Barcelona ræðst í milljarðaframkvæmd Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. desember 2021 20:15 Barcelona ætlar sér að ráðast í endurbætur á Camp Nou. vísir/getty Stuðningsmannaklúbbur Barcelona gaf í gær grænt ljós á framkvæmdir á heimavelli liðsins, Camp Nou, sem mun kosta félagið einn og hálfan milljarð evra, sem samsvarar yfir 220 milljörðum íslenskra króna. Félagið stefnir á að taka völlinn í gegn á næstu árum, en Camp Nou er stærsti knattspyrnuleikvangur Evrópu og tekur rúmlega 99 þúsund manns í sæti. Kosning meðal stuðningsmanna Barcelona fór fram rafrænt í fyrsta skipti í sögu félagsins og voru tæplega 43 þúsund atkvæði sem studdu hugmyndirnar. Rétt rúmlega fimm þúsund kusu gegn framkvæmdunum og þá voru 875 sem voru óákveðin. Kosningaþátttaka var tæplega 45 prósent. Meðlimir viðruðu þó áhyggjur sínar af fjárhagsstöðu félagsins, en skuldir Barcelona nema um einum og hálfum milljarði evra eins og staðan er í dag. Verkefnið verður fjármagnað með lánum frá þriðja aðila og mun endurbættur Camp Nou geta tekið allt að 105 þúsund manns í sæti. Barcelona members have given the green light to a €1.5 billion revamp of the Camp Nou stadium 😱 pic.twitter.com/BQxrWVkBaU— ESPN FC (@ESPNFC) December 20, 2021 Félagið getur nú hafist handa við framkvæmdirnar og er áætlað að þeim ljúki árið 2025. Barcelona þarf því að öllum líkindum að leika á hálf lokuðum Camp Nou á næsta tímabili, og tímabilið þar á eftir þarf liðið líklega að finna sér annan völl til að spila heimaleiki sína á. Þar hefur Montjuic-völlurinn þar sem opnunarhátíð Ólympíuleikanna 1992 fór fram verið nefndur til sögunnar. Joan Laporta, forseti Barcelona, segir framkvæmdirnar nauðsynlegar ætli Barcelona sér að halda í við önnur stórlið Evrópu sem flest öll spila á nýjum, eða nýuppgerðum leikvöngum. Hann segir einnig að verkefnið muni á endanum borga fyrir sig sjálft, þar sem endurbættur völlur muni skila sér í hærri tekjum og þá sé félagið einni í viðræðum um að selja nafn vallarins til hæstbjóðanda. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Rústaði úrslitunum á Wimbledon Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Félagið stefnir á að taka völlinn í gegn á næstu árum, en Camp Nou er stærsti knattspyrnuleikvangur Evrópu og tekur rúmlega 99 þúsund manns í sæti. Kosning meðal stuðningsmanna Barcelona fór fram rafrænt í fyrsta skipti í sögu félagsins og voru tæplega 43 þúsund atkvæði sem studdu hugmyndirnar. Rétt rúmlega fimm þúsund kusu gegn framkvæmdunum og þá voru 875 sem voru óákveðin. Kosningaþátttaka var tæplega 45 prósent. Meðlimir viðruðu þó áhyggjur sínar af fjárhagsstöðu félagsins, en skuldir Barcelona nema um einum og hálfum milljarði evra eins og staðan er í dag. Verkefnið verður fjármagnað með lánum frá þriðja aðila og mun endurbættur Camp Nou geta tekið allt að 105 þúsund manns í sæti. Barcelona members have given the green light to a €1.5 billion revamp of the Camp Nou stadium 😱 pic.twitter.com/BQxrWVkBaU— ESPN FC (@ESPNFC) December 20, 2021 Félagið getur nú hafist handa við framkvæmdirnar og er áætlað að þeim ljúki árið 2025. Barcelona þarf því að öllum líkindum að leika á hálf lokuðum Camp Nou á næsta tímabili, og tímabilið þar á eftir þarf liðið líklega að finna sér annan völl til að spila heimaleiki sína á. Þar hefur Montjuic-völlurinn þar sem opnunarhátíð Ólympíuleikanna 1992 fór fram verið nefndur til sögunnar. Joan Laporta, forseti Barcelona, segir framkvæmdirnar nauðsynlegar ætli Barcelona sér að halda í við önnur stórlið Evrópu sem flest öll spila á nýjum, eða nýuppgerðum leikvöngum. Hann segir einnig að verkefnið muni á endanum borga fyrir sig sjálft, þar sem endurbættur völlur muni skila sér í hærri tekjum og þá sé félagið einni í viðræðum um að selja nafn vallarins til hæstbjóðanda.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Rústaði úrslitunum á Wimbledon Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira