Sara: Verð ég virkilega að hlaupa upp og niður þessa skíðabrekku? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2021 08:30 Sara Sigmundsdóttir byrjaði aftur að keppa í CrossFit en þótt hún væri stödd í Dúbaí þá slapp hún ekki við sleipann snjóinn. Instagram/sarasigmunds&dxbfitnesschamp Það er eitt að byrja að keppa átta mánuðum eftir krossbandsaðgerð en annað að gera það í sleipri snjóbrekku. Sara Sigmundsdóttir horfðist í augun við óttann og kláraði þetta erfiða andlega próf með glans í gær. Sara tjáði sig um fyrsta daginn á CrossFit mótinu í Dúbaí og fékk líka mikið hrós frá umboðsmanni sínum Snorra Barón Jónssyni. „Verð ég virkilega að hlaupa upp og niður skíðabrekkuna?,“ er spurning sem Sara slær upp í uppgjörsfærslu sinni á fyrsta keppnisdeginum. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Það er ekki að ástæðulausu að íþróttakona í hennar sporum myndi spyrja af þessu. Það að hlaupa á hálum snjónum og ofan á það í brekku er ekki besta byrjunin fyrir íþróttamann að koma til baka eftir krossbandsslit. „Hverjar eru líkurnar að ég sé að keppa í fyrsta sinn eftir krossbandsslit og í fyrstu tveimur greinunum þurfi ég að hlaupa upp og niður skíðabrekku. Í Dúbaí af öllum stöðum,“ skrifaði Sara. „Ég var ánægð með að horfast í augu við óttann og sanna það að ég treyst líkamanum mínum og að líkaminn minn geti treyst mér. Get ekki beðið eftir því að keppa á Dúbaí tennisvellinum á morgun (í dag) og taka á því með öllum þessum stórkostlegu íþróttkonum,“ skrifaði Sara. Annar dagurinn á Dubai CrossFit Championship er framundan og situr Sara í ellefta sætinu eftir fyrsta daginn þar sem báðar greinarnar fóru fram í skíðahöllinni í Dúbaí. „Hún er komin aftur og ég á erfitt með að finna orðin til að lýsa því hversu ánægður ég er,“ skrifaði Snorri Barón og deildi fyrrnefndri færslu Söru. „Fyrsti dagurinn á Dubai CrossFit Championship var alvöru próf fyrir einhvern sem fór í hnéaðgerð fyrir átta mánuðum en Sara Sigmundsdóttir náði prófinu með glæsibrag,“ skrifaði Snorri. „Það var það sem ég óskaði að hún færi í gegnum þetta heil og næði að sýna að líkaminn hennar væri í klár í keppni fyrir 2022 tímabilið. Allt í góðu til þessa og ég er mjög spenntur fyrir næstu tveimur dögum,“ skrifaði Snorri. Keppnin hefst í hádeginum í dag að íslenskum tíma eða klukkan fjögur eftir hádegi af staðartíma. View this post on Instagram A post shared by Dubai CrossFit® Championship (@dxbfitnesschamp) CrossFit Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Sjá meira
Sara tjáði sig um fyrsta daginn á CrossFit mótinu í Dúbaí og fékk líka mikið hrós frá umboðsmanni sínum Snorra Barón Jónssyni. „Verð ég virkilega að hlaupa upp og niður skíðabrekkuna?,“ er spurning sem Sara slær upp í uppgjörsfærslu sinni á fyrsta keppnisdeginum. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Það er ekki að ástæðulausu að íþróttakona í hennar sporum myndi spyrja af þessu. Það að hlaupa á hálum snjónum og ofan á það í brekku er ekki besta byrjunin fyrir íþróttamann að koma til baka eftir krossbandsslit. „Hverjar eru líkurnar að ég sé að keppa í fyrsta sinn eftir krossbandsslit og í fyrstu tveimur greinunum þurfi ég að hlaupa upp og niður skíðabrekku. Í Dúbaí af öllum stöðum,“ skrifaði Sara. „Ég var ánægð með að horfast í augu við óttann og sanna það að ég treyst líkamanum mínum og að líkaminn minn geti treyst mér. Get ekki beðið eftir því að keppa á Dúbaí tennisvellinum á morgun (í dag) og taka á því með öllum þessum stórkostlegu íþróttkonum,“ skrifaði Sara. Annar dagurinn á Dubai CrossFit Championship er framundan og situr Sara í ellefta sætinu eftir fyrsta daginn þar sem báðar greinarnar fóru fram í skíðahöllinni í Dúbaí. „Hún er komin aftur og ég á erfitt með að finna orðin til að lýsa því hversu ánægður ég er,“ skrifaði Snorri Barón og deildi fyrrnefndri færslu Söru. „Fyrsti dagurinn á Dubai CrossFit Championship var alvöru próf fyrir einhvern sem fór í hnéaðgerð fyrir átta mánuðum en Sara Sigmundsdóttir náði prófinu með glæsibrag,“ skrifaði Snorri. „Það var það sem ég óskaði að hún færi í gegnum þetta heil og næði að sýna að líkaminn hennar væri í klár í keppni fyrir 2022 tímabilið. Allt í góðu til þessa og ég er mjög spenntur fyrir næstu tveimur dögum,“ skrifaði Snorri. Keppnin hefst í hádeginum í dag að íslenskum tíma eða klukkan fjögur eftir hádegi af staðartíma. View this post on Instagram A post shared by Dubai CrossFit® Championship (@dxbfitnesschamp)
CrossFit Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Sjá meira