Bretar segja að NATO hersveitir muni ekki verjast innrás í Úkraínu Heimir Már Pétursson skrifar 19. desember 2021 09:35 Evrópulönd NATO og Rússland með Úkraínu á milli sín. Grafík/Ragnar Visage Afar ólíklegt er að Bretar og bandamenn þeirra í Atlantshafsbandalaginu myndu senda hersveitir til aðstoðar Úkraínumönnum ef Rússar réðust inn í landið að sögn Ben Wallace varnarmálaráðherra Bretlands. Í viðtali við tímaritið Spectator segir hann að forystumenn NATO ríkja ættu ekki að gefa annað í skyn. Rússar hafa bætt í herafla sinn við landamærin að Úkraínu undanfarnar vikur og er talið að þar séu nú sjötíu þúsund hermenn og þungavopn. Vestræn ríki hafa hvatt Vladimir Putin Rússlandsforseta til að draga herafla sinn til baka og hóta hertum viðskiptaþvingunum geri Rússar innrás í Úkraínu. Á föstudag svaraði Putin með lista af kröfum sem verða að teljast algerlega óaðgengilegar af aðildarríkjum NATO. Meginkrafan er að vestræn NATO ríki dragi allan herafla sinn til baka frá Eystrasaltsríkjunum og Póllandi og lýsi því yfir að Úkraína og Georgía fái aldrei aðilda að Atlantshafsbandalaginu. Putin klæðir hörku sína gagnvart Úkraínu með því að hún sé svar við óskum stjórnvalda þar til að gerast aðilar að NATO. Hörkuna í samskiptum ríkjanna og Rússa við NATO ríkin má hins vegar rekja til falls gjörspilltrar leppstjórnar Rússa í Úkraínu árið 2013, innlimunar Rússa á Krímskaga árið 2014 og stuðnings Rússa við uppreisnaröfl í austurhluta Úkraínu og beinni þátttöku rússneskra hermanna í átökum við stjórnarher Úkraínu. Putin hefur alltaf þrætt fyrir að rússneskir hermenn væru innan landamæra Úkraínu þótt sannanir fyrir því hafi hlaðist upp. Hann segir þetta vera rússneska sjálfboðaliða sem vilji verja rússneska minnihlutan í Úkraínu fyrir ofsóknum stjórnvalda þar. Skutu niður farþegaþotu Ein fyrsta sönnunin fyrir þátttöku Rússa í hernaði innan Úkraínu var þegar farþegaflugvél Malaysia Airlines var skotin niður yfir Úkraínu með háþróuðu rússnesku flugskeyti hinn 17. júlí árið 2014. Allir um borð, 284 farþegar og fimmtán manna áhöfn fórust. Stjórnmálaskýrendur telja margir að Putin noti meinta ógn frá „fasistaríkjum" í vestri sem ásælist Úkraínu eins og það er yfirleitt kallað í rússneskum fjölmiðlum, til að skapa sér stöðu heimafyrir og breiða yfir afar bágborin kjör almennings í Rússlandi þótt þar sé að finna mesta fjölda milljarðamæringa í heiminum sem ekki eru feimnir við að flagga gífurlegum auðæfum sínum. Rússneskir milljarðamæringar hafa til að mynda verið áberandi í bresku efnahagslífi og fjárfest í fjölda fyrirtækja þar og víðar um Vesturlönd. Breskir bankar á aflandssvæðum undir flaggi Breta hafa verið duglegir við að ávaxta fé rússneskra oligarka. Efnahagsþvinganir Vesturlanda hafa mikið til beinst gegn þessum hópi milljarðamæringa sem flestir standa Putin mjög nærri og eru sumir þeirra jafvel taldir vera leppar fyrir gífurleg og falin auðæfi Putins sjálfs. Rússland NATO Úkraína Tengdar fréttir Rússar krefjast þess að NATO hverfi frá austur Evrópu Á sama tíma og rússneski herinn er grár fyrir járnum við landamærin að Úkraínu krefjast Rússar þess að NATO herir megi nánast ekki athafna sig í bandalagsríkjum Atlantshafsbandalagsins í austur Evrópu. Úkraínumenn vilja hins vegar kasta sovéttímanum á öskuhauga sögunnar. 18. desember 2021 19:40 Úkraínumenn og Rússar halda heræfingar á landamærum Spennan í Austur-Evrópu magnast enn en bæði Rússar og Úkraínumenn hafa verið að halda heræfingar á landamærum sínum. Staðan á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlans fer þá versnandi. 24. nóvember 2021 11:59 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Erna Solberg hættir Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Í viðtali við tímaritið Spectator segir hann að forystumenn NATO ríkja ættu ekki að gefa annað í skyn. Rússar hafa bætt í herafla sinn við landamærin að Úkraínu undanfarnar vikur og er talið að þar séu nú sjötíu þúsund hermenn og þungavopn. Vestræn ríki hafa hvatt Vladimir Putin Rússlandsforseta til að draga herafla sinn til baka og hóta hertum viðskiptaþvingunum geri Rússar innrás í Úkraínu. Á föstudag svaraði Putin með lista af kröfum sem verða að teljast algerlega óaðgengilegar af aðildarríkjum NATO. Meginkrafan er að vestræn NATO ríki dragi allan herafla sinn til baka frá Eystrasaltsríkjunum og Póllandi og lýsi því yfir að Úkraína og Georgía fái aldrei aðilda að Atlantshafsbandalaginu. Putin klæðir hörku sína gagnvart Úkraínu með því að hún sé svar við óskum stjórnvalda þar til að gerast aðilar að NATO. Hörkuna í samskiptum ríkjanna og Rússa við NATO ríkin má hins vegar rekja til falls gjörspilltrar leppstjórnar Rússa í Úkraínu árið 2013, innlimunar Rússa á Krímskaga árið 2014 og stuðnings Rússa við uppreisnaröfl í austurhluta Úkraínu og beinni þátttöku rússneskra hermanna í átökum við stjórnarher Úkraínu. Putin hefur alltaf þrætt fyrir að rússneskir hermenn væru innan landamæra Úkraínu þótt sannanir fyrir því hafi hlaðist upp. Hann segir þetta vera rússneska sjálfboðaliða sem vilji verja rússneska minnihlutan í Úkraínu fyrir ofsóknum stjórnvalda þar. Skutu niður farþegaþotu Ein fyrsta sönnunin fyrir þátttöku Rússa í hernaði innan Úkraínu var þegar farþegaflugvél Malaysia Airlines var skotin niður yfir Úkraínu með háþróuðu rússnesku flugskeyti hinn 17. júlí árið 2014. Allir um borð, 284 farþegar og fimmtán manna áhöfn fórust. Stjórnmálaskýrendur telja margir að Putin noti meinta ógn frá „fasistaríkjum" í vestri sem ásælist Úkraínu eins og það er yfirleitt kallað í rússneskum fjölmiðlum, til að skapa sér stöðu heimafyrir og breiða yfir afar bágborin kjör almennings í Rússlandi þótt þar sé að finna mesta fjölda milljarðamæringa í heiminum sem ekki eru feimnir við að flagga gífurlegum auðæfum sínum. Rússneskir milljarðamæringar hafa til að mynda verið áberandi í bresku efnahagslífi og fjárfest í fjölda fyrirtækja þar og víðar um Vesturlönd. Breskir bankar á aflandssvæðum undir flaggi Breta hafa verið duglegir við að ávaxta fé rússneskra oligarka. Efnahagsþvinganir Vesturlanda hafa mikið til beinst gegn þessum hópi milljarðamæringa sem flestir standa Putin mjög nærri og eru sumir þeirra jafvel taldir vera leppar fyrir gífurleg og falin auðæfi Putins sjálfs.
Rússland NATO Úkraína Tengdar fréttir Rússar krefjast þess að NATO hverfi frá austur Evrópu Á sama tíma og rússneski herinn er grár fyrir járnum við landamærin að Úkraínu krefjast Rússar þess að NATO herir megi nánast ekki athafna sig í bandalagsríkjum Atlantshafsbandalagsins í austur Evrópu. Úkraínumenn vilja hins vegar kasta sovéttímanum á öskuhauga sögunnar. 18. desember 2021 19:40 Úkraínumenn og Rússar halda heræfingar á landamærum Spennan í Austur-Evrópu magnast enn en bæði Rússar og Úkraínumenn hafa verið að halda heræfingar á landamærum sínum. Staðan á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlans fer þá versnandi. 24. nóvember 2021 11:59 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Erna Solberg hættir Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Rússar krefjast þess að NATO hverfi frá austur Evrópu Á sama tíma og rússneski herinn er grár fyrir járnum við landamærin að Úkraínu krefjast Rússar þess að NATO herir megi nánast ekki athafna sig í bandalagsríkjum Atlantshafsbandalagsins í austur Evrópu. Úkraínumenn vilja hins vegar kasta sovéttímanum á öskuhauga sögunnar. 18. desember 2021 19:40
Úkraínumenn og Rússar halda heræfingar á landamærum Spennan í Austur-Evrópu magnast enn en bæði Rússar og Úkraínumenn hafa verið að halda heræfingar á landamærum sínum. Staðan á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlans fer þá versnandi. 24. nóvember 2021 11:59