Íslensk ull slær í gegn í vinsælum útivistarfatnaði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. desember 2021 13:07 Ull af íslensku sauðkindinni er alltaf eftirsóttari og eftirsóttari, sem þýðir að bændur munu vonandi fá hærra verð fyrir ullina. Íslensk ull er heldur betur að slá í gegn á Íslandi og í útlöndum, ekki bara í lopapeysum því nú er hún líka komin í vinsælan útivistarfatnað til einangrunar. Talsmaður sauðfjárbænda segir bændur mjög stolta af vinsældum ullarinnar. Magnús Guðmundsson, sauðfjárbóndi í Oddgeirshólum í Flóahreppi er með fallegt fé og það er falleg ull á því, sem verður alltaf verðmætari og verðmætari. Prjónakonur og karlar hafa verið dugleg að prjóna úr ullinni en nú er hún líka komin í útivistarfatnað. Það eru sauðfjárbændur og talsmenn greinarinnar hæst ánægðir með. „Við erum í rauninni að nýta núna ull, sem hefur farið í verðminni vöru í svona hátískunútíma fatnað. Þannig að þetta er skemmtileg þróun og enn ein stoðin undir þessa hágæða vöru, sem ullin er. Bændur eru bara mjög stoltir af því að það sé einhver, sem tekur þetta hágæða hráefni, sem við erum mjög stoltir af og vöndum okkur við að hafa það gott og sýnir þeim þann sóma sem það á skilið,“ segir Unnsteinn Snorrason, verkefnisstjóri sauðfjárræktar hjá Bændasamtökum Íslands. Unnsteinn Snorrason, verkefnisstjóri sauðfjárræktar hjá Bændasamtökum Íslands, segir bændur mjög stolta og ánægða með hvað íslenska ullin nýtur mikilla vinsælda.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er Icewear sem er með nýja útivistarfatnaðinn með íslensku ullinni, sem hefur slegið í gegn hér heima og erlendis með slagorðinu; „Ull verður gull“. „Ég fullyrði það að þetta er besta einangrun, sem ég á ævinni hef kynnst. Ullin fer ekki í köggla eins og dúninn, hún andar og hún er náttúrlega umhverfisvænt, náttúrulegt efni, polyester er náttúrlega bara unnið úr olíu,“ segir Ágúst Þór Eiríksson eigandi og stofnandi Icewear. Ágúst Þór hjá Icewear spjallar hér við Magnús bónda í Oddgeirshólum um íslensku ullina og gæði hennar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ágúst segir að það sé mikill kostur við íslensku ullina að hún sé með tog og þel, sem gerir hana svo létta og þægilega. „Ég spái því að þetta verkefni hjá okkur gæti verið upphafi af nýjum búháttum, að hér gæti borgað sig að fara að rækta sauðfé til að hirða af því ullina,“ bætir Ágúst við. Þannig að það er ekki bara íslenska lambakjötið, sem kindin er þekktust fyrir ? „Nei, nei, við þurfum ekki að slátra kindinni, við getum hirt ullina endalaust af henni,“ segir Ágúst bjartsýn með framtíð íslensku ullarinnar. Íslensk ull hefur slegið í gegn í nýjum útivistarvörum frá Icewear, bæði á Íslandi og erlendis. Hér eru Ágúst Þór og Magnús í nýjum úlpum, sem eru m.a. einangraðar með ull, staddir í fjárhúsinu í Oddgeirshólum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Sjá meira
Magnús Guðmundsson, sauðfjárbóndi í Oddgeirshólum í Flóahreppi er með fallegt fé og það er falleg ull á því, sem verður alltaf verðmætari og verðmætari. Prjónakonur og karlar hafa verið dugleg að prjóna úr ullinni en nú er hún líka komin í útivistarfatnað. Það eru sauðfjárbændur og talsmenn greinarinnar hæst ánægðir með. „Við erum í rauninni að nýta núna ull, sem hefur farið í verðminni vöru í svona hátískunútíma fatnað. Þannig að þetta er skemmtileg þróun og enn ein stoðin undir þessa hágæða vöru, sem ullin er. Bændur eru bara mjög stoltir af því að það sé einhver, sem tekur þetta hágæða hráefni, sem við erum mjög stoltir af og vöndum okkur við að hafa það gott og sýnir þeim þann sóma sem það á skilið,“ segir Unnsteinn Snorrason, verkefnisstjóri sauðfjárræktar hjá Bændasamtökum Íslands. Unnsteinn Snorrason, verkefnisstjóri sauðfjárræktar hjá Bændasamtökum Íslands, segir bændur mjög stolta og ánægða með hvað íslenska ullin nýtur mikilla vinsælda.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er Icewear sem er með nýja útivistarfatnaðinn með íslensku ullinni, sem hefur slegið í gegn hér heima og erlendis með slagorðinu; „Ull verður gull“. „Ég fullyrði það að þetta er besta einangrun, sem ég á ævinni hef kynnst. Ullin fer ekki í köggla eins og dúninn, hún andar og hún er náttúrlega umhverfisvænt, náttúrulegt efni, polyester er náttúrlega bara unnið úr olíu,“ segir Ágúst Þór Eiríksson eigandi og stofnandi Icewear. Ágúst Þór hjá Icewear spjallar hér við Magnús bónda í Oddgeirshólum um íslensku ullina og gæði hennar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ágúst segir að það sé mikill kostur við íslensku ullina að hún sé með tog og þel, sem gerir hana svo létta og þægilega. „Ég spái því að þetta verkefni hjá okkur gæti verið upphafi af nýjum búháttum, að hér gæti borgað sig að fara að rækta sauðfé til að hirða af því ullina,“ bætir Ágúst við. Þannig að það er ekki bara íslenska lambakjötið, sem kindin er þekktust fyrir ? „Nei, nei, við þurfum ekki að slátra kindinni, við getum hirt ullina endalaust af henni,“ segir Ágúst bjartsýn með framtíð íslensku ullarinnar. Íslensk ull hefur slegið í gegn í nýjum útivistarvörum frá Icewear, bæði á Íslandi og erlendis. Hér eru Ágúst Þór og Magnús í nýjum úlpum, sem eru m.a. einangraðar með ull, staddir í fjárhúsinu í Oddgeirshólum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Sjá meira