Ríkið dæmt til að greiða hundruð milljóna vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins Tryggvi Páll Tryggvason og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 17. desember 2021 14:10 Guðjón Skarphéðinsson fær hundruð milljóna frá ríkinu. Stöð 2 Íslenska ríkið þarf að greiða dánarbúi Kristjáns Viðars Júlíussonar 350 milljónir króna og Guðjóni Skarphéðinssyni 260 milljónir króna í bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins. Bótakröfu dánarsbús Tryggva Rúnars Leifssonar var vísað frá dómi. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem kveðin var upp fyrir stundu. Þarf ríkið því að greiða 610 milljónir í bætur en frá upphæðinni dragast bætur sem ríkið hafði áður greitt Guðjóni og Kristjáni Viðari. Kröfurnar má rekja til Guðmundar- og Geirfinnsmálsins svokallaða en Tryggvi Rúnar og Kristján voru sakfelldir vegna hvarfs Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar árið 1980. Guðjón var á sama tíma dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að hafa átt hlut í dauða Geirfinns. Hér að neðan má sjá viðtal við Ragnar Aðalsteinsson, lögmann Guðjóns, sem tekið var í Landsrétti eftir að dómur féll. Þeir voru allir þrír sýknaðir í Hæstarétti árið 2018 ásamt Sævari Marinó Cieselski og Alberti Klahn Skaftasyni eftir að málið var endurupptekið. Alls fór dánarbú Kristjáns Viðars fram á 1,63 milljarða í miskabætur en dánarbú Tryggva Rúnars fór fram á 1,6 milljarða króna í bætur. Guðjón krafðist 1,3 milljarða í bætur. Héraðsdómur sýknaði íslenska ríkið af kröfunum á síðasta ári en um er að ræða þrjú aðskilin mál. Þeim var áfrýjað til Landsréttar sem kvað upp úrskurð sinn í dag. Hér að neðan má sjá viðtal við Arnar Þór Stefánsson, lögmann dánarbús Kristjáns Viðars Júlíussonar, sem tekið var í Landsrétti eftir að dómur féll. Alls voru 774 milljónir greiddar úr ríkissjóði á síðasta ári til þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í Hæstarétti í september 2018 og til maka og barna þeirra tveggja sem látnir eru. Þá fékk Kristján Viðar 204 milljónir og aðstandendur Tryggva Rúnars alls 171 milljón en Guðjón Skarphéðinsson 145 milljónir. Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Ríkið sýknað af kröfum Kristjáns Viðars og dánarbús Tryggva Rúnars Íslenska ríkið var í dag sýknað af kröfum Kristjáns Viðars Júlíussonar og dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar. Kröfurnar tengjast Guðmundar- og Geirfinnsmálunum en Tryggvi og Kristján voru sakfelldir vegna hvarfs Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar árið 1980. 20. október 2020 21:32 Blóðsonur Tryggva Rúnars fær engar bætur af því að hann var ættleiddur Sonur Tryggva Rúnars Leifssonar, sem ættleiddur var tólf ára, fær ekki bætur frá íslenska ríkinu vegna ólögmætrar frelsissviptingar föður síns í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þessari niðurstöðu í gær en sonurinn hafði krafið ríkið um 85 milljónir króna. 23. febrúar 2021 17:57 Ríkið sýknað af 1,3 milljarða bótakröfu Guðjóns Skarphéðinssonar Ríkið var í dag sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af öllum kröfum Guðjóns Skarphéðinssonar. Guðjón krafðist þess að íslenska ríkið yrði dæmt til að greiða sér rétt rúman 1,3 milljarða króna í bætur. 26. mars 2020 15:03 Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Fleiri fréttir Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Sjá meira
Þetta er niðurstaða Landsréttar sem kveðin var upp fyrir stundu. Þarf ríkið því að greiða 610 milljónir í bætur en frá upphæðinni dragast bætur sem ríkið hafði áður greitt Guðjóni og Kristjáni Viðari. Kröfurnar má rekja til Guðmundar- og Geirfinnsmálsins svokallaða en Tryggvi Rúnar og Kristján voru sakfelldir vegna hvarfs Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar árið 1980. Guðjón var á sama tíma dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að hafa átt hlut í dauða Geirfinns. Hér að neðan má sjá viðtal við Ragnar Aðalsteinsson, lögmann Guðjóns, sem tekið var í Landsrétti eftir að dómur féll. Þeir voru allir þrír sýknaðir í Hæstarétti árið 2018 ásamt Sævari Marinó Cieselski og Alberti Klahn Skaftasyni eftir að málið var endurupptekið. Alls fór dánarbú Kristjáns Viðars fram á 1,63 milljarða í miskabætur en dánarbú Tryggva Rúnars fór fram á 1,6 milljarða króna í bætur. Guðjón krafðist 1,3 milljarða í bætur. Héraðsdómur sýknaði íslenska ríkið af kröfunum á síðasta ári en um er að ræða þrjú aðskilin mál. Þeim var áfrýjað til Landsréttar sem kvað upp úrskurð sinn í dag. Hér að neðan má sjá viðtal við Arnar Þór Stefánsson, lögmann dánarbús Kristjáns Viðars Júlíussonar, sem tekið var í Landsrétti eftir að dómur féll. Alls voru 774 milljónir greiddar úr ríkissjóði á síðasta ári til þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í Hæstarétti í september 2018 og til maka og barna þeirra tveggja sem látnir eru. Þá fékk Kristján Viðar 204 milljónir og aðstandendur Tryggva Rúnars alls 171 milljón en Guðjón Skarphéðinsson 145 milljónir.
Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Ríkið sýknað af kröfum Kristjáns Viðars og dánarbús Tryggva Rúnars Íslenska ríkið var í dag sýknað af kröfum Kristjáns Viðars Júlíussonar og dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar. Kröfurnar tengjast Guðmundar- og Geirfinnsmálunum en Tryggvi og Kristján voru sakfelldir vegna hvarfs Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar árið 1980. 20. október 2020 21:32 Blóðsonur Tryggva Rúnars fær engar bætur af því að hann var ættleiddur Sonur Tryggva Rúnars Leifssonar, sem ættleiddur var tólf ára, fær ekki bætur frá íslenska ríkinu vegna ólögmætrar frelsissviptingar föður síns í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þessari niðurstöðu í gær en sonurinn hafði krafið ríkið um 85 milljónir króna. 23. febrúar 2021 17:57 Ríkið sýknað af 1,3 milljarða bótakröfu Guðjóns Skarphéðinssonar Ríkið var í dag sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af öllum kröfum Guðjóns Skarphéðinssonar. Guðjón krafðist þess að íslenska ríkið yrði dæmt til að greiða sér rétt rúman 1,3 milljarða króna í bætur. 26. mars 2020 15:03 Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Fleiri fréttir Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Sjá meira
Ríkið sýknað af kröfum Kristjáns Viðars og dánarbús Tryggva Rúnars Íslenska ríkið var í dag sýknað af kröfum Kristjáns Viðars Júlíussonar og dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar. Kröfurnar tengjast Guðmundar- og Geirfinnsmálunum en Tryggvi og Kristján voru sakfelldir vegna hvarfs Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar árið 1980. 20. október 2020 21:32
Blóðsonur Tryggva Rúnars fær engar bætur af því að hann var ættleiddur Sonur Tryggva Rúnars Leifssonar, sem ættleiddur var tólf ára, fær ekki bætur frá íslenska ríkinu vegna ólögmætrar frelsissviptingar föður síns í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þessari niðurstöðu í gær en sonurinn hafði krafið ríkið um 85 milljónir króna. 23. febrúar 2021 17:57
Ríkið sýknað af 1,3 milljarða bótakröfu Guðjóns Skarphéðinssonar Ríkið var í dag sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af öllum kröfum Guðjóns Skarphéðinssonar. Guðjón krafðist þess að íslenska ríkið yrði dæmt til að greiða sér rétt rúman 1,3 milljarða króna í bætur. 26. mars 2020 15:03