Skotinn fljúgandi hafði betur í uppgjöri tvöfaldra heimsmeistara Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. desember 2021 23:09 Gary Anderson vann nokkuð öruggan sigur gegn tvöföldum heimsmeistara Adrian Lewis í kvöld. Luke Walker/Getty Images Skotinn Gary Anderson er kominn í 32-manna úrslit heimsmeistaramótsins í pílukasti eftir 3-1 sigur gegn Englendingnum Adrian Lewis í kvöld, en báðir eru þeir tvöfaldir heimsmeistarar í íþróttinni. Anderson og Lewis mættust í seinustu viðureign kvöldsins, en þessir tveir hafa mæst í mikilvægari leikjum en þessum á árum áður. Árið 2011 sigraði Lewis gegn Anderson í úrslitaviðureign heimsmeistaramótsins, og fimm árum seinna hefndi Anderson fyrir tapið þegar hann tryggði sér sinn annan heimsmeistaratitil þegar hann lagði Lewis í úrslitaviðureigninni. Báðir áttu þeir erfitt með að finna taktinn í fyrsta setti, en Lewis komst í 1-0 með því að vinna þrjá leggi gegn tveimur. Anderson komst hins vegar í stuð eftir það og vann níu af næstu tíu leggjum og tryggði sér þar með nokkuð öruggan 3-1 sigur, og þar með sæti í 32-manna úrslitum. 𝗔𝗻𝗱𝗲𝗿𝘀𝗼𝗻 𝗲𝗱𝗴𝗲𝘀 𝗼𝘂𝘁 𝗟𝗲𝘄𝗶𝘀!Gary Anderson beats Adrian Lewis 3-1 in a battle of the World Champions. A frustrating night for Lewis, and Anderson took full advantage! pic.twitter.com/7Z6IRYL8HI— PDC Darts (@OfficialPDC) December 16, 2021 Í öðrum viðureginum kvöldsins vann Írinn William O'Connor nauman 3-2 igur gegn Bandaríkjamanninum Danny Lauby, Englendingurinn Ryan Meikle vann öruggan 3-0 sigur gegn Fabian Schmutzler og fjórfaldur heimsmeistari kvenna, Lisa Ashton, mátti þola 3-0 tap gegn Hollendingnum Ron Meulenkamp. Þessar þrjár viðureignir voru hluti af fyrstu umferð mótsins og sigurvegararnir úr þeim eru því komnir í 64-manna úrslit, en eins og áður segir er Gary Anderson kominn í 32-manna úrslit þar sem viðureign hans gegn Adrian Lewis var hluti af annarri umferð. Heimsmeistaramótið í pílukasti heldur áfram á morgun og verður sem fyrr í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, en þá mætir hinn skrautlegi Peter Wright til leiks.. Leikir morgundagsins Ryan Joyce - Roman Benecký Keane Barry - Royden Lam Jermaine Wattimena - Boris Koltsov Krzysztof Ratajski - Steve Lennon Joe Murnan - Paul Lim William Borland - Bradley Brooks Ross Smith - Jeff Smith Peter Wright - Ryan Meikle Pílukast Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska Sjá meira
Anderson og Lewis mættust í seinustu viðureign kvöldsins, en þessir tveir hafa mæst í mikilvægari leikjum en þessum á árum áður. Árið 2011 sigraði Lewis gegn Anderson í úrslitaviðureign heimsmeistaramótsins, og fimm árum seinna hefndi Anderson fyrir tapið þegar hann tryggði sér sinn annan heimsmeistaratitil þegar hann lagði Lewis í úrslitaviðureigninni. Báðir áttu þeir erfitt með að finna taktinn í fyrsta setti, en Lewis komst í 1-0 með því að vinna þrjá leggi gegn tveimur. Anderson komst hins vegar í stuð eftir það og vann níu af næstu tíu leggjum og tryggði sér þar með nokkuð öruggan 3-1 sigur, og þar með sæti í 32-manna úrslitum. 𝗔𝗻𝗱𝗲𝗿𝘀𝗼𝗻 𝗲𝗱𝗴𝗲𝘀 𝗼𝘂𝘁 𝗟𝗲𝘄𝗶𝘀!Gary Anderson beats Adrian Lewis 3-1 in a battle of the World Champions. A frustrating night for Lewis, and Anderson took full advantage! pic.twitter.com/7Z6IRYL8HI— PDC Darts (@OfficialPDC) December 16, 2021 Í öðrum viðureginum kvöldsins vann Írinn William O'Connor nauman 3-2 igur gegn Bandaríkjamanninum Danny Lauby, Englendingurinn Ryan Meikle vann öruggan 3-0 sigur gegn Fabian Schmutzler og fjórfaldur heimsmeistari kvenna, Lisa Ashton, mátti þola 3-0 tap gegn Hollendingnum Ron Meulenkamp. Þessar þrjár viðureignir voru hluti af fyrstu umferð mótsins og sigurvegararnir úr þeim eru því komnir í 64-manna úrslit, en eins og áður segir er Gary Anderson kominn í 32-manna úrslit þar sem viðureign hans gegn Adrian Lewis var hluti af annarri umferð. Heimsmeistaramótið í pílukasti heldur áfram á morgun og verður sem fyrr í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, en þá mætir hinn skrautlegi Peter Wright til leiks.. Leikir morgundagsins Ryan Joyce - Roman Benecký Keane Barry - Royden Lam Jermaine Wattimena - Boris Koltsov Krzysztof Ratajski - Steve Lennon Joe Murnan - Paul Lim William Borland - Bradley Brooks Ross Smith - Jeff Smith Peter Wright - Ryan Meikle
Ryan Joyce - Roman Benecký Keane Barry - Royden Lam Jermaine Wattimena - Boris Koltsov Krzysztof Ratajski - Steve Lennon Joe Murnan - Paul Lim William Borland - Bradley Brooks Ross Smith - Jeff Smith Peter Wright - Ryan Meikle
Pílukast Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska Sjá meira