Körfubolti

Körfuboltakvöld: Umræða um Jaka Brodnik

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Kjartan Atli stýrir Körfuboltakvöldi
Kjartan Atli stýrir Körfuboltakvöldi

Subway Körfuboltakvöld var á sínum stað á Stöð 2 Sport í gærkvöldi en þar fóru Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingarnir yfir frammistöðu Jaka Brodnik í leik Keflavíkur og Grindavíkur.

Jaka Brodnik, sem kemur frá Slóveníu, hefur ekki alveg fundið fjölina sína hjá Keflavík eftir að hafa samið við liðið í sumar. Keflvíkingar hafa haft mikla breidd innan liðsins en það gæti breyst núna þar sem stjarna liðsins, David Okeke, er meiddur. Þar gæti Jaka Brodnik komið sterkur inn en hann átti góðan leik á móti Keflavík. Því voru sérfræðingarnir Hermann Hauksson og Tómas Steindórsson sammála.

„Frábær byrjun og það er ekki hægt að kalla eftir betri byrjun. Hann er sex af sex í skotum og eins og Tommi [Steindórs] kom inn á áðan þá var hann tekinn útaf áður en hann fékk að reyna heat checkið sitt, en eftir fyrsta fjórðung þá svolítið hætti hann að skjóta en frábær leikur hjá honum. Þetta er gæinn sem þeir ætluðu að versla“, sagði Hermann Hauksson.

„Þetta var rosalega þægilegt allan tímann“, sagði Tómas Steindórsson meðal annars. En alla klippuna má sjá hér að neðan:

Klippa: Subway Körfuboltakvöld: Umræða um Jaka Brodnik



Fleiri fréttir

Sjá meira


×