Hagur húsfélaga að framlengja átakið Allir vinna Daníel Árnason skrifar 17. desember 2021 11:30 Sú staða blasir nú við mörgum húsfélögum sem farið hafa af stað í góðri trú með umfangsmiklar viðhaldsframkvæmdir í tengslum við átakið ALLIR VINNA að ekki næst að ljúka þeim fyrir áramót vegna tafa af völdum COVID-19. Algengast er að um sé að ræða tafir á vinnuþættinum hjá verktökum vegna fjarvista erlends starfsfólks, s.s. vegna smit- og sóttvarna. Áhrifa COVID-19 gætir einnig í vaxandi mæli á ýmis aðföng vegna viðhalds- og byggingarframkvæmda, s.s. á framleiðslu erlendis og flutninga. Fjölmörg dæmi eru um það hjá húsfélögum sem eru í þjónustu hjá okkur að framkvæmdum, sem átti að ljúka í haust, hafi verið slegið á frest til vors 2022 af þessum orsökum. Aðdragandi framkvæmda hjá húsfélögum er umtalsverður, bæði öflun tilboða og samþykktarferlið. Eðlilega verðum við því vör við gremju hjá stjórnum húsfélaga sem eru lent í þessari stöðu, enda allt útlit er fyrir að fjárhags- og framkvæmdaáætlanir raskist með tilheyrandi viðbótarkostnaði fyrir eigendur, fari svo að ALLIR VINNA ljúki nú um áramótin. Efnt var til átaksins sem hluta af aðgerðum stjórnvalda til að bregðast við áhrifum COVID-19 á efnahagslífið. Kórónuveirufaraldurinn er langt frá því að vera yfirstaðinn og því er full þörf á að framlengja átakið að okkar mati. Átakið hófst í mars 2020 og það hefur haft mikil og jákvæð áhrif fyrir eigendur íbúðarhúsnæðis í fjöleignarhúsum. Húsfélög í mörgum eldri fjöleignarhúsum hafa ráðist í tímabært viðhald og endurbætur, beinlínis vegna minni kostnaðar sem fylgir 100% endurgreiðslu á virðisaukaskatti. Við hjá Eignaumsjón, sem höfum verið leiðandi hérlendis í yfir 20 ár í þjónustu við húsfélög fjöleignarhúsa, tökum því heilshugar undir áskoranir til stjórnvalda og Alþingis um að átakið ALLIR VINNA verði framlengt enn um sinn. Jafnframt höfum við komið þessum sjónarmiðum okkar á framfæri við félagsmálaráðuneytið, sem fer með málefni fjöleignarhúsa. Höfundur er framkvæmdastjóri Eignaumsjónar hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Skattar og tollar Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Sjá meira
Sú staða blasir nú við mörgum húsfélögum sem farið hafa af stað í góðri trú með umfangsmiklar viðhaldsframkvæmdir í tengslum við átakið ALLIR VINNA að ekki næst að ljúka þeim fyrir áramót vegna tafa af völdum COVID-19. Algengast er að um sé að ræða tafir á vinnuþættinum hjá verktökum vegna fjarvista erlends starfsfólks, s.s. vegna smit- og sóttvarna. Áhrifa COVID-19 gætir einnig í vaxandi mæli á ýmis aðföng vegna viðhalds- og byggingarframkvæmda, s.s. á framleiðslu erlendis og flutninga. Fjölmörg dæmi eru um það hjá húsfélögum sem eru í þjónustu hjá okkur að framkvæmdum, sem átti að ljúka í haust, hafi verið slegið á frest til vors 2022 af þessum orsökum. Aðdragandi framkvæmda hjá húsfélögum er umtalsverður, bæði öflun tilboða og samþykktarferlið. Eðlilega verðum við því vör við gremju hjá stjórnum húsfélaga sem eru lent í þessari stöðu, enda allt útlit er fyrir að fjárhags- og framkvæmdaáætlanir raskist með tilheyrandi viðbótarkostnaði fyrir eigendur, fari svo að ALLIR VINNA ljúki nú um áramótin. Efnt var til átaksins sem hluta af aðgerðum stjórnvalda til að bregðast við áhrifum COVID-19 á efnahagslífið. Kórónuveirufaraldurinn er langt frá því að vera yfirstaðinn og því er full þörf á að framlengja átakið að okkar mati. Átakið hófst í mars 2020 og það hefur haft mikil og jákvæð áhrif fyrir eigendur íbúðarhúsnæðis í fjöleignarhúsum. Húsfélög í mörgum eldri fjöleignarhúsum hafa ráðist í tímabært viðhald og endurbætur, beinlínis vegna minni kostnaðar sem fylgir 100% endurgreiðslu á virðisaukaskatti. Við hjá Eignaumsjón, sem höfum verið leiðandi hérlendis í yfir 20 ár í þjónustu við húsfélög fjöleignarhúsa, tökum því heilshugar undir áskoranir til stjórnvalda og Alþingis um að átakið ALLIR VINNA verði framlengt enn um sinn. Jafnframt höfum við komið þessum sjónarmiðum okkar á framfæri við félagsmálaráðuneytið, sem fer með málefni fjöleignarhúsa. Höfundur er framkvæmdastjóri Eignaumsjónar hf.
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar