Þar kenndi ýmissa grasa en bæði leikmenn, þjálfarar og sérfræðingar Seinni bylgjunnar hafa séð okkur fyrir skemmtilegum uppákomum í vetur.
Meðal þess sem farið var yfir var dvöl Agnars Smára Jónssonar í sóttkví, furðu lostinn þjálfara HK, sönghæfileika Jóhanns Gunnars Einarssonar og Bjarna Fritzsonar, sjálfsmark Hjartar Inga Halldórssonar gegn ÍBV og eftirhermu Theodórs Inga Pálmasonar.
Samantekt yfir fyndnustu atvik vetrarins má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.