Segir stefnumótaforritin ekki hafa verið mikið að gefa Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 20. desember 2021 13:30 Hann er einhleypur, rómantískur með eindæmum og finnst fátt meira heillandi en jákvæðni, húmor og snyrtimennska. Athafnamaðurinn Hlynur M. Jónsson svarar spurningum í viðtalsliðnum Boneorðin 10. „Maður verður að sækja draumana sína þar sem þeir koma ekki að sjálfu sér,“ segir athafnamaðurinn Hlynur M. Jónsson í viðtali við Makamál. Hlynur er 40 ára gamall og hefur hann mest alla ævi starfað í hótel- og veitingageiranum en sjálfur er hann menntaður framreiðslumeistari. Hlynur býr á Akureyri, er einhleypur og á eina þrettán ára dóttur. „Ætli ég sé ekki athafnamaður þar sem ég hef starfað á ýmsum sviðum í gegnum tíðina. Nú síðast starfaði ég meðal annars sem fjárfestinga- og fasteignaráðgjafi á Norður-Kýpur en er kominn heim aftur til að einbeita mér að öðrum verkefnum. Samhliða því held ég áfram að selja fasteignir á Norður Kýpur auðvitað, en með aðeins öðru sniði. Hlynur segir drauminn vera þann að vinna við að skapa og gera skemmtiefni við fjölmiðla. Hann er óhræddur við að prófa nýja hluti og segist vanur því að dýfa sér í djúpu laugina. Hlynur segist hafa mikið yndi á sölu, þróun og markaðssetningu og dreymir hann um að hanna eigin vörulínur. „Reyndar er það aðeins í vinnslu núna. En mig dreymir um að starfa við að skapa, búa til skemmtiefni, starfa við fjölmiðlun eins og þáttarstjórnun svo eitthvað sé nefnt. En hingað til hef ég bara hent mér í djúpu laugina til að prufa eitt og annað. Með misgóðum árangri þó. En maður verður að sækja draumana sína þar sem þeir koma ekki að sjálfu sér.“ Hvernig finnst þér stefnumótamenningin vera á Íslandi? „Almennt á Íslandi mætti stefnumótamenningin vera betri en sennilega er hún ekki sú versta í heimi. Við eigum nú okkar góðu móment hérna heima.“ Hlynur gefur ekki mikið fyrir hina svokölluðu stefnumótamenningu á Íslandi en segir hana þó líklega ekki þá verstu í heimi. Ertu á einhverjum stefnumótaforritum? Já, ég hef verið á Tinder og Smitten. Það eru einu forritin sem ég hef prufað og þau hafa reyndar ekki verið að gefa mikið, þannig. Hver er svona þín taktík þegar þú vilt sýna einhverjum áhuga? Það er svo sem engin taktík. Verður maður ekki bara að reyna að spinna sig að því hverju sinni eftir því hver á í hlut? Ertu rómantískur? Já, ég myndi nú segja það. Ég elska gott dekur og þess háttar. Bæði fyrir mig að njóta og svo veit ég ekkert skemmtilegra en að dekra við aðra og veita þeim ánægju, reyna að njóta hvers augnabliks. Draumastefnumótið eða draumamakinn? Draumastefnumótið mitt er að láta dekra við okkur bæði í mat og þjónustu. Fara á eitthvað lúxushótel og fara saman í spa, nudd og allan pakkann. Borða geggjaðan mat, að minnsta kosti þrjár máltíðir, slaka svo á í sameiningu og kynnast hvort öðru vel. Eins og að njóta einhverrar skemmtilegrar afþreyingar til að skoða svæðið saman. Til dæmis sleðaferð, útsýnisflug eða álíka. Hlynur er bæði á Tinder og Smitten en segir þó lítið vera að gerast í þeim málum. Hér fyrir neðan segir Hlynur frá því hvaða eiginleikar heilla hann og ekki í viðtalsliðnum Boneorðin 10. ON: Húmor og jákvæðni - Það er sjóðheitt, og virkilega góður eiginleiki, að hafa húmor fyrir sjálfum sér og lífinu almennt. Senda frá sér jákvæða strauma og njóta þess að vera til það er virkilega heillandi. Ævintýragirni - Vera skapandi og óhrædd að taka smá áhættu í lífinu. Snyrtimennska - Bera virðingu fyrir sjálfum sér, vera vel klædd. Manneskja með sjálfstraust og er ánægð með sjálfan sig heillar ávallt. Nautnaseggur - Manneskja sem elska gæðamat. Fara út að borða eða hangsa hreinlega bara á kaffihúsi yfir góðum bolla af kaffi og spjalla um lífið og daginn. Heimsborgari - Manneskja sem elskar að ferðast bæði innan- og utan lands og njóta þess að skoða heimahagana og heiminn. Aldrei vandamál að taka bara skyndiákvörðun að skreppa í ferðalag hvort sem er hér heima eða bara helgarferð til New York eða álíka. Það heillar mig mjög mikið að vilja afla sér þekkingu á landi og þjóð og öðrum menningarheimum og svo er svo gaman að njóta saman í ferðalögum. OFF: Drama og smámunasemi - Það er ekkert að því að hafa skoðanir og þess háttar en ekki tapa sér í dramatíkina yfir einhverju litlu, reyna frekar að sjá heildarmyndina í hlutunum. Tilætlunarsemi - Að ætlast til þess að allir geti séð hvað þú ert að hugsa og ætlast til að allir geri allt fyrir þig, það er virkilega óheillandi. Frekja og tillitsleysi - Almennt þá er ég að meina það að sýna ekki öðrum virðingu í kringum sig. Að þeytast áfram með dónaskap og ókurteisi er alls ekki heillandi í fari neins. Neikvæðni - Almennt finnst mér bara neikvætt andrúmsloft afar óheillandi. Lygar - Að vera óhreinskilin, óheiðarleg og reyna að fegra sannleikann er virkilega óheillandi. Hlynur er sjálfur mikill nautnaseggur og segist hann elska dekur. Bæði að upplifa það sjálfur og dekra við sína nánustu. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast Instagramprófíl Hlyns hér. Bone-orðin 10 Ástin og lífið Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Undir lokin var líkaminn alveg búinn að gefast upp Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Þriðjungur á erfitt með að tala um kynlíf við maka sinn Makamál Fjölástir á Íslandi algengari en fólk heldur Makamál „Hann er til í allar heimsins hugmyndir með mér“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Hlynur er 40 ára gamall og hefur hann mest alla ævi starfað í hótel- og veitingageiranum en sjálfur er hann menntaður framreiðslumeistari. Hlynur býr á Akureyri, er einhleypur og á eina þrettán ára dóttur. „Ætli ég sé ekki athafnamaður þar sem ég hef starfað á ýmsum sviðum í gegnum tíðina. Nú síðast starfaði ég meðal annars sem fjárfestinga- og fasteignaráðgjafi á Norður-Kýpur en er kominn heim aftur til að einbeita mér að öðrum verkefnum. Samhliða því held ég áfram að selja fasteignir á Norður Kýpur auðvitað, en með aðeins öðru sniði. Hlynur segir drauminn vera þann að vinna við að skapa og gera skemmtiefni við fjölmiðla. Hann er óhræddur við að prófa nýja hluti og segist vanur því að dýfa sér í djúpu laugina. Hlynur segist hafa mikið yndi á sölu, þróun og markaðssetningu og dreymir hann um að hanna eigin vörulínur. „Reyndar er það aðeins í vinnslu núna. En mig dreymir um að starfa við að skapa, búa til skemmtiefni, starfa við fjölmiðlun eins og þáttarstjórnun svo eitthvað sé nefnt. En hingað til hef ég bara hent mér í djúpu laugina til að prufa eitt og annað. Með misgóðum árangri þó. En maður verður að sækja draumana sína þar sem þeir koma ekki að sjálfu sér.“ Hvernig finnst þér stefnumótamenningin vera á Íslandi? „Almennt á Íslandi mætti stefnumótamenningin vera betri en sennilega er hún ekki sú versta í heimi. Við eigum nú okkar góðu móment hérna heima.“ Hlynur gefur ekki mikið fyrir hina svokölluðu stefnumótamenningu á Íslandi en segir hana þó líklega ekki þá verstu í heimi. Ertu á einhverjum stefnumótaforritum? Já, ég hef verið á Tinder og Smitten. Það eru einu forritin sem ég hef prufað og þau hafa reyndar ekki verið að gefa mikið, þannig. Hver er svona þín taktík þegar þú vilt sýna einhverjum áhuga? Það er svo sem engin taktík. Verður maður ekki bara að reyna að spinna sig að því hverju sinni eftir því hver á í hlut? Ertu rómantískur? Já, ég myndi nú segja það. Ég elska gott dekur og þess háttar. Bæði fyrir mig að njóta og svo veit ég ekkert skemmtilegra en að dekra við aðra og veita þeim ánægju, reyna að njóta hvers augnabliks. Draumastefnumótið eða draumamakinn? Draumastefnumótið mitt er að láta dekra við okkur bæði í mat og þjónustu. Fara á eitthvað lúxushótel og fara saman í spa, nudd og allan pakkann. Borða geggjaðan mat, að minnsta kosti þrjár máltíðir, slaka svo á í sameiningu og kynnast hvort öðru vel. Eins og að njóta einhverrar skemmtilegrar afþreyingar til að skoða svæðið saman. Til dæmis sleðaferð, útsýnisflug eða álíka. Hlynur er bæði á Tinder og Smitten en segir þó lítið vera að gerast í þeim málum. Hér fyrir neðan segir Hlynur frá því hvaða eiginleikar heilla hann og ekki í viðtalsliðnum Boneorðin 10. ON: Húmor og jákvæðni - Það er sjóðheitt, og virkilega góður eiginleiki, að hafa húmor fyrir sjálfum sér og lífinu almennt. Senda frá sér jákvæða strauma og njóta þess að vera til það er virkilega heillandi. Ævintýragirni - Vera skapandi og óhrædd að taka smá áhættu í lífinu. Snyrtimennska - Bera virðingu fyrir sjálfum sér, vera vel klædd. Manneskja með sjálfstraust og er ánægð með sjálfan sig heillar ávallt. Nautnaseggur - Manneskja sem elska gæðamat. Fara út að borða eða hangsa hreinlega bara á kaffihúsi yfir góðum bolla af kaffi og spjalla um lífið og daginn. Heimsborgari - Manneskja sem elskar að ferðast bæði innan- og utan lands og njóta þess að skoða heimahagana og heiminn. Aldrei vandamál að taka bara skyndiákvörðun að skreppa í ferðalag hvort sem er hér heima eða bara helgarferð til New York eða álíka. Það heillar mig mjög mikið að vilja afla sér þekkingu á landi og þjóð og öðrum menningarheimum og svo er svo gaman að njóta saman í ferðalögum. OFF: Drama og smámunasemi - Það er ekkert að því að hafa skoðanir og þess háttar en ekki tapa sér í dramatíkina yfir einhverju litlu, reyna frekar að sjá heildarmyndina í hlutunum. Tilætlunarsemi - Að ætlast til þess að allir geti séð hvað þú ert að hugsa og ætlast til að allir geri allt fyrir þig, það er virkilega óheillandi. Frekja og tillitsleysi - Almennt þá er ég að meina það að sýna ekki öðrum virðingu í kringum sig. Að þeytast áfram með dónaskap og ókurteisi er alls ekki heillandi í fari neins. Neikvæðni - Almennt finnst mér bara neikvætt andrúmsloft afar óheillandi. Lygar - Að vera óhreinskilin, óheiðarleg og reyna að fegra sannleikann er virkilega óheillandi. Hlynur er sjálfur mikill nautnaseggur og segist hann elska dekur. Bæði að upplifa það sjálfur og dekra við sína nánustu. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast Instagramprófíl Hlyns hér.
Bone-orðin 10 Ástin og lífið Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Undir lokin var líkaminn alveg búinn að gefast upp Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Þriðjungur á erfitt með að tala um kynlíf við maka sinn Makamál Fjölástir á Íslandi algengari en fólk heldur Makamál „Hann er til í allar heimsins hugmyndir með mér“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira