Þau eru tilnefnd sem Maður ársins 2021 Tinni Sveinsson skrifar 17. desember 2021 15:46 10 aðilar eru tilnefndir sem Maður ársins 2021. Vísir og Reykjavík síðdegis standa fyrir vali á Manni ársins 2021 og geta lesendur nú tekið þátt í að velja þá manneskju sem þeim þykir eiga nafnbótina skilið. Um sjö þúsund tilnefningar bárust í gegnum vefinn og í símatíma Reykjavík síðdegis. Þær hafa aldrei verið fleiri. Þórdís, Kristófer og Bragi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og blaðamenn Vísis fóru yfir tilnefningarnar og rökstuðninginn sem þeim fylgdi. Nú er búið að yfirfara þær og ljóst hvaða tíu aðilar berjast um titilinn. Að neðan má sjá nöfn þeirra sem tilnefnd eru í engri sérstakri röð. Heilbrigðisstarfsmaðurinn vann verðlaunin í fyrra. Neðst má svo greiða atkvæði. Kosning stendur til 29. desember. Tilkynnt verður um valið í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni á gamlársdag. Anníe Mist Þórisdóttir Anníe Mist Þórisdóttir stal senunni á Heimsleikunum í Crossfit í ár. Anníe, sem er goðsögn í íþróttinni, landaði þriðja sæti eftir að hafa gengið í gegnum erfiðleika við að eignast sitt fyrsta barn sléttu ári á undan. Edda Falak Edda Falak hefur haft hátt í umræðum um kvenréttindi og nauðgunarmenningu í samfélaginu. Hún viðrar skoðanir sínar óttalaus og tekur slaginn í málefnum sem hún telur skipta máli. Guðmundur Felix Grétarsson Guðmundur Felix Grétarsson fékk ágræddar hendur eftir langa bið í Frakklandi. Hann hefur með óbilandi trú og kjarki verið fyrirmynd fólks og sýnt mikla þrautseigju og bjartsýni. Gylfi Þór Þorsteinsson Gylfi Þór Þorsteinsson hefur staðið vaktina í farsóttarhúsunum í vel á annað ár. Hann hefur varla sést öðruvísi en með bros og jákvæðni að leiðarljósi þótt aðstæður séu oft erfiðar. Haraldur Þorleifsson Haraldur Þorleifsson lagðist í verkefnið að rampa upp Reykjavík og virðist hreinlega stefna á að rampa upp allan heiminn. Þá flutti hann til Íslands til að geta greitt skatta hér á landi af miklum hagnaði eftir fyrirtækjasölu. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir hefur verið andlit bólusetninga á höfuðborgarsvæðinu. Skipulag og framkvæmd hefur vakið mikla athygli en Ragnheiður kemur vel fyrir sem jákvæð og lausnamiðuð manneskja. Rúna Sif Rafnsdóttir Rúna Sif Rafnsdóttir þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um þegar nokkurra mánaða og fárveikt íslenskt barn þurfti nýja lifur. Rúna gaf Eldi Elí lifur og veitti öðrum innblástur til líffæragjafa. Sólrún Waldorff Sólrún Waldorff hefur sýnt mikið hugrekki með því að deila reynslu sinni úr eldsvoða í Mávahlíð. Sólrún brenndist afar illa en hefur með reynslu sinni vakið athygli á mikilvægi eldvarna. Þórólfur Guðnason Þórólfur Guðnason hefur sem sóttvarnalæknir hefur staðið í brúnni í baráttu Íslendinga við heimsfaraldur kórónuveirunnar. Þórólfur hefur að margra mati verið rödd skynseminnar og staðið vörð um heilsu landsmanna. Þórhildur Gyða Arnarsdóttir Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og sagði sögu sína þar sem hún taldi þöggun eiga sér stað hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Frásögn Þórhildar Gyða, sem er meðlimur aktivístasamtakanna Öfga, varð til þess að málið var skoðað í kjölinn og breytingar gerðar hjá KSÍ. Hver á skilið nafnbótina Maður ársins 2021? Taktu þátt með því að velja hér fyrir neðan. Fréttir ársins 2021 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Þórdís, Kristófer og Bragi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og blaðamenn Vísis fóru yfir tilnefningarnar og rökstuðninginn sem þeim fylgdi. Nú er búið að yfirfara þær og ljóst hvaða tíu aðilar berjast um titilinn. Að neðan má sjá nöfn þeirra sem tilnefnd eru í engri sérstakri röð. Heilbrigðisstarfsmaðurinn vann verðlaunin í fyrra. Neðst má svo greiða atkvæði. Kosning stendur til 29. desember. Tilkynnt verður um valið í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni á gamlársdag. Anníe Mist Þórisdóttir Anníe Mist Þórisdóttir stal senunni á Heimsleikunum í Crossfit í ár. Anníe, sem er goðsögn í íþróttinni, landaði þriðja sæti eftir að hafa gengið í gegnum erfiðleika við að eignast sitt fyrsta barn sléttu ári á undan. Edda Falak Edda Falak hefur haft hátt í umræðum um kvenréttindi og nauðgunarmenningu í samfélaginu. Hún viðrar skoðanir sínar óttalaus og tekur slaginn í málefnum sem hún telur skipta máli. Guðmundur Felix Grétarsson Guðmundur Felix Grétarsson fékk ágræddar hendur eftir langa bið í Frakklandi. Hann hefur með óbilandi trú og kjarki verið fyrirmynd fólks og sýnt mikla þrautseigju og bjartsýni. Gylfi Þór Þorsteinsson Gylfi Þór Þorsteinsson hefur staðið vaktina í farsóttarhúsunum í vel á annað ár. Hann hefur varla sést öðruvísi en með bros og jákvæðni að leiðarljósi þótt aðstæður séu oft erfiðar. Haraldur Þorleifsson Haraldur Þorleifsson lagðist í verkefnið að rampa upp Reykjavík og virðist hreinlega stefna á að rampa upp allan heiminn. Þá flutti hann til Íslands til að geta greitt skatta hér á landi af miklum hagnaði eftir fyrirtækjasölu. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir hefur verið andlit bólusetninga á höfuðborgarsvæðinu. Skipulag og framkvæmd hefur vakið mikla athygli en Ragnheiður kemur vel fyrir sem jákvæð og lausnamiðuð manneskja. Rúna Sif Rafnsdóttir Rúna Sif Rafnsdóttir þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um þegar nokkurra mánaða og fárveikt íslenskt barn þurfti nýja lifur. Rúna gaf Eldi Elí lifur og veitti öðrum innblástur til líffæragjafa. Sólrún Waldorff Sólrún Waldorff hefur sýnt mikið hugrekki með því að deila reynslu sinni úr eldsvoða í Mávahlíð. Sólrún brenndist afar illa en hefur með reynslu sinni vakið athygli á mikilvægi eldvarna. Þórólfur Guðnason Þórólfur Guðnason hefur sem sóttvarnalæknir hefur staðið í brúnni í baráttu Íslendinga við heimsfaraldur kórónuveirunnar. Þórólfur hefur að margra mati verið rödd skynseminnar og staðið vörð um heilsu landsmanna. Þórhildur Gyða Arnarsdóttir Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og sagði sögu sína þar sem hún taldi þöggun eiga sér stað hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Frásögn Þórhildar Gyða, sem er meðlimur aktivístasamtakanna Öfga, varð til þess að málið var skoðað í kjölinn og breytingar gerðar hjá KSÍ. Hver á skilið nafnbótina Maður ársins 2021? Taktu þátt með því að velja hér fyrir neðan.
Fréttir ársins 2021 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira