Bretar segja að NATO hersveitir muni ekki verjast innrás í Úkraínu Heimir Már Pétursson skrifar 19. desember 2021 09:35 Evrópulönd NATO og Rússland með Úkraínu á milli sín. Grafík/Ragnar Visage Afar ólíklegt er að Bretar og bandamenn þeirra í Atlantshafsbandalaginu myndu senda hersveitir til aðstoðar Úkraínumönnum ef Rússar réðust inn í landið að sögn Ben Wallace varnarmálaráðherra Bretlands. Í viðtali við tímaritið Spectator segir hann að forystumenn NATO ríkja ættu ekki að gefa annað í skyn. Rússar hafa bætt í herafla sinn við landamærin að Úkraínu undanfarnar vikur og er talið að þar séu nú sjötíu þúsund hermenn og þungavopn. Vestræn ríki hafa hvatt Vladimir Putin Rússlandsforseta til að draga herafla sinn til baka og hóta hertum viðskiptaþvingunum geri Rússar innrás í Úkraínu. Á föstudag svaraði Putin með lista af kröfum sem verða að teljast algerlega óaðgengilegar af aðildarríkjum NATO. Meginkrafan er að vestræn NATO ríki dragi allan herafla sinn til baka frá Eystrasaltsríkjunum og Póllandi og lýsi því yfir að Úkraína og Georgía fái aldrei aðilda að Atlantshafsbandalaginu. Putin klæðir hörku sína gagnvart Úkraínu með því að hún sé svar við óskum stjórnvalda þar til að gerast aðilar að NATO. Hörkuna í samskiptum ríkjanna og Rússa við NATO ríkin má hins vegar rekja til falls gjörspilltrar leppstjórnar Rússa í Úkraínu árið 2013, innlimunar Rússa á Krímskaga árið 2014 og stuðnings Rússa við uppreisnaröfl í austurhluta Úkraínu og beinni þátttöku rússneskra hermanna í átökum við stjórnarher Úkraínu. Putin hefur alltaf þrætt fyrir að rússneskir hermenn væru innan landamæra Úkraínu þótt sannanir fyrir því hafi hlaðist upp. Hann segir þetta vera rússneska sjálfboðaliða sem vilji verja rússneska minnihlutan í Úkraínu fyrir ofsóknum stjórnvalda þar. Skutu niður farþegaþotu Ein fyrsta sönnunin fyrir þátttöku Rússa í hernaði innan Úkraínu var þegar farþegaflugvél Malaysia Airlines var skotin niður yfir Úkraínu með háþróuðu rússnesku flugskeyti hinn 17. júlí árið 2014. Allir um borð, 284 farþegar og fimmtán manna áhöfn fórust. Stjórnmálaskýrendur telja margir að Putin noti meinta ógn frá „fasistaríkjum" í vestri sem ásælist Úkraínu eins og það er yfirleitt kallað í rússneskum fjölmiðlum, til að skapa sér stöðu heimafyrir og breiða yfir afar bágborin kjör almennings í Rússlandi þótt þar sé að finna mesta fjölda milljarðamæringa í heiminum sem ekki eru feimnir við að flagga gífurlegum auðæfum sínum. Rússneskir milljarðamæringar hafa til að mynda verið áberandi í bresku efnahagslífi og fjárfest í fjölda fyrirtækja þar og víðar um Vesturlönd. Breskir bankar á aflandssvæðum undir flaggi Breta hafa verið duglegir við að ávaxta fé rússneskra oligarka. Efnahagsþvinganir Vesturlanda hafa mikið til beinst gegn þessum hópi milljarðamæringa sem flestir standa Putin mjög nærri og eru sumir þeirra jafvel taldir vera leppar fyrir gífurleg og falin auðæfi Putins sjálfs. Rússland NATO Úkraína Tengdar fréttir Rússar krefjast þess að NATO hverfi frá austur Evrópu Á sama tíma og rússneski herinn er grár fyrir járnum við landamærin að Úkraínu krefjast Rússar þess að NATO herir megi nánast ekki athafna sig í bandalagsríkjum Atlantshafsbandalagsins í austur Evrópu. Úkraínumenn vilja hins vegar kasta sovéttímanum á öskuhauga sögunnar. 18. desember 2021 19:40 Úkraínumenn og Rússar halda heræfingar á landamærum Spennan í Austur-Evrópu magnast enn en bæði Rússar og Úkraínumenn hafa verið að halda heræfingar á landamærum sínum. Staðan á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlans fer þá versnandi. 24. nóvember 2021 11:59 Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Sjá meira
Í viðtali við tímaritið Spectator segir hann að forystumenn NATO ríkja ættu ekki að gefa annað í skyn. Rússar hafa bætt í herafla sinn við landamærin að Úkraínu undanfarnar vikur og er talið að þar séu nú sjötíu þúsund hermenn og þungavopn. Vestræn ríki hafa hvatt Vladimir Putin Rússlandsforseta til að draga herafla sinn til baka og hóta hertum viðskiptaþvingunum geri Rússar innrás í Úkraínu. Á föstudag svaraði Putin með lista af kröfum sem verða að teljast algerlega óaðgengilegar af aðildarríkjum NATO. Meginkrafan er að vestræn NATO ríki dragi allan herafla sinn til baka frá Eystrasaltsríkjunum og Póllandi og lýsi því yfir að Úkraína og Georgía fái aldrei aðilda að Atlantshafsbandalaginu. Putin klæðir hörku sína gagnvart Úkraínu með því að hún sé svar við óskum stjórnvalda þar til að gerast aðilar að NATO. Hörkuna í samskiptum ríkjanna og Rússa við NATO ríkin má hins vegar rekja til falls gjörspilltrar leppstjórnar Rússa í Úkraínu árið 2013, innlimunar Rússa á Krímskaga árið 2014 og stuðnings Rússa við uppreisnaröfl í austurhluta Úkraínu og beinni þátttöku rússneskra hermanna í átökum við stjórnarher Úkraínu. Putin hefur alltaf þrætt fyrir að rússneskir hermenn væru innan landamæra Úkraínu þótt sannanir fyrir því hafi hlaðist upp. Hann segir þetta vera rússneska sjálfboðaliða sem vilji verja rússneska minnihlutan í Úkraínu fyrir ofsóknum stjórnvalda þar. Skutu niður farþegaþotu Ein fyrsta sönnunin fyrir þátttöku Rússa í hernaði innan Úkraínu var þegar farþegaflugvél Malaysia Airlines var skotin niður yfir Úkraínu með háþróuðu rússnesku flugskeyti hinn 17. júlí árið 2014. Allir um borð, 284 farþegar og fimmtán manna áhöfn fórust. Stjórnmálaskýrendur telja margir að Putin noti meinta ógn frá „fasistaríkjum" í vestri sem ásælist Úkraínu eins og það er yfirleitt kallað í rússneskum fjölmiðlum, til að skapa sér stöðu heimafyrir og breiða yfir afar bágborin kjör almennings í Rússlandi þótt þar sé að finna mesta fjölda milljarðamæringa í heiminum sem ekki eru feimnir við að flagga gífurlegum auðæfum sínum. Rússneskir milljarðamæringar hafa til að mynda verið áberandi í bresku efnahagslífi og fjárfest í fjölda fyrirtækja þar og víðar um Vesturlönd. Breskir bankar á aflandssvæðum undir flaggi Breta hafa verið duglegir við að ávaxta fé rússneskra oligarka. Efnahagsþvinganir Vesturlanda hafa mikið til beinst gegn þessum hópi milljarðamæringa sem flestir standa Putin mjög nærri og eru sumir þeirra jafvel taldir vera leppar fyrir gífurleg og falin auðæfi Putins sjálfs.
Rússland NATO Úkraína Tengdar fréttir Rússar krefjast þess að NATO hverfi frá austur Evrópu Á sama tíma og rússneski herinn er grár fyrir járnum við landamærin að Úkraínu krefjast Rússar þess að NATO herir megi nánast ekki athafna sig í bandalagsríkjum Atlantshafsbandalagsins í austur Evrópu. Úkraínumenn vilja hins vegar kasta sovéttímanum á öskuhauga sögunnar. 18. desember 2021 19:40 Úkraínumenn og Rússar halda heræfingar á landamærum Spennan í Austur-Evrópu magnast enn en bæði Rússar og Úkraínumenn hafa verið að halda heræfingar á landamærum sínum. Staðan á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlans fer þá versnandi. 24. nóvember 2021 11:59 Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Sjá meira
Rússar krefjast þess að NATO hverfi frá austur Evrópu Á sama tíma og rússneski herinn er grár fyrir járnum við landamærin að Úkraínu krefjast Rússar þess að NATO herir megi nánast ekki athafna sig í bandalagsríkjum Atlantshafsbandalagsins í austur Evrópu. Úkraínumenn vilja hins vegar kasta sovéttímanum á öskuhauga sögunnar. 18. desember 2021 19:40
Úkraínumenn og Rússar halda heræfingar á landamærum Spennan í Austur-Evrópu magnast enn en bæði Rússar og Úkraínumenn hafa verið að halda heræfingar á landamærum sínum. Staðan á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlans fer þá versnandi. 24. nóvember 2021 11:59