Fangar fengu kartöflu í skóinn Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. desember 2021 22:53 Kartafla í hverjum einasta skó á Hrauninu í morgun. facebook/afstaða Fangar á Litla-Hrauni urðu „undrandi og örlítið miður sín“ í morgun þegar þeir kíktu í skó sína sem þeir höfðu komið fyrir fyrir utan klefa sína í von um að fá gjöf frá jólasveininum. Við þeim öllum blasti nefnilega kartafla, þrátt fyrir fullyrðingar Afstöðu, félags fanga um góða hegðun þeirra í mánuðinum. Jólasveinninn sem ber ábyrgð á þessari köldu kveðju til fanga er Skyrgámur sem kom til byggða í morgun. Sagt er frá þessu skemmtilega atviki á Facebook-síðu Afstöðu. „Fátítt hefur verið á umliðnum árum að jólasveinarnir láti á sér kræla innan fangelsisveggja hér á landi og kom það því vistmönnum í fangelsinu á Hólmsheiði skemmtilega á óvart þegar þeir vöknuðu á dögunum og sáu að búið var að lauma sælgæti í skó þeirra,“ segir í færslunni. Vistmenn Litla-Hrauns ætluðu þá að leika leikinn eftir í von um að fá sælgæti frá jólasveininum en urðu fyrir vonbrigðum þegar þeir komu að tómum skó í gær og enn meiri vonbrigðum með kartöfluna í morgun. Þeir höfðu enda sýnt af sér fyrirmyndarhegðun í desember, að sögn Afstöðu. „Fulltrúar frá Afstöðu fóru í dag á Litla-Hraun til að taka stöðuna, lægja öldur og ganga úr skugga um að þar hefðu allir hegðað sér vel. Það er mál manna að jólasveinninn muni ekki hrekkja vistmenn á Litla-Hrauni að nýju og mega þeir búast við sælgæti í skóinn á næstunni, rétt eins og vistmenn á Hólmsheiði,“ segir í færslunni. „Annars var góð stemning á Hrauninu í dag og jólaundirbúningurinn í fullum gangi, það má því ekki gera ráð fyrir öðru en allir muni hegða sér þar vel, alla vega fram að jólum.“ Fangelsismál Jól Jólasveinar Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Jólasveinninn sem ber ábyrgð á þessari köldu kveðju til fanga er Skyrgámur sem kom til byggða í morgun. Sagt er frá þessu skemmtilega atviki á Facebook-síðu Afstöðu. „Fátítt hefur verið á umliðnum árum að jólasveinarnir láti á sér kræla innan fangelsisveggja hér á landi og kom það því vistmönnum í fangelsinu á Hólmsheiði skemmtilega á óvart þegar þeir vöknuðu á dögunum og sáu að búið var að lauma sælgæti í skó þeirra,“ segir í færslunni. Vistmenn Litla-Hrauns ætluðu þá að leika leikinn eftir í von um að fá sælgæti frá jólasveininum en urðu fyrir vonbrigðum þegar þeir komu að tómum skó í gær og enn meiri vonbrigðum með kartöfluna í morgun. Þeir höfðu enda sýnt af sér fyrirmyndarhegðun í desember, að sögn Afstöðu. „Fulltrúar frá Afstöðu fóru í dag á Litla-Hraun til að taka stöðuna, lægja öldur og ganga úr skugga um að þar hefðu allir hegðað sér vel. Það er mál manna að jólasveinninn muni ekki hrekkja vistmenn á Litla-Hrauni að nýju og mega þeir búast við sælgæti í skóinn á næstunni, rétt eins og vistmenn á Hólmsheiði,“ segir í færslunni. „Annars var góð stemning á Hrauninu í dag og jólaundirbúningurinn í fullum gangi, það má því ekki gera ráð fyrir öðru en allir muni hegða sér þar vel, alla vega fram að jólum.“
Fangelsismál Jól Jólasveinar Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira