlut að máli þótt hann þykist bókstaflega koma af fjöllum. Þetta er alvörumál og hefur ýmsa fleti sem rétt er að skýra. Höfundarhugtak og höfundarréttur Höfundarhugtakið og höfundarréttur eiga sér langa sögu. Á kristnum miðöldum var raunar aðeins einn raunverulegur og marktækur höfundur, sjálfur höfundur sköpunarverksins, en þó voru ýmsar og oft flóknar hugmyndir á kreiki um höfunda enda varðveittust verk ýmist í munnlegri geymd eða handritum þar sem efnið gat breyst í afskriftum. Allt breyttist með tilkomu prentlistarinnar. Í fyrstu voru helst prentaðar mikilvægar bækur og fínar á borð við Biblíuna og andleg valdatæki eins og Nornahamarinn (Malleus Maleficarum 1486) sem hafður var til að berja á galdranornum en brátt fóru allskyns veraldleg fræði að líta dagsins ljós. Þróunin var hröð og ekki leið á löngu þar til ýmis fræðslurit og skáldskapur komst á prent. Þá skeyttu prentarar og útgefendur lítt um höfunda. Þeir létu þó fljótt að sér kveða og kröfðust hlutdeildar í hagnaði af verkum sínum. Þegar á 17. öld gátu líka komið upp deilur milli höfunda um eignarhald á vísindakenningum Smám saman mótuðust hugmyndir um höfundarrétt þeirra sem verkin rituðu og þær voru að vissu marki fullgerðar með svokölluðum Bernarsáttmála (1886, síðast uppfærður 1979). Það var óhjákvæmilegt, því hugverk voru nú orðin vara á markaði. Höfundarréttur sem slíkur er óframseljanlegur en útgáfuréttur gengur kaupum og sölum, einkum í Bandaríkjunum og til eru furðuleg dæmi um um afleiðingar slíkrar verslunar. Nýjasta greinin af þessum meiði, sem hefur verið að vaxa síðustu ár og áratugi, er réttur þjóða til menningarafurða sinna. Þar er þá rætt um svokallað menningarnám og þarf engum að koma á óvart að í því hafa Vesturlönd verið gróflega stórtæk gagnvart öðrum heimshlutum. Skapandi höfundur á markaði Meðfram þessari réttarfarslegu þróun mótuðust rómantískar hugmyndir um höfundinn sem skapandi snilling. Flestum er þó ljóst að hugmyndir streyma í gegnum tímana. Menning er vistkerfi út af fyrir sig þar sem næring og hugmyndir flæða. Allir höfundar standa á herðum forfeðranna, stundum í uppreisn gegn þeim, en bæta sífellt við og endurnýja. Þetta hefur orðið til þess að hugsuðir hafa reglulega flaggað dauða höfundarins og slíkar yfirlýsingar hafa mótast af menningarlegum straumum og aðstæðum. Hins vegar, og það er aðalatriðið hér, starfa allir höfundar hugverka á markaði eða mörkuðum þar sem verk ganga kaupum og sölum, hvort sem er á bókamarkaði eða hugmynda- og þekkingarmarkaði fræðasamfélagsins sem samanstendur af háskólum, rannsóknastofnunum og sjálfstætt starfandi fræðimönnum. Þess vegna verða reglur um þessa hluti að vera skýrar. Í fræðasamfélaginu hafa þær þróast hratt undanfarna áratugi. Grundvallarkrafan um gagnsæi hefur lengi verið við lýði en skilgreiningar og formreglur hafa skerpst og að því verður brátt vikið nánar. Leitin að svarta víkingnum og fræðistörf nútímans Bók dr. Bergsveins Birgissonar um svarta víkinginn er fræðilegt stórvirki og glæsileg heildarsýn sem jafnvel ólíklegustu menn hafa reynt að gengisfella vegna þess að torvelt er að undirbyggja alla drætti þeirrar myndar með jarðföstum sögulegum rökum. Hins vegar er heildarmyndin, sem sett er fram í tilgátuformi, djarfleg og sannfærandi og það er einmitt slík dirfska sem fleytir fræðunum lengst áleiðis. Í bókinni eru frumlegar hugmyndir og tilgátur, leiddar af þrautkönnuðum efnisatriðum. Það eru einmitt efnisatriði sem t.d. snúast um Geirmund heljarskinn, landnámsmanninn sem enginn annar hafði tengt við veiðimenningu, sem geta ekki hafa verið fengin annars staðar, sem Bergsveinn sýnir fram á að leynast í bók Ásgeirs. Að mínu viti eru dæmin sem hann tekur í grein sinni 8. desember s.l. mjög sannfærandi en brýnt er að sérfróðir matsmenn skeri þar úr. Í vísindum nútímans hefur lengi ríkt ákveðin sundrun, það sem á ensku mundi vera kallað „fragmentation“, tilhneiging til að þaulkanna afmörkuð atriði án þess að draga upp heildarsamhengi. Þessi sundrun er afleiðing af vélhyggju sem hefur ríkt frá því í vísindabyltingunni og á sinn þátt í umhverfisvá samtímans. Í ritstuldarmálinu birtist sundrunin í því að í umræðunni hefur verið horft á stök atriði frekar en heildina. Bent hefur verið á hver var fyrstur að benda á vægi rostunga í sögu landsins og rætur þeirrar hugmyndar eru færð æ lengra aftur í tíma. Rostungar eru að verða að standardbrandara á samfélagsmiðlum. Á sama hátt hafa menn bent á einstakar hugmyndir í þeim verkum sem um ræðir og talið að ólíkir fræðimenn geti bara komist að svipuðum niðurstöðum og því sé þetta enginn stuldur og ekkert tiltökumál. Málið er þó miklu flóknara. Hvorki í Leitinni að svarta víkingnum né í greinargerð sinni gerir Bergsveinn tilkall til að vera höfundur tilgátu um að fyrstu landnámsmenn hafi komið til Íslands til að veiða rostunga. Hins vegar bendir hann í grein sinni á sértækar túlkanir miðaldaheimilda, sem hvergi er að finna nema í hans bók, og Ásgeir setur fram sem sínar eigin í sinni bók. Vönduð fræðistörf Vönduð fræðimennska felst í ítarlegri könnun og greiningu frumheimilda með markvissum aðferðum og rannsóknarspurningum. Viðfangsefnið er einnig metið í ljósi fyrri rannsókna og ekki síst kenninga sem fræðimaðurinn þarf að vera handgenginn. Þetta er mikið puð ef vel á að vera og lykilatriði er að niðurstöðurnar séu rekjanlegar. Ljóst verður að vera hvernig unnið er með frumheimildirnar, hvernig aðferðum og kenningum er beitt og rökleiðslan í átt að niðurstöðum þarf að vera skýr, hvort sem allir geta verið sammála þeim eða ekki. Það er fræðunum reyndar hollt að fræðimenn séu ósammála og takist á um efnið. Beinar tilvitnanir verða að vera í gæsalöppum. Tilvísanir í frumheimildir og eftirheimildir eru settar fram í kerfisbundnum svigagreinum í sjálfum textanum eða í neðan- eða aftanmálsgreinum. Þetta fer allt eftir því við hvaða kerfi er stuðst, og tæmandi heimildaskrá þarf að fylgja. Þegar fengist er við forna texta og tíma þarf þar aukinheldur að hafa í huga að öll fræðistörf eru óviss um margt. Aðeins brot af samfélagslegum eða menningarlegum veruleika hefur ratað á bækur eða í þær fornleifar sem finnast og einungis brot af þeim bókum eða textum sem skrifaðir voru hefur varðveist. Þess vegna getur samband staðreynda, úrvinnslu, tilgáta og niðurstaðna verið mikil jafnvægislist. Einmitt þess vegna liggur undir í verki Bergsveins mikil samstilling þekkingar og innsæis og einmitt þá vinnu er annar höfundur að gera að sinni. Aðalatriðin í þessum reglum eru ófrávíkjanleg þótt útfærslan geti verið misjöfn. Sé efni tekið úr heimildum án auðkenningar og tilvísunar telst það ritstuldur. Það á við bæði um orðréttan texta og hugmyndir eða efnisatriði, sem þó geta verið afslepp og erfið um að dæma, þótt þjálfaðir fræðimenn sjái það oft í hendi sér. Höfundarréttur er bundinn í lögum nr. 73/1972 og þar nær refsiramminn frá sektum til allt að tveggja ára fangelsis. Skilgreiningar á ritstuldi er víða að finna í íslenskum og erlendum heimildum. Ritrýni og hugverk á markaði Nú er það að verða nokkuð ófrávíkjanleg regla að vísindarit þurfa að gangast undir ritrýni óvilhallra sérfræðinga svo þau verði tekin gild á akademískum vettvangi. Hin upprunalega norska gerð bókar Bergsveins um svarta víkinginn var vandlega ritrýnd af mörgum fræðimönnum og er því fullgilt vísindarit þótt dr. Sverrir Jakobsson hafi haldið öðru fram í Fréttablaðinu 10. desember sl. Ásgeir Jónsson segir í sama miðli sama dag að bók hans sé ekki fræðirit og í henni sé engin heimildaskrá en þó mun hann setja framþá ósk í lokaorðum hennar að með henni hefjist ný umræða um landnámið. Hann slær því úr og í og virðist vera að villa á sér heimildir varðandi fræðin. Það breytir hins vegar engu hvort fræðileg verk séu akademísk eða hobbýdútl áhugamanna eða „leikmannsþankar“ eins og hann kallar ritið. Gagnsæi í heimildanotkun er ófrávíkjanleg krafa. Það er ótækt að láta fúsk hobbýgrúskara sem í þokkabót er í valdastöðu í samfélaginu flagga alþýðlegum leikmannsþönkum sér til afsökunar. Það hljómar reyndar frekar hentistefnulega, eins og ódýr eftiráskýring langskólagengins mann með doktorspróf. Þá mætti kannski spyrja hvað kollegum hans í hagfræðinni finnst, eru þetta ásættanleg vinnubrögð á þeim bæ? Eins og áður var drepið á eru hugverk á markaði eða mörkuðum. Eins og samfélagið er skrúfað saman verður að virða eignarhald, jafnt texta sem hugverka. Það er jafnvel enn mikilvægara fyrir sjálfstætt starfandi fræðimenn að þetta eignarhald sé virt, því þeir hafa engan afkomubakhjarl en verða að lifa af styrkjum til rannsókna og ritstarfa. Það er útilokað að markaðurinn sem slíkur standi undir öflugu fræðasamfélagi og samkeppni á vettvangi þess er allt annars eðlis en svokölluð frjáls samkeppni markaðshagkerfisins. Fræðimennska sem lifibrauð verður að vera óháð markaðsöflum og því er það ótækt að menn í vel launuðum stöðum fúski í amatörfræðum af svo fullkominni og hrokafullri óvirðingu við atvinnufræðimenn eins og raun ber vitni. Ritverk á markaði og kröfur fræðasamfélagsins um vönduð vísindaleg vinnubrögð eru tvö ólík fyrirbæri en þau mætast í því grundvallaratriði að við hvers konar ritstuldi gilda ströng viðurlög. Nýtt ritstuldarmál og jafnvel verra Nú hefur sprottið upp annað mál, gegnsýrt af sama hroka en líklega enn verri yfirgangi og sviksemi við höfundarrétt. Það er skýrsla nefndar um fall sparisjóðanna þar sem dr. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri var einn höfunda. Eins og Árni H. Kristjánsson, sagnfræðingur, hefur rakið í viðtali í Fréttablaðinu 17. desember sl. og gerir frekari skil í Fréttablaðinu í dag, 21. desember, var þar blygðunarlaust stolið úr höfundarverki hans. Stuldurinn hefur verið staðfestur af dómbærum mönnum sem þó beittu ítrustu varkárni í ályktunum. Matsmennirnir sem Alþingi fékk til að úrskurða um ritstuld, prófessorar í sagnfræði og lögfræði, vitna til evrópskra og bandarískra siðareglna og grundvallarafstaðan í álitsgerð þeirra fer ekkert á milli mála: „Í samræmi við viðurkennd sjónarmið í vísindasamfélaginu telja undirritaðir að jafnan skuli getið heimilda þegar hugverk annarra manna eru notuð og gildir einu hvort í hlut eiga fræðirit, almenn rit eða opinberar skýrslur.“ Staðfesting þeirra á ritstuldi verður ekki aftur tekin en það sætir furðu að Alþingi, sem ber ábyrgð á verkinu gagnvart landsmönnum, hafi ekki brugðist við vinnubrögðum nefndarinnar um fall sparisjóðanna. Þetta var ekki einungis ritstuldur af ósvífnustu sort heldur voru niðurstöður rannsóknarnefndarinnar beinlínis rangar eins og Árni benti á þegar skýrslan kom út og nefndi einnig í fyrrnefndu viðtali. Vinnubrögðin falla því undir grófa vanrækslu við rannsóknir. Þarna voru menn fengnir, kostaðir af almannafé (og kostnaðurinn mun hafa farið gróflega úr böndum), til að vinna verkefni í almannaþágu. Þeir voru gerðir að trúnaðarmönnum almennings í gegnum Alþingi. Þeim trúnaði brugðust þeir svo gjörsamlega með framgöngu sinni að það hlýtur að teljast glæpsamlegt. Alþingi brást skyldu sinni með því að draga lappirnar og jafnvel breiða yfir misferlið í stað þess að gangast fyrir ítarlegri rannsókn. Enginn þeirra sem í þessu stóðu ætti að gegna trúnaðarstarfi fyrir almenning og í raun hlýtur framgangan að vera refsiverð. Hvort Alþingi sé treystandi til að fara í saumana á því er svo annað mál. Hins vegar verður fræðasamfélagið að standa saman um grundvallaratriði í málum sem þessum, ef það vill halda virðingu sinni og þrífast sæmilega í framtíðinni. Lítill eftirmáli um skáldskap Í lokin er rétt að geta þess að meðferð heimilda er ólík eftir greinum. Skáld og rithöfundar mega gjarnan geta þess t.d. aftast í bók ef þeir hafa sótt hugmyndir eitthvert og þeir verða að tilgreina beinar tilvitnanir. Það liggur þó í hlutarins eðli að þegar efni er ummyndað í skáldskap eru önnur lögmál á ferðinni. Samhengi skáldverksins verður allt annað en samhengi efnis sem notað er. Þess vegna var það vandræðalega hlálegt þegar dregin var á flot bók eftir og um Steinólf Lárusson í Fagradal til að kasta rýrð á skáldverk Bergsveins Birgissonar því hann greinir frá því aftast í bókinni að hann hefði sótt í sagnabrunna Steinólfs og ýmissa annarra sagnamanna og -kvenna. Fáeinar fróðlegar vefslóðir vilji fólk fræðast nánar um efnið Jón Ólafsson: „Fölsuð fræði“ Ritið, 3. tölublað 2004, bls 103-121. Greinina er auðvelt að finna á https://timarit.is https://timarit.is/page/6203692#page/n103/mode/2up Egill Viðarsson fer yfir sögu höfundarréttar í MA ritgerð sinni í þjóðfræði árið 2011, „Deilurnar um Vísur Vatnsenda-Rósu. Höfundarréttur, þjóðlög og eignarhald á menningu“, bls. 21-35: https://skemman.is/handle/1946/10153 Hér eru fróðlegar leiðbeiningar Ásgeirs Jónssonar til nemenda um ritgerðaskrif: https://slidetodoc.com/lokaritgerir2-uppskrift-a-ritger-9-6-2021-ritun/?fbclid=IwAR1bvK2-uTYQN60a0dVduK9SL--CiXfQerwe_pEpy0ngnsrT55khb5P9LpE Bernarsáttmálinn um höfundarrétt: https://wipolex.wipo.int/en/text/283693 Evrópskar og bandarískar vefsíður um heiðarleika í vísindum sem matsmenn um Sögu sparisjóðanna vísa í: https://allea.org/code-of-conduct/ https://www.historians.org/jobs-and-professional-development/statements-standards-and-guidelines-of-the-discipline/statement-on-standards-of-professional-conduct Handhægar viðmiðanir eru um ritstuld á heimasíðu Háskólans á Akureyri: https://www.unak.is/is/samfelagid/frettasafn/frett/hvad-er-ritstuldur-aminning-fra-sidanefnd-haskolans-a-akureyri Höfundur er bókmenntafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsveinn Birgisson sakar Ásgeir Jónsson um ritstuld Höfundarréttur Bókaútgáfa Viðar Hreinsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Ritstuldarmálið sem risið er upp milli dr. Bergsveins Birgissonar, rithöfundar og fræðimanns, og dr. Ásgeirs Jónssonar, seðlabankastjóra, hefur verið áberandi undanfarið. Kynlegir sótraftar hafa verið á sjó dregnir og málið haft í margvíslegum flimtingum og því jafnvel fleygt að hælbítar séu að glefsa í heiðvirðan bankamann og duglegan fræðimann. Síðustu vendingar eru þær að upp hefur komið enn grófara ritstuldarmál sem skorið hefur verið úr um. Þar á seðlabankastjóri einnig hlut að máli þótt hann þykist bókstaflega koma af fjöllum. Þetta er alvörumál og hefur ýmsa fleti sem rétt er að skýra. Höfundarhugtak og höfundarréttur Höfundarhugtakið og höfundarréttur eiga sér langa sögu. Á kristnum miðöldum var raunar aðeins einn raunverulegur og marktækur höfundur, sjálfur höfundur sköpunarverksins, en þó voru ýmsar og oft flóknar hugmyndir á kreiki um höfunda enda varðveittust verk ýmist í munnlegri geymd eða handritum þar sem efnið gat breyst í afskriftum. Allt breyttist með tilkomu prentlistarinnar. Í fyrstu voru helst prentaðar mikilvægar bækur og fínar á borð við Biblíuna og andleg valdatæki eins og Nornahamarinn (Malleus Maleficarum 1486) sem hafður var til að berja á galdranornum en brátt fóru allskyns veraldleg fræði að líta dagsins ljós. Þróunin var hröð og ekki leið á löngu þar til ýmis fræðslurit og skáldskapur komst á prent. Þá skeyttu prentarar og útgefendur lítt um höfunda. Þeir létu þó fljótt að sér kveða og kröfðust hlutdeildar í hagnaði af verkum sínum. Þegar á 17. öld gátu líka komið upp deilur milli höfunda um eignarhald á vísindakenningum Smám saman mótuðust hugmyndir um höfundarrétt þeirra sem verkin rituðu og þær voru að vissu marki fullgerðar með svokölluðum Bernarsáttmála (1886, síðast uppfærður 1979). Það var óhjákvæmilegt, því hugverk voru nú orðin vara á markaði. Höfundarréttur sem slíkur er óframseljanlegur en útgáfuréttur gengur kaupum og sölum, einkum í Bandaríkjunum og til eru furðuleg dæmi um um afleiðingar slíkrar verslunar. Nýjasta greinin af þessum meiði, sem hefur verið að vaxa síðustu ár og áratugi, er réttur þjóða til menningarafurða sinna. Þar er þá rætt um svokallað menningarnám og þarf engum að koma á óvart að í því hafa Vesturlönd verið gróflega stórtæk gagnvart öðrum heimshlutum. Skapandi höfundur á markaði Meðfram þessari réttarfarslegu þróun mótuðust rómantískar hugmyndir um höfundinn sem skapandi snilling. Flestum er þó ljóst að hugmyndir streyma í gegnum tímana. Menning er vistkerfi út af fyrir sig þar sem næring og hugmyndir flæða. Allir höfundar standa á herðum forfeðranna, stundum í uppreisn gegn þeim, en bæta sífellt við og endurnýja. Þetta hefur orðið til þess að hugsuðir hafa reglulega flaggað dauða höfundarins og slíkar yfirlýsingar hafa mótast af menningarlegum straumum og aðstæðum. Hins vegar, og það er aðalatriðið hér, starfa allir höfundar hugverka á markaði eða mörkuðum þar sem verk ganga kaupum og sölum, hvort sem er á bókamarkaði eða hugmynda- og þekkingarmarkaði fræðasamfélagsins sem samanstendur af háskólum, rannsóknastofnunum og sjálfstætt starfandi fræðimönnum. Þess vegna verða reglur um þessa hluti að vera skýrar. Í fræðasamfélaginu hafa þær þróast hratt undanfarna áratugi. Grundvallarkrafan um gagnsæi hefur lengi verið við lýði en skilgreiningar og formreglur hafa skerpst og að því verður brátt vikið nánar. Leitin að svarta víkingnum og fræðistörf nútímans Bók dr. Bergsveins Birgissonar um svarta víkinginn er fræðilegt stórvirki og glæsileg heildarsýn sem jafnvel ólíklegustu menn hafa reynt að gengisfella vegna þess að torvelt er að undirbyggja alla drætti þeirrar myndar með jarðföstum sögulegum rökum. Hins vegar er heildarmyndin, sem sett er fram í tilgátuformi, djarfleg og sannfærandi og það er einmitt slík dirfska sem fleytir fræðunum lengst áleiðis. Í bókinni eru frumlegar hugmyndir og tilgátur, leiddar af þrautkönnuðum efnisatriðum. Það eru einmitt efnisatriði sem t.d. snúast um Geirmund heljarskinn, landnámsmanninn sem enginn annar hafði tengt við veiðimenningu, sem geta ekki hafa verið fengin annars staðar, sem Bergsveinn sýnir fram á að leynast í bók Ásgeirs. Að mínu viti eru dæmin sem hann tekur í grein sinni 8. desember s.l. mjög sannfærandi en brýnt er að sérfróðir matsmenn skeri þar úr. Í vísindum nútímans hefur lengi ríkt ákveðin sundrun, það sem á ensku mundi vera kallað „fragmentation“, tilhneiging til að þaulkanna afmörkuð atriði án þess að draga upp heildarsamhengi. Þessi sundrun er afleiðing af vélhyggju sem hefur ríkt frá því í vísindabyltingunni og á sinn þátt í umhverfisvá samtímans. Í ritstuldarmálinu birtist sundrunin í því að í umræðunni hefur verið horft á stök atriði frekar en heildina. Bent hefur verið á hver var fyrstur að benda á vægi rostunga í sögu landsins og rætur þeirrar hugmyndar eru færð æ lengra aftur í tíma. Rostungar eru að verða að standardbrandara á samfélagsmiðlum. Á sama hátt hafa menn bent á einstakar hugmyndir í þeim verkum sem um ræðir og talið að ólíkir fræðimenn geti bara komist að svipuðum niðurstöðum og því sé þetta enginn stuldur og ekkert tiltökumál. Málið er þó miklu flóknara. Hvorki í Leitinni að svarta víkingnum né í greinargerð sinni gerir Bergsveinn tilkall til að vera höfundur tilgátu um að fyrstu landnámsmenn hafi komið til Íslands til að veiða rostunga. Hins vegar bendir hann í grein sinni á sértækar túlkanir miðaldaheimilda, sem hvergi er að finna nema í hans bók, og Ásgeir setur fram sem sínar eigin í sinni bók. Vönduð fræðistörf Vönduð fræðimennska felst í ítarlegri könnun og greiningu frumheimilda með markvissum aðferðum og rannsóknarspurningum. Viðfangsefnið er einnig metið í ljósi fyrri rannsókna og ekki síst kenninga sem fræðimaðurinn þarf að vera handgenginn. Þetta er mikið puð ef vel á að vera og lykilatriði er að niðurstöðurnar séu rekjanlegar. Ljóst verður að vera hvernig unnið er með frumheimildirnar, hvernig aðferðum og kenningum er beitt og rökleiðslan í átt að niðurstöðum þarf að vera skýr, hvort sem allir geta verið sammála þeim eða ekki. Það er fræðunum reyndar hollt að fræðimenn séu ósammála og takist á um efnið. Beinar tilvitnanir verða að vera í gæsalöppum. Tilvísanir í frumheimildir og eftirheimildir eru settar fram í kerfisbundnum svigagreinum í sjálfum textanum eða í neðan- eða aftanmálsgreinum. Þetta fer allt eftir því við hvaða kerfi er stuðst, og tæmandi heimildaskrá þarf að fylgja. Þegar fengist er við forna texta og tíma þarf þar aukinheldur að hafa í huga að öll fræðistörf eru óviss um margt. Aðeins brot af samfélagslegum eða menningarlegum veruleika hefur ratað á bækur eða í þær fornleifar sem finnast og einungis brot af þeim bókum eða textum sem skrifaðir voru hefur varðveist. Þess vegna getur samband staðreynda, úrvinnslu, tilgáta og niðurstaðna verið mikil jafnvægislist. Einmitt þess vegna liggur undir í verki Bergsveins mikil samstilling þekkingar og innsæis og einmitt þá vinnu er annar höfundur að gera að sinni. Aðalatriðin í þessum reglum eru ófrávíkjanleg þótt útfærslan geti verið misjöfn. Sé efni tekið úr heimildum án auðkenningar og tilvísunar telst það ritstuldur. Það á við bæði um orðréttan texta og hugmyndir eða efnisatriði, sem þó geta verið afslepp og erfið um að dæma, þótt þjálfaðir fræðimenn sjái það oft í hendi sér. Höfundarréttur er bundinn í lögum nr. 73/1972 og þar nær refsiramminn frá sektum til allt að tveggja ára fangelsis. Skilgreiningar á ritstuldi er víða að finna í íslenskum og erlendum heimildum. Ritrýni og hugverk á markaði Nú er það að verða nokkuð ófrávíkjanleg regla að vísindarit þurfa að gangast undir ritrýni óvilhallra sérfræðinga svo þau verði tekin gild á akademískum vettvangi. Hin upprunalega norska gerð bókar Bergsveins um svarta víkinginn var vandlega ritrýnd af mörgum fræðimönnum og er því fullgilt vísindarit þótt dr. Sverrir Jakobsson hafi haldið öðru fram í Fréttablaðinu 10. desember sl. Ásgeir Jónsson segir í sama miðli sama dag að bók hans sé ekki fræðirit og í henni sé engin heimildaskrá en þó mun hann setja framþá ósk í lokaorðum hennar að með henni hefjist ný umræða um landnámið. Hann slær því úr og í og virðist vera að villa á sér heimildir varðandi fræðin. Það breytir hins vegar engu hvort fræðileg verk séu akademísk eða hobbýdútl áhugamanna eða „leikmannsþankar“ eins og hann kallar ritið. Gagnsæi í heimildanotkun er ófrávíkjanleg krafa. Það er ótækt að láta fúsk hobbýgrúskara sem í þokkabót er í valdastöðu í samfélaginu flagga alþýðlegum leikmannsþönkum sér til afsökunar. Það hljómar reyndar frekar hentistefnulega, eins og ódýr eftiráskýring langskólagengins mann með doktorspróf. Þá mætti kannski spyrja hvað kollegum hans í hagfræðinni finnst, eru þetta ásættanleg vinnubrögð á þeim bæ? Eins og áður var drepið á eru hugverk á markaði eða mörkuðum. Eins og samfélagið er skrúfað saman verður að virða eignarhald, jafnt texta sem hugverka. Það er jafnvel enn mikilvægara fyrir sjálfstætt starfandi fræðimenn að þetta eignarhald sé virt, því þeir hafa engan afkomubakhjarl en verða að lifa af styrkjum til rannsókna og ritstarfa. Það er útilokað að markaðurinn sem slíkur standi undir öflugu fræðasamfélagi og samkeppni á vettvangi þess er allt annars eðlis en svokölluð frjáls samkeppni markaðshagkerfisins. Fræðimennska sem lifibrauð verður að vera óháð markaðsöflum og því er það ótækt að menn í vel launuðum stöðum fúski í amatörfræðum af svo fullkominni og hrokafullri óvirðingu við atvinnufræðimenn eins og raun ber vitni. Ritverk á markaði og kröfur fræðasamfélagsins um vönduð vísindaleg vinnubrögð eru tvö ólík fyrirbæri en þau mætast í því grundvallaratriði að við hvers konar ritstuldi gilda ströng viðurlög. Nýtt ritstuldarmál og jafnvel verra Nú hefur sprottið upp annað mál, gegnsýrt af sama hroka en líklega enn verri yfirgangi og sviksemi við höfundarrétt. Það er skýrsla nefndar um fall sparisjóðanna þar sem dr. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri var einn höfunda. Eins og Árni H. Kristjánsson, sagnfræðingur, hefur rakið í viðtali í Fréttablaðinu 17. desember sl. og gerir frekari skil í Fréttablaðinu í dag, 21. desember, var þar blygðunarlaust stolið úr höfundarverki hans. Stuldurinn hefur verið staðfestur af dómbærum mönnum sem þó beittu ítrustu varkárni í ályktunum. Matsmennirnir sem Alþingi fékk til að úrskurða um ritstuld, prófessorar í sagnfræði og lögfræði, vitna til evrópskra og bandarískra siðareglna og grundvallarafstaðan í álitsgerð þeirra fer ekkert á milli mála: „Í samræmi við viðurkennd sjónarmið í vísindasamfélaginu telja undirritaðir að jafnan skuli getið heimilda þegar hugverk annarra manna eru notuð og gildir einu hvort í hlut eiga fræðirit, almenn rit eða opinberar skýrslur.“ Staðfesting þeirra á ritstuldi verður ekki aftur tekin en það sætir furðu að Alþingi, sem ber ábyrgð á verkinu gagnvart landsmönnum, hafi ekki brugðist við vinnubrögðum nefndarinnar um fall sparisjóðanna. Þetta var ekki einungis ritstuldur af ósvífnustu sort heldur voru niðurstöður rannsóknarnefndarinnar beinlínis rangar eins og Árni benti á þegar skýrslan kom út og nefndi einnig í fyrrnefndu viðtali. Vinnubrögðin falla því undir grófa vanrækslu við rannsóknir. Þarna voru menn fengnir, kostaðir af almannafé (og kostnaðurinn mun hafa farið gróflega úr böndum), til að vinna verkefni í almannaþágu. Þeir voru gerðir að trúnaðarmönnum almennings í gegnum Alþingi. Þeim trúnaði brugðust þeir svo gjörsamlega með framgöngu sinni að það hlýtur að teljast glæpsamlegt. Alþingi brást skyldu sinni með því að draga lappirnar og jafnvel breiða yfir misferlið í stað þess að gangast fyrir ítarlegri rannsókn. Enginn þeirra sem í þessu stóðu ætti að gegna trúnaðarstarfi fyrir almenning og í raun hlýtur framgangan að vera refsiverð. Hvort Alþingi sé treystandi til að fara í saumana á því er svo annað mál. Hins vegar verður fræðasamfélagið að standa saman um grundvallaratriði í málum sem þessum, ef það vill halda virðingu sinni og þrífast sæmilega í framtíðinni. Lítill eftirmáli um skáldskap Í lokin er rétt að geta þess að meðferð heimilda er ólík eftir greinum. Skáld og rithöfundar mega gjarnan geta þess t.d. aftast í bók ef þeir hafa sótt hugmyndir eitthvert og þeir verða að tilgreina beinar tilvitnanir. Það liggur þó í hlutarins eðli að þegar efni er ummyndað í skáldskap eru önnur lögmál á ferðinni. Samhengi skáldverksins verður allt annað en samhengi efnis sem notað er. Þess vegna var það vandræðalega hlálegt þegar dregin var á flot bók eftir og um Steinólf Lárusson í Fagradal til að kasta rýrð á skáldverk Bergsveins Birgissonar því hann greinir frá því aftast í bókinni að hann hefði sótt í sagnabrunna Steinólfs og ýmissa annarra sagnamanna og -kvenna. Fáeinar fróðlegar vefslóðir vilji fólk fræðast nánar um efnið Jón Ólafsson: „Fölsuð fræði“ Ritið, 3. tölublað 2004, bls 103-121. Greinina er auðvelt að finna á https://timarit.is https://timarit.is/page/6203692#page/n103/mode/2up Egill Viðarsson fer yfir sögu höfundarréttar í MA ritgerð sinni í þjóðfræði árið 2011, „Deilurnar um Vísur Vatnsenda-Rósu. Höfundarréttur, þjóðlög og eignarhald á menningu“, bls. 21-35: https://skemman.is/handle/1946/10153 Hér eru fróðlegar leiðbeiningar Ásgeirs Jónssonar til nemenda um ritgerðaskrif: https://slidetodoc.com/lokaritgerir2-uppskrift-a-ritger-9-6-2021-ritun/?fbclid=IwAR1bvK2-uTYQN60a0dVduK9SL--CiXfQerwe_pEpy0ngnsrT55khb5P9LpE Bernarsáttmálinn um höfundarrétt: https://wipolex.wipo.int/en/text/283693 Evrópskar og bandarískar vefsíður um heiðarleika í vísindum sem matsmenn um Sögu sparisjóðanna vísa í: https://allea.org/code-of-conduct/ https://www.historians.org/jobs-and-professional-development/statements-standards-and-guidelines-of-the-discipline/statement-on-standards-of-professional-conduct Handhægar viðmiðanir eru um ritstuld á heimasíðu Háskólans á Akureyri: https://www.unak.is/is/samfelagid/frettasafn/frett/hvad-er-ritstuldur-aminning-fra-sidanefnd-haskolans-a-akureyri Höfundur er bókmenntafræðingur.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar