„Hver þarf eiginlega að lesa svona?“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 26. desember 2021 08:01 Það má með sanni segja að saga Guðbjargar Óskar Friðriksdóttur og Elizabethar Gilbert í Borða, biðja, elska séu líkar. Enda segja margir Ósk vera hina íslensku Elizabeth Gilbert. Ósk hefur dvalið langdvölum á Balí en þar sem ekki er fyrirséð hvenær heimsfaraldri lýkur, er Ósk flutt frá Balí og staðsetur sig nú á Ítalíu. Ósk bjó til þerapíuna Lærðu að elska þig árið 2010 en var fyrir þann tíma lengi í hefðbundnum fyrirtækjarekstri. Síðari hluti viðtals við Guðbjörg Ósk Friðriksdóttur, höfundar þerapíunnar Lærðu að elska þig, en fyrri hluti viðtalsins birtist á Vísi í gær, „Persónulega þoldi ég ekki sjálfa mig.“ Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrum við sögu Guðbjargar Óskar og hvað varð til þess að hún bjó til þerapíuna Lærðu að elska þig árið 2010. Síðan þá, hafa hátt í fjögur þúsund manns sótt hjá henni námskeið og yfir tuttugu manns útskrifast sem kennarar námskeiða. Með sanni má segja að margt í sögu Óskar sé líkt sögu Elizabeth Gilbert í metsölubókinni Borða, biðja, elska. Leikkonan Julia Roberts lék Gilbert í kvikmyndinni Eat, Pray, Love. Sú saga hefst þegar Gilbert er um þrítug og var í góðri vinnu, átti fallegt heimili og mann sem vildi stofna fjölskyldu. En þótt allt væri eins og það „átti“ að vera, var Gilbert einmana, þunglynd og óhamingjusöm. Gilbert ákvað að finna sjálfa sig, hélt til Ítalíu, Indlands og loks Balí. Þar fann hún hamingjuna því þá loks var hún orðin sú útgáfa af sjálfri sér, sem hún vildi vera. Þegar að við skildum við Ósk í fyrri hluta viðtals sem birt var á Vísi í gær, var staðan þannig að Ósk vissi innst inni að hún yrði að vinna eitthvað í sjálfri sér: Hún var í draumastarfinu, átti yndislega fjölskyldu, rak fyrirtæki en var neikvæð og vansæl. En hvað gat hún gert? Þegar að Ósk var á fertugsaldri áttaði hún á sig að hún þyrfti að breyta sjálfri sér. Hún var oft stressuð, pirruð, neikvæð og eins og hengd upp á þráð. En hvað átti hún að gera og hvernig? Mörg ár liðu, í uppsveiflum og niðursveiflum, áður en Ósk bjó til þerapíuna Lærðu að elska þig árið 2010. Nú hafa hátt í fjögur þúsund manns sótt hjá henni ýmiss námskeið. Þar af um 1500 þerapíuna Lærðu að elska þig sem tekur um 9 til 11 mánuði. Byrjaði að lesa í laumi Þar sem Ósk var slæm í baki hafði hún um tíma stundað jóga sem gaf henni mikið. Til dæmis segir hún að yndislegir jógatímar Önnu Björnsdóttur hafi bjargað andlegri líðan henni um tíma. Alla Sigga frænka Óskar í Bandaríkjunum var ötul að senda bækur um uppbyggilegt efni. Mér fannst andlegar bækur alveg út í Hróa hött. Ég skammaðist mín fyrir að þurfa hjálp og fannst fáránleg tilhugsun að fara að sækja í einhverjar bækur. Ég man að ég hugsaði: Hver þarf eiginlega að lesa svona?“ Áhuginn á því jákvæða fór þó vaxandi og átti jógaumhverfið ekki síst þátt í því. „Ég byrjaði samt á því að lesa þessar bækur í laumi,“ segir Ósk og brosir. Ósk á góðri stundu með syninum Luigi Árelíus, sem fæddur árið 1992. Ósk reynir að vera sem mest á Íslandi yfir sumartímann og hér eru mæðginin við Raufarhólshelli. Úrvalið var ekki nálægt því sem fólk þekkir í dag en Ósk kynntist mörgum sem henni fannst gefa sér mikið. Til dæmis starfaði hún um tíma með Konráði Adolphsson, en hann stofnaði Dale Carnegie á Íslandi árið 1965 og rak það í 36 ár. „Hjá honum lærði ég að æfingin skapar meistarann og ákvað að verða meistari í að breyta sjálfri mér og æfa mig í að vera eins og mig langaði til að vera.“ Annar maður hafði mikil áhrif en það er Guðni Gunnarsson Rope Yoga hönnuður og lífskúnster. Ósk tók að sér fósturdótturina Huldu Bjarkar sem fædd er árið 1983. Hér eru þær mæðgurnar við Ulun Danu Beratan hofið í Bedugul á Norður Balí. Árið 2004 las Ósk viðtal við Guðna í tímariti. Nokkrum dögum síðar pantaði hún sér flug til Los Angeles þar sem Guðni bjó þá og fór í ráðgjafatíma hjá honum. „Loksins fór eitthvað að gerast í sjálfseflingunni,“ segir Ósk um þessi kynni. Mæðgurnar Ósk og María Birgit sem fæddist árið 1992, að prófa eitthvað ævintýri á Balí sem Ósk vildi kanna fyrir ferðirnar sínar þangað. María býr í Ástralíu og þangað stefnir Ósk á að komast í heimsókn sem fyrst. Guðni hvatti Ósk til dáða þannig að hún fór smátt og smátt að taka stærri og viðameiri skref í því að efla sjálfa sig. Í janúar árið 2005 opnaði Ósk sína eigin Rope Yoga stöð í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Fréttablaðið fjallaði um opnun stöðvarinnar. Í grein í blaðinu segir: „Auk þess býður Guðbjörg upp á aðstöðu á stöðinni þar sem fólk getur sest niður og gluggað í bækur og blöð sem tengjast andlegum efnum.“ Já, Ósk var loks hætt að lesa í laumi. Þegar þjóðin söng með ABBA blessaði Geir Haarde Ísland Og enn þyrsti Ósk í að læra meira. Oft eitthvað óhefðbundið en allt eitthvað til að heila fólk og hjálpa: Höfuðbeina- og spjaldhryggjanám Reiki Human behavior, function and awareness – mannleg hegðun, virkni og meðvitund Viðnámsteygjur sem Ósk breytti í Happy Yoga Orkunudd, en þar eru fætur notaðar til að nudda líkaman Orkuheilun Hugleiðslutækni Kúndalíni Ho´oponopono og ýmiss styttri námskeið Breytingin sem varð á Ósk fór ekki framhjá neinum. Þá hvað síst eiginmanninum Domenico sem smitaðist af áhuganum og kom á fullt í Rope Yoga kennsluna með Ósk. Þau skildu þó árið 2006. Í byrjun árs árið 2008 fór Ósk til Balí í fyrsta sinn og var þar í nokkra mánuði með þáverandi kærasta sínum. „Ég vissi strax í þeirri ferð að þangað kæmi ég aftur.“ Þegar heim var komið var í nægu að snúast. Kvikmyndin Mamma Mía sló í gegn hjá landanum og ungir sem aldnir sungu ABBA lögin eins og enginn væri morgundagurinn. Ósk hitti tvíburana í Myndform og Laugarásbíó og sannfærði þá um að halda eina „syngdu með“ Mamma Mía sýningu. Þær sýningar urðu á endanum tíu talsins! Í ágúst 2008 segir Morgunblaðið frá einni slíkri sýningu undir fyrirsögninni „Sungið, dansað, æpt og stappað.“ Lítið vissi fólk þó þá, hvað var í vændum örfáum vikum síðar. Bankahrunið er kennt við dagsetninguna 6.október árið 2008; daginn sem Geir Haarde, þáverandi forsætisráðherra, blessaði Ísland. Þennan sama dag opnaði Ósk Heilsusetrið í Faxafeni og þetta haust var grunlaus þjóðin enn að syngja ABBA lögin úr kvikmyndinni Mamma Mía sem nýlega hafði slegið í gegn. Næstu árin á eftir fóru þúsundir Íslendinga í andlegt, líkamlegt og fjárhagslegt þrot. Ósk tók á leigu stórt húsnæði í Faxafeni þar sem Hreyfing var áður til húsa. Þar var ætlunin að opna Heilsusetur þar sem fólk gæti stundað Rope Yoga, hugleiðslu, borðað hollan mat, gluggað í andlegt lesefni og fleira. Framkvæmdir í húsnæðinu stóðu yfir svo vikum skipti og að mörgu að huga fyrir opnuninni sem fyrirhuguð var 6.október 2008. Á opnunardegi var Ósk nýkomin úr sturtu og við það að fara að hafa sig til fyrir veislu, þegar María Birgit dóttir hennar hringir. „Mamma ertu búin að heyra fréttirnar?“ „Nei.“ „Geir Haarde var í sjónvarpinu og sagði eitthvað um að Ísland væri farið á hausinn.“ Eftir að hafa kynnst Guðna Gunnarssyni Rope Yoga hönnuðar og lífskúnster, fór loksins að gerast eitthvað í sjálfseflingunni. Guðni hvatti Ósk til dáða og í janúar árið 2005 opnaði Ósk fyrstu Rope Yoga stöðina á Íslandi. Þann 6.október 2008 opnaði Ósk Heilsusetrið í Faxafeni og sagði Fréttablaðið frá opnun beggja staðanna. Alein á Flórída: Þar sem þó allt varð til Ég man enn tilfinninguna sem fylgdi því þegar að ég greiddi síðustu greiðsluna mína fyrir reksturinn, en þá mætti ég með poka af peningum í innheimtufyrirtækið. Þetta var í nóvember 2009,“ segir Ósk sem upplifði það sem þúsundir fyrirtækja og heimila upplifðu eftir hrun: Að fara í andlegt, líkamlegt og fjárhagslegt þrot. Ósk greiddi það sem hún gat fyrir reksturinn en missti íbúðina sína. Fyrir jólin 2009 lá fyrir að börn Óskar ætluðu til föður síns á Ítalíu og vera um jólin. Ósk upplifði sig alveg búna á því en hafði alltaf á tilfinningunni að hún gæti gert meira. Helst langaði hana að fara í burtu. Loka sig inni. Hvíla hugann. Grenja í friði. Vinkona hennar sagði henni þá að hún gæti fengið íbúð lánaða á Flórída um jólin. Önnur vinkona sagði að þau hjónin gætu gefið henni flug til Flórída. Svona voru hlutirnir bara að raðast upp þar sem Ósk var að fá frábær tækifæri og gjafir í fangið. „En ég skammaðist mín svo mikið fyrir blankheitin að ég þorði ekki að segja þeim að ég ætti ekki krónu í gjaldeyri,“ segir Ósk. Gjaldeyrinn kom þó því Ósk seldi Rope Yoga búnaðinn og þar með var Flórídaferðin tryggð. Og það var í þessari Flórída ferð, lokuð inni í húsi og alein, sem drögin að þerapíunni Lærðu að elska þig urðu til. Hugmyndin að þerapíunni Lærðu að elska þig varð til um jólin 2009 þegar að Ósk var alein í Flórída. Hún hafði þá nýlega greitt sína síðustu greiðslu fyrir reksturinn í kjölfar bankahruns sem þó kostaði einnig að hún missti íbúðina sína. Helst langaði Ósk til að loka sig inni einhvers staðar, hvíla hugann og grenja. Eftir ferðina til Flórída hélt Ósk áfram að semja, þróa og búa til heildstætt námskeið. Formlegur opnunardagur þerapíunnar var 10.október árið 2010 eða 10.10.10. Þegar að Ósk kom heim, hélt hún áfram að vinna í þerapíunni. Að semja. Að búa til heildstætt plan. Loks var þerapían tilbúin og hún formlega sett af stað þann 10.október 2010: 10.10.10. Og hvað gerðist? Systkinin Ósk og Ófeigur við Kötlu. Þar fundu þau skilti sem vísuðu á fæðingarártölin þeirra því Ósk er fædd árið 1964 í Vestmannaeyjum en Ófeigur eldgosarárið 1973. Ósk tengir sig enn mikið við Vestmannaeyjar en segir alla þekkja Ófeig í Hafnarfirði þangað sem fjölskyldan flutti árið 1980. Ófeigur bróðir Óskar er einn þeirra tuttugu kennara sem Ósk hefur útskrifað sem kennara að þerapíunni Lærðu að elska þig. „Ég fékk einn viðskiptavin,“ segir Ósk og skellihlær. Sá viðskiptavinur vissi reyndar ekki annað en að hún væri að koma í höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð en Ósk sagði að það hefði hjálpað sér að ákveða dagsetningu til að miða við fyrir „launch“ á þerapíunni. Boltinn fór þó að rúlla því af orðspori fóru fleiri að sækjast í að koma til Óskar. „Þerapían var samt allt öðruvísi þá og mótaðist mikið næstu árin á eftir.“ Balí og hugmyndin um fleiri kennara Hugmyndin um að staðsetja sig á Balí kom skemmtilega óvart. „Einn daginn hringir í mig kona af Kjalarnesi. Þetta var um vetur og veðrið var brjálað, mikill snjór og umferðin þung og hægfara. Konan spurði mig hvort við gætum tekið tímann á Skype því hún sæi fram á að verða annars alltof sein,“ segir Ósk og bætir við: „Og þá hugsaði ég: Já skype? Ég get þá allt eins verið á Balí!“ Frá árinu 2014 og fram að heimsfaraldri, hefur Ósk meira og minna verið staðsett á Balí, nema á sumrin. Hún segir dagana þar alla eins og yndislegt ævintýri. Tímamismunurinn er þannig að ég hitti ekki viðskiptavinina mína fyrr en seinni part dags, sem þýðir að ég er frjáls fram að þeim tíma. Dæmigerður dagur er að ég hjóla á morgnana í jóga. Þar hitti ég oftar en ekki eitthvað yndislegt fólk alls staðar að úr heiminum og læt þá bara ráðast hvað ég geri næst. Fer kannski með þeim að borða í hádeginu og enda með að rölta niður á strönd.“ Ósk segir að frá upphafi hafi hún verið með bílstjóra á Balí og þar sem dömuferðirnar hennar til Balí hafa verið svo vinsælar, nýti hún líka tímann oft til að keyra um og skoða mismunandi staði eða prófa veitingastaði, hótel og fleira, sem síðan enda sem liður í ferðunum. En hvers vegna dömuferðir til Balí? „Á Rope Yoga árunum mínum kynntist ég mörgum konum sem voru í algjöru „burn-outi“ eins og kulnun var kölluð þá. Að skipta algjörlega um umhverfi og hvílast á stað eins og Balí gerir kraftaverk, enda sækir fólk til Balí alls staðar að úr heiminum til að næra sig á líkama og sál.“ „Covid ýtti brosinu niður því með grímunni þurfum við ekki að brosa,“ segir Ósk sem er staðráðin í að bjóða upp á ferðir til Kólumbíu eftir tvö til þrjú ár, ekki síst til að efla gleðina. Á þessari mynd má sjá hóp sem fór í dömuferð með Ósk til Balí árið 2019. Í apríl 2022 er uppselt í ferð með Ósk til Ítalíu en mögulega verður önnur ferð þangað næsta haust. Hvernig kom það til að þú fórst að þjálfa annað fólk til að kenna? „Það hringdi í mig kona og bað um tíma en það var allt uppbókað hjá mér þannig að ég bauð henni að fara á biðlista. Þá sagði hún: Það gengur auðvitað ekki að þú sért alltaf með biðlista. Það þurfa að vera fleiri að kenna þetta.“ Og Ósk varð hugsi. Lengi hafði ég stefnt á erlendan markað en fjöldi íslenskra viðskiptavina hefur bara alltaf verið svo mikill að ég hef ekki enn komist í það verkefni. En þarna fór ég að velta fyrir mér hvort réttast væri að þerapían væri fyrirfram skilgreint námsefni en ekki þannig að ég væri að meta það í hverjum tíma, hvaða æfingu ætti að taka fyrir næst.“ Eitt kvöldið fékk Ósk hugljómun. „Þetta var eins og í bíómynd. Um alla íbúðina mína á Balí lágu blöð á gólfinu sem ég raðaði upp í kafla. Allt í einu áttaði ég mig á því að æfingarnar tengdust chakra-stöðvunum, eða orkustöðvarnar sjö sem ég kunni svo vel frá jóganu.“ Heildrænna gat það ekki orðið. Úr varð nokkurs konar handbók þerapíunnar Lærðu að elska þig, sem nú er einnig hægt að taka í smækkaðri mynd sem netnámskeið sem varð síðan kveikjan nokkrum styttri netnámskeiðum. Í vetur hefur Ósk verið í samstarfsverkefni með Grunnskólanum í Vestmannaeyjum þar sem þerapían Lærðu að elska þig hefur verið útfærð fyrir nemendur á unglingastigi. Í þerapíunni er meðal annars kennt hvernig við getum verið öruggari með okkur sjálf, hætt að hlusta á innri efasemdarröddina okkar, verið jákvæðari og sjálfbær í að takast á við hvaða aðstæður eða líðan sem er. Ósk segir nemendur hafa sinnt æfingum námskeiðsins af kostgæfni. Þá hefur Ósk útskrifað tuttugu einstaklinga úr kennaranámi þerapíunnar. Í vetur hefur Ósk einnig verið í samstarfsverkefni með grunnskólanum í Vestmannaeyjum þar sem verið er að útfæra þerapíuna fyrir 9. bekkjar nemendur. Þar hefur hún fengið dyggan stuðning frá umsjónarkennurum bekkjanna og kennaranema í þerapíunni. Saman hafa þær þróað og útfært þerapíuna fyrir krakkana sem hafa sinnt æfingunum af kostgæfni. Þá segir Ósk eftirspurnina eftir fyrirlestrum og námskeiðum fyrir vinnustaði hafa aukist eftir Covid. Auðveldara sé að vinna með stærri hópa á Teams eða öðru fjarforriti, því nú kunna þetta allir. Værir þú að gera aðra hluti ef þú værir að láta drauma þína rætast? Stuttu fyrir heimsfaraldur lagði Ósk upp í ferð til Suður Ameríku með vinkonu sinni. „Ég hafði alltaf séð Kosta Ríka fyrir mér í hilllingum og hlakkaði mikið til að fara þangað. Við ætluðum síðan að ferðast meira um Suður Ameríku, fara til Panama, Kólumbíu og fleira.“ Og hvernig var? „Mér fannst ekkert varið í Kosta Ríka! Og þótt það hefði verið mjög gaman að fara til Panama, var það Kólumbía sem ég gjörsamlega féll fyrir. Ég er ákveðin í því að eftir tvö til þrjú ár fer ég að skipuleggja einhverjar ferðir þangað og leggja þá meiri áherslu á gleðina.“ Hvers vegna meiri gleði? Covid ýtti brosinu niður því með grímunni þurfum við ekki að brosa. En við þurfum á gleðinni að halda. Við höfum líka gott að því að dansa aðeins meira og liðka mjaðmirnar,“ segir Ósk og skellir upp úr. Fljótlega eftir að Covid skall á, tók Ósk ákvörðun um að koma heim til Íslands og bíða af sér faraldurinn. Ætlunin var síðan að fara aftur út til Balí. Í september sagði Ósk hins vegar upp íbúðinni sinni þar og ákvað að færa lífið sitt til Amalfi á Ítalíu. „Lífið er stútfullt af möguleikum,“ segir Ósk eins og ekkert sé eðlilegra en að flytja sig frá Balí til Ítalíu með viðkomu á Íslandi. Og þar sem hún er stödd á Íslandi í desember, fannst henni heldur ekkert eðlilegra en að skipuleggja Dömuhátíð um jólin sem þýðir að yfir hátíðirnar dvelur Ósk á hóteli í borginni, með öðrum konum sem eru einar um jólin. Á næsta ári fer Ósk aftur til Ítalíu en áður en hún fer þangað, ætlar hún að heimsækja dóttur sína til Ástralíu. Um leið og færi gefst. Þá er hún mikið bókuð í vinnunni. Fullbókað er í þerapíuna Lærðu að elska þig eftir áramót en skráningar opnar fyrir þerapíunni sem netnámskeið. Uppselt er í dömuferð til Ítalíu í apríl með Ósk og Bryndísi Kjartansdóttir en Ósk segir mögulegt að önnur ferð bjóðist næsta haust. Þar sem ekki er fyrirséð hvenær heimsfaraldri lýkur, sagði Ósk upp íbúðinni sinni á Balí síðastliðið haust en hefur nú staðsett sig á Amalfí á Ítalíu. Þangað heimsóttu æskuvinkonur hennar úr Eyjum hana í haust, þær Sigrún Elíasdóttir og Elva Ósk Ólafsdóttir leikkona. Allar ólust þær upp í Vestmannaeyjum þar sem Ósk segir að þær hafi stofnað fyrirtæki kallað Þrídrangar þegar þær voru 13 ára. Viðtalinu fer að ljúka og ekki laust við að blaðamaður velti því fyrir sér hvernig lífið væri, ef æðruleysið fyrir komandi tíma, jákvæðnin, kátínan og gleðin væri jafn einkennandi hjá öllum og það augljóslega er hjá Ósk. Ósk og Elizabeth Gilbert náðu einhvern veginn að finna sína leið, það er augljóst. En þýðir það að við þurfum öll að vera þunglynd, vansæl eða lenda í stórum áföllum áður en við náum þessum árangri með sjálfið okkar? Svo virðist ekki vera, því í auglýsingu um þerapíuna Lærðu að elska þig segir: „Það þarf akkúrat ekkert að vera að hjá þér til þess að langa að til að koma á námskeiðið Lærðu að elska þig – það er nóg að þig langi til að líða betur og hafa gaman.“ Þá er fólk hvatt til þess að svara spurningum eins og: Hvað er það sem þú elskar að gera og kemur þér í gott skap? Er það eitthvað sem þú ert að gera reglulega? Værir þú að gera aðra hluti ef þú værir að láta drauma þína rætast? Í þerapíunni Lærðu að elska þig þjálfar Ósk fólk meðal annars í að hlusta á innsæið sitt, sem hún segir alltaf besta leiðbeinandann okkar. Innsæið vísi okkur alltaf veginn að því sem er réttast og best fyrir okkur sjálf. Með því að hlusta á innsæið okkar erum við betur í stakk búin til að skapa okkur okkar eigið draumalíf. Ósk segir besta leiðbeinandann sem hver og einn getur hlustað á, vera innsæið okkar. Allir búa yfir innsæi, þótt misjafnt sé hvernig fólk upplifir það. Sumir upplifa innsæið sitt til dæmis sem einhvers konar innri rödd en aðrir sem tilfinningu. Í lögguþáttum er innsæi til dæmis oftast lýst sem „gut feeling“ þeirra bestu. Hluti af þerapíu Óskar er að þjálfa sig í að hlusta á þetta innsæi sem hún segir að vísi okkur alltaf veginn að því sem er réttast og best. Fyrir okkur sjálf. Og Ósk tekur dæmi: Hjá mér var það til dæmis þannig að þó ég væri stundum að gefast upp var alltaf einhver sterk rödd innra með mér sem sagði: „Ósk, haltu áfram!“ Þetta var innsæið mitt að tala. Og ef ég hefði ekki hlustað á þessa rödd, væri Lærðu að elska þig ekki til.“ Fyrri hluti viðtalsins við Ósk má sjá hér: Helgarviðtal Atvinnulífsins Heilsa Góðu ráðin Íslendingar erlendis Starfsframi Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrum við sögu Guðbjargar Óskar og hvað varð til þess að hún bjó til þerapíuna Lærðu að elska þig árið 2010. Síðan þá, hafa hátt í fjögur þúsund manns sótt hjá henni námskeið og yfir tuttugu manns útskrifast sem kennarar námskeiða. Með sanni má segja að margt í sögu Óskar sé líkt sögu Elizabeth Gilbert í metsölubókinni Borða, biðja, elska. Leikkonan Julia Roberts lék Gilbert í kvikmyndinni Eat, Pray, Love. Sú saga hefst þegar Gilbert er um þrítug og var í góðri vinnu, átti fallegt heimili og mann sem vildi stofna fjölskyldu. En þótt allt væri eins og það „átti“ að vera, var Gilbert einmana, þunglynd og óhamingjusöm. Gilbert ákvað að finna sjálfa sig, hélt til Ítalíu, Indlands og loks Balí. Þar fann hún hamingjuna því þá loks var hún orðin sú útgáfa af sjálfri sér, sem hún vildi vera. Þegar að við skildum við Ósk í fyrri hluta viðtals sem birt var á Vísi í gær, var staðan þannig að Ósk vissi innst inni að hún yrði að vinna eitthvað í sjálfri sér: Hún var í draumastarfinu, átti yndislega fjölskyldu, rak fyrirtæki en var neikvæð og vansæl. En hvað gat hún gert? Þegar að Ósk var á fertugsaldri áttaði hún á sig að hún þyrfti að breyta sjálfri sér. Hún var oft stressuð, pirruð, neikvæð og eins og hengd upp á þráð. En hvað átti hún að gera og hvernig? Mörg ár liðu, í uppsveiflum og niðursveiflum, áður en Ósk bjó til þerapíuna Lærðu að elska þig árið 2010. Nú hafa hátt í fjögur þúsund manns sótt hjá henni ýmiss námskeið. Þar af um 1500 þerapíuna Lærðu að elska þig sem tekur um 9 til 11 mánuði. Byrjaði að lesa í laumi Þar sem Ósk var slæm í baki hafði hún um tíma stundað jóga sem gaf henni mikið. Til dæmis segir hún að yndislegir jógatímar Önnu Björnsdóttur hafi bjargað andlegri líðan henni um tíma. Alla Sigga frænka Óskar í Bandaríkjunum var ötul að senda bækur um uppbyggilegt efni. Mér fannst andlegar bækur alveg út í Hróa hött. Ég skammaðist mín fyrir að þurfa hjálp og fannst fáránleg tilhugsun að fara að sækja í einhverjar bækur. Ég man að ég hugsaði: Hver þarf eiginlega að lesa svona?“ Áhuginn á því jákvæða fór þó vaxandi og átti jógaumhverfið ekki síst þátt í því. „Ég byrjaði samt á því að lesa þessar bækur í laumi,“ segir Ósk og brosir. Ósk á góðri stundu með syninum Luigi Árelíus, sem fæddur árið 1992. Ósk reynir að vera sem mest á Íslandi yfir sumartímann og hér eru mæðginin við Raufarhólshelli. Úrvalið var ekki nálægt því sem fólk þekkir í dag en Ósk kynntist mörgum sem henni fannst gefa sér mikið. Til dæmis starfaði hún um tíma með Konráði Adolphsson, en hann stofnaði Dale Carnegie á Íslandi árið 1965 og rak það í 36 ár. „Hjá honum lærði ég að æfingin skapar meistarann og ákvað að verða meistari í að breyta sjálfri mér og æfa mig í að vera eins og mig langaði til að vera.“ Annar maður hafði mikil áhrif en það er Guðni Gunnarsson Rope Yoga hönnuður og lífskúnster. Ósk tók að sér fósturdótturina Huldu Bjarkar sem fædd er árið 1983. Hér eru þær mæðgurnar við Ulun Danu Beratan hofið í Bedugul á Norður Balí. Árið 2004 las Ósk viðtal við Guðna í tímariti. Nokkrum dögum síðar pantaði hún sér flug til Los Angeles þar sem Guðni bjó þá og fór í ráðgjafatíma hjá honum. „Loksins fór eitthvað að gerast í sjálfseflingunni,“ segir Ósk um þessi kynni. Mæðgurnar Ósk og María Birgit sem fæddist árið 1992, að prófa eitthvað ævintýri á Balí sem Ósk vildi kanna fyrir ferðirnar sínar þangað. María býr í Ástralíu og þangað stefnir Ósk á að komast í heimsókn sem fyrst. Guðni hvatti Ósk til dáða þannig að hún fór smátt og smátt að taka stærri og viðameiri skref í því að efla sjálfa sig. Í janúar árið 2005 opnaði Ósk sína eigin Rope Yoga stöð í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Fréttablaðið fjallaði um opnun stöðvarinnar. Í grein í blaðinu segir: „Auk þess býður Guðbjörg upp á aðstöðu á stöðinni þar sem fólk getur sest niður og gluggað í bækur og blöð sem tengjast andlegum efnum.“ Já, Ósk var loks hætt að lesa í laumi. Þegar þjóðin söng með ABBA blessaði Geir Haarde Ísland Og enn þyrsti Ósk í að læra meira. Oft eitthvað óhefðbundið en allt eitthvað til að heila fólk og hjálpa: Höfuðbeina- og spjaldhryggjanám Reiki Human behavior, function and awareness – mannleg hegðun, virkni og meðvitund Viðnámsteygjur sem Ósk breytti í Happy Yoga Orkunudd, en þar eru fætur notaðar til að nudda líkaman Orkuheilun Hugleiðslutækni Kúndalíni Ho´oponopono og ýmiss styttri námskeið Breytingin sem varð á Ósk fór ekki framhjá neinum. Þá hvað síst eiginmanninum Domenico sem smitaðist af áhuganum og kom á fullt í Rope Yoga kennsluna með Ósk. Þau skildu þó árið 2006. Í byrjun árs árið 2008 fór Ósk til Balí í fyrsta sinn og var þar í nokkra mánuði með þáverandi kærasta sínum. „Ég vissi strax í þeirri ferð að þangað kæmi ég aftur.“ Þegar heim var komið var í nægu að snúast. Kvikmyndin Mamma Mía sló í gegn hjá landanum og ungir sem aldnir sungu ABBA lögin eins og enginn væri morgundagurinn. Ósk hitti tvíburana í Myndform og Laugarásbíó og sannfærði þá um að halda eina „syngdu með“ Mamma Mía sýningu. Þær sýningar urðu á endanum tíu talsins! Í ágúst 2008 segir Morgunblaðið frá einni slíkri sýningu undir fyrirsögninni „Sungið, dansað, æpt og stappað.“ Lítið vissi fólk þó þá, hvað var í vændum örfáum vikum síðar. Bankahrunið er kennt við dagsetninguna 6.október árið 2008; daginn sem Geir Haarde, þáverandi forsætisráðherra, blessaði Ísland. Þennan sama dag opnaði Ósk Heilsusetrið í Faxafeni og þetta haust var grunlaus þjóðin enn að syngja ABBA lögin úr kvikmyndinni Mamma Mía sem nýlega hafði slegið í gegn. Næstu árin á eftir fóru þúsundir Íslendinga í andlegt, líkamlegt og fjárhagslegt þrot. Ósk tók á leigu stórt húsnæði í Faxafeni þar sem Hreyfing var áður til húsa. Þar var ætlunin að opna Heilsusetur þar sem fólk gæti stundað Rope Yoga, hugleiðslu, borðað hollan mat, gluggað í andlegt lesefni og fleira. Framkvæmdir í húsnæðinu stóðu yfir svo vikum skipti og að mörgu að huga fyrir opnuninni sem fyrirhuguð var 6.október 2008. Á opnunardegi var Ósk nýkomin úr sturtu og við það að fara að hafa sig til fyrir veislu, þegar María Birgit dóttir hennar hringir. „Mamma ertu búin að heyra fréttirnar?“ „Nei.“ „Geir Haarde var í sjónvarpinu og sagði eitthvað um að Ísland væri farið á hausinn.“ Eftir að hafa kynnst Guðna Gunnarssyni Rope Yoga hönnuðar og lífskúnster, fór loksins að gerast eitthvað í sjálfseflingunni. Guðni hvatti Ósk til dáða og í janúar árið 2005 opnaði Ósk fyrstu Rope Yoga stöðina á Íslandi. Þann 6.október 2008 opnaði Ósk Heilsusetrið í Faxafeni og sagði Fréttablaðið frá opnun beggja staðanna. Alein á Flórída: Þar sem þó allt varð til Ég man enn tilfinninguna sem fylgdi því þegar að ég greiddi síðustu greiðsluna mína fyrir reksturinn, en þá mætti ég með poka af peningum í innheimtufyrirtækið. Þetta var í nóvember 2009,“ segir Ósk sem upplifði það sem þúsundir fyrirtækja og heimila upplifðu eftir hrun: Að fara í andlegt, líkamlegt og fjárhagslegt þrot. Ósk greiddi það sem hún gat fyrir reksturinn en missti íbúðina sína. Fyrir jólin 2009 lá fyrir að börn Óskar ætluðu til föður síns á Ítalíu og vera um jólin. Ósk upplifði sig alveg búna á því en hafði alltaf á tilfinningunni að hún gæti gert meira. Helst langaði hana að fara í burtu. Loka sig inni. Hvíla hugann. Grenja í friði. Vinkona hennar sagði henni þá að hún gæti fengið íbúð lánaða á Flórída um jólin. Önnur vinkona sagði að þau hjónin gætu gefið henni flug til Flórída. Svona voru hlutirnir bara að raðast upp þar sem Ósk var að fá frábær tækifæri og gjafir í fangið. „En ég skammaðist mín svo mikið fyrir blankheitin að ég þorði ekki að segja þeim að ég ætti ekki krónu í gjaldeyri,“ segir Ósk. Gjaldeyrinn kom þó því Ósk seldi Rope Yoga búnaðinn og þar með var Flórídaferðin tryggð. Og það var í þessari Flórída ferð, lokuð inni í húsi og alein, sem drögin að þerapíunni Lærðu að elska þig urðu til. Hugmyndin að þerapíunni Lærðu að elska þig varð til um jólin 2009 þegar að Ósk var alein í Flórída. Hún hafði þá nýlega greitt sína síðustu greiðslu fyrir reksturinn í kjölfar bankahruns sem þó kostaði einnig að hún missti íbúðina sína. Helst langaði Ósk til að loka sig inni einhvers staðar, hvíla hugann og grenja. Eftir ferðina til Flórída hélt Ósk áfram að semja, þróa og búa til heildstætt námskeið. Formlegur opnunardagur þerapíunnar var 10.október árið 2010 eða 10.10.10. Þegar að Ósk kom heim, hélt hún áfram að vinna í þerapíunni. Að semja. Að búa til heildstætt plan. Loks var þerapían tilbúin og hún formlega sett af stað þann 10.október 2010: 10.10.10. Og hvað gerðist? Systkinin Ósk og Ófeigur við Kötlu. Þar fundu þau skilti sem vísuðu á fæðingarártölin þeirra því Ósk er fædd árið 1964 í Vestmannaeyjum en Ófeigur eldgosarárið 1973. Ósk tengir sig enn mikið við Vestmannaeyjar en segir alla þekkja Ófeig í Hafnarfirði þangað sem fjölskyldan flutti árið 1980. Ófeigur bróðir Óskar er einn þeirra tuttugu kennara sem Ósk hefur útskrifað sem kennara að þerapíunni Lærðu að elska þig. „Ég fékk einn viðskiptavin,“ segir Ósk og skellihlær. Sá viðskiptavinur vissi reyndar ekki annað en að hún væri að koma í höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð en Ósk sagði að það hefði hjálpað sér að ákveða dagsetningu til að miða við fyrir „launch“ á þerapíunni. Boltinn fór þó að rúlla því af orðspori fóru fleiri að sækjast í að koma til Óskar. „Þerapían var samt allt öðruvísi þá og mótaðist mikið næstu árin á eftir.“ Balí og hugmyndin um fleiri kennara Hugmyndin um að staðsetja sig á Balí kom skemmtilega óvart. „Einn daginn hringir í mig kona af Kjalarnesi. Þetta var um vetur og veðrið var brjálað, mikill snjór og umferðin þung og hægfara. Konan spurði mig hvort við gætum tekið tímann á Skype því hún sæi fram á að verða annars alltof sein,“ segir Ósk og bætir við: „Og þá hugsaði ég: Já skype? Ég get þá allt eins verið á Balí!“ Frá árinu 2014 og fram að heimsfaraldri, hefur Ósk meira og minna verið staðsett á Balí, nema á sumrin. Hún segir dagana þar alla eins og yndislegt ævintýri. Tímamismunurinn er þannig að ég hitti ekki viðskiptavinina mína fyrr en seinni part dags, sem þýðir að ég er frjáls fram að þeim tíma. Dæmigerður dagur er að ég hjóla á morgnana í jóga. Þar hitti ég oftar en ekki eitthvað yndislegt fólk alls staðar að úr heiminum og læt þá bara ráðast hvað ég geri næst. Fer kannski með þeim að borða í hádeginu og enda með að rölta niður á strönd.“ Ósk segir að frá upphafi hafi hún verið með bílstjóra á Balí og þar sem dömuferðirnar hennar til Balí hafa verið svo vinsælar, nýti hún líka tímann oft til að keyra um og skoða mismunandi staði eða prófa veitingastaði, hótel og fleira, sem síðan enda sem liður í ferðunum. En hvers vegna dömuferðir til Balí? „Á Rope Yoga árunum mínum kynntist ég mörgum konum sem voru í algjöru „burn-outi“ eins og kulnun var kölluð þá. Að skipta algjörlega um umhverfi og hvílast á stað eins og Balí gerir kraftaverk, enda sækir fólk til Balí alls staðar að úr heiminum til að næra sig á líkama og sál.“ „Covid ýtti brosinu niður því með grímunni þurfum við ekki að brosa,“ segir Ósk sem er staðráðin í að bjóða upp á ferðir til Kólumbíu eftir tvö til þrjú ár, ekki síst til að efla gleðina. Á þessari mynd má sjá hóp sem fór í dömuferð með Ósk til Balí árið 2019. Í apríl 2022 er uppselt í ferð með Ósk til Ítalíu en mögulega verður önnur ferð þangað næsta haust. Hvernig kom það til að þú fórst að þjálfa annað fólk til að kenna? „Það hringdi í mig kona og bað um tíma en það var allt uppbókað hjá mér þannig að ég bauð henni að fara á biðlista. Þá sagði hún: Það gengur auðvitað ekki að þú sért alltaf með biðlista. Það þurfa að vera fleiri að kenna þetta.“ Og Ósk varð hugsi. Lengi hafði ég stefnt á erlendan markað en fjöldi íslenskra viðskiptavina hefur bara alltaf verið svo mikill að ég hef ekki enn komist í það verkefni. En þarna fór ég að velta fyrir mér hvort réttast væri að þerapían væri fyrirfram skilgreint námsefni en ekki þannig að ég væri að meta það í hverjum tíma, hvaða æfingu ætti að taka fyrir næst.“ Eitt kvöldið fékk Ósk hugljómun. „Þetta var eins og í bíómynd. Um alla íbúðina mína á Balí lágu blöð á gólfinu sem ég raðaði upp í kafla. Allt í einu áttaði ég mig á því að æfingarnar tengdust chakra-stöðvunum, eða orkustöðvarnar sjö sem ég kunni svo vel frá jóganu.“ Heildrænna gat það ekki orðið. Úr varð nokkurs konar handbók þerapíunnar Lærðu að elska þig, sem nú er einnig hægt að taka í smækkaðri mynd sem netnámskeið sem varð síðan kveikjan nokkrum styttri netnámskeiðum. Í vetur hefur Ósk verið í samstarfsverkefni með Grunnskólanum í Vestmannaeyjum þar sem þerapían Lærðu að elska þig hefur verið útfærð fyrir nemendur á unglingastigi. Í þerapíunni er meðal annars kennt hvernig við getum verið öruggari með okkur sjálf, hætt að hlusta á innri efasemdarröddina okkar, verið jákvæðari og sjálfbær í að takast á við hvaða aðstæður eða líðan sem er. Ósk segir nemendur hafa sinnt æfingum námskeiðsins af kostgæfni. Þá hefur Ósk útskrifað tuttugu einstaklinga úr kennaranámi þerapíunnar. Í vetur hefur Ósk einnig verið í samstarfsverkefni með grunnskólanum í Vestmannaeyjum þar sem verið er að útfæra þerapíuna fyrir 9. bekkjar nemendur. Þar hefur hún fengið dyggan stuðning frá umsjónarkennurum bekkjanna og kennaranema í þerapíunni. Saman hafa þær þróað og útfært þerapíuna fyrir krakkana sem hafa sinnt æfingunum af kostgæfni. Þá segir Ósk eftirspurnina eftir fyrirlestrum og námskeiðum fyrir vinnustaði hafa aukist eftir Covid. Auðveldara sé að vinna með stærri hópa á Teams eða öðru fjarforriti, því nú kunna þetta allir. Værir þú að gera aðra hluti ef þú værir að láta drauma þína rætast? Stuttu fyrir heimsfaraldur lagði Ósk upp í ferð til Suður Ameríku með vinkonu sinni. „Ég hafði alltaf séð Kosta Ríka fyrir mér í hilllingum og hlakkaði mikið til að fara þangað. Við ætluðum síðan að ferðast meira um Suður Ameríku, fara til Panama, Kólumbíu og fleira.“ Og hvernig var? „Mér fannst ekkert varið í Kosta Ríka! Og þótt það hefði verið mjög gaman að fara til Panama, var það Kólumbía sem ég gjörsamlega féll fyrir. Ég er ákveðin í því að eftir tvö til þrjú ár fer ég að skipuleggja einhverjar ferðir þangað og leggja þá meiri áherslu á gleðina.“ Hvers vegna meiri gleði? Covid ýtti brosinu niður því með grímunni þurfum við ekki að brosa. En við þurfum á gleðinni að halda. Við höfum líka gott að því að dansa aðeins meira og liðka mjaðmirnar,“ segir Ósk og skellir upp úr. Fljótlega eftir að Covid skall á, tók Ósk ákvörðun um að koma heim til Íslands og bíða af sér faraldurinn. Ætlunin var síðan að fara aftur út til Balí. Í september sagði Ósk hins vegar upp íbúðinni sinni þar og ákvað að færa lífið sitt til Amalfi á Ítalíu. „Lífið er stútfullt af möguleikum,“ segir Ósk eins og ekkert sé eðlilegra en að flytja sig frá Balí til Ítalíu með viðkomu á Íslandi. Og þar sem hún er stödd á Íslandi í desember, fannst henni heldur ekkert eðlilegra en að skipuleggja Dömuhátíð um jólin sem þýðir að yfir hátíðirnar dvelur Ósk á hóteli í borginni, með öðrum konum sem eru einar um jólin. Á næsta ári fer Ósk aftur til Ítalíu en áður en hún fer þangað, ætlar hún að heimsækja dóttur sína til Ástralíu. Um leið og færi gefst. Þá er hún mikið bókuð í vinnunni. Fullbókað er í þerapíuna Lærðu að elska þig eftir áramót en skráningar opnar fyrir þerapíunni sem netnámskeið. Uppselt er í dömuferð til Ítalíu í apríl með Ósk og Bryndísi Kjartansdóttir en Ósk segir mögulegt að önnur ferð bjóðist næsta haust. Þar sem ekki er fyrirséð hvenær heimsfaraldri lýkur, sagði Ósk upp íbúðinni sinni á Balí síðastliðið haust en hefur nú staðsett sig á Amalfí á Ítalíu. Þangað heimsóttu æskuvinkonur hennar úr Eyjum hana í haust, þær Sigrún Elíasdóttir og Elva Ósk Ólafsdóttir leikkona. Allar ólust þær upp í Vestmannaeyjum þar sem Ósk segir að þær hafi stofnað fyrirtæki kallað Þrídrangar þegar þær voru 13 ára. Viðtalinu fer að ljúka og ekki laust við að blaðamaður velti því fyrir sér hvernig lífið væri, ef æðruleysið fyrir komandi tíma, jákvæðnin, kátínan og gleðin væri jafn einkennandi hjá öllum og það augljóslega er hjá Ósk. Ósk og Elizabeth Gilbert náðu einhvern veginn að finna sína leið, það er augljóst. En þýðir það að við þurfum öll að vera þunglynd, vansæl eða lenda í stórum áföllum áður en við náum þessum árangri með sjálfið okkar? Svo virðist ekki vera, því í auglýsingu um þerapíuna Lærðu að elska þig segir: „Það þarf akkúrat ekkert að vera að hjá þér til þess að langa að til að koma á námskeiðið Lærðu að elska þig – það er nóg að þig langi til að líða betur og hafa gaman.“ Þá er fólk hvatt til þess að svara spurningum eins og: Hvað er það sem þú elskar að gera og kemur þér í gott skap? Er það eitthvað sem þú ert að gera reglulega? Værir þú að gera aðra hluti ef þú værir að láta drauma þína rætast? Í þerapíunni Lærðu að elska þig þjálfar Ósk fólk meðal annars í að hlusta á innsæið sitt, sem hún segir alltaf besta leiðbeinandann okkar. Innsæið vísi okkur alltaf veginn að því sem er réttast og best fyrir okkur sjálf. Með því að hlusta á innsæið okkar erum við betur í stakk búin til að skapa okkur okkar eigið draumalíf. Ósk segir besta leiðbeinandann sem hver og einn getur hlustað á, vera innsæið okkar. Allir búa yfir innsæi, þótt misjafnt sé hvernig fólk upplifir það. Sumir upplifa innsæið sitt til dæmis sem einhvers konar innri rödd en aðrir sem tilfinningu. Í lögguþáttum er innsæi til dæmis oftast lýst sem „gut feeling“ þeirra bestu. Hluti af þerapíu Óskar er að þjálfa sig í að hlusta á þetta innsæi sem hún segir að vísi okkur alltaf veginn að því sem er réttast og best. Fyrir okkur sjálf. Og Ósk tekur dæmi: Hjá mér var það til dæmis þannig að þó ég væri stundum að gefast upp var alltaf einhver sterk rödd innra með mér sem sagði: „Ósk, haltu áfram!“ Þetta var innsæið mitt að tala. Og ef ég hefði ekki hlustað á þessa rödd, væri Lærðu að elska þig ekki til.“ Fyrri hluti viðtalsins við Ósk má sjá hér:
Helgarviðtal Atvinnulífsins Heilsa Góðu ráðin Íslendingar erlendis Starfsframi Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira