Skotinn fljúgandi hafði betur í uppgjöri tvöfaldra heimsmeistara Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. desember 2021 23:09 Gary Anderson vann nokkuð öruggan sigur gegn tvöföldum heimsmeistara Adrian Lewis í kvöld. Luke Walker/Getty Images Skotinn Gary Anderson er kominn í 32-manna úrslit heimsmeistaramótsins í pílukasti eftir 3-1 sigur gegn Englendingnum Adrian Lewis í kvöld, en báðir eru þeir tvöfaldir heimsmeistarar í íþróttinni. Anderson og Lewis mættust í seinustu viðureign kvöldsins, en þessir tveir hafa mæst í mikilvægari leikjum en þessum á árum áður. Árið 2011 sigraði Lewis gegn Anderson í úrslitaviðureign heimsmeistaramótsins, og fimm árum seinna hefndi Anderson fyrir tapið þegar hann tryggði sér sinn annan heimsmeistaratitil þegar hann lagði Lewis í úrslitaviðureigninni. Báðir áttu þeir erfitt með að finna taktinn í fyrsta setti, en Lewis komst í 1-0 með því að vinna þrjá leggi gegn tveimur. Anderson komst hins vegar í stuð eftir það og vann níu af næstu tíu leggjum og tryggði sér þar með nokkuð öruggan 3-1 sigur, og þar með sæti í 32-manna úrslitum. 𝗔𝗻𝗱𝗲𝗿𝘀𝗼𝗻 𝗲𝗱𝗴𝗲𝘀 𝗼𝘂𝘁 𝗟𝗲𝘄𝗶𝘀!Gary Anderson beats Adrian Lewis 3-1 in a battle of the World Champions. A frustrating night for Lewis, and Anderson took full advantage! pic.twitter.com/7Z6IRYL8HI— PDC Darts (@OfficialPDC) December 16, 2021 Í öðrum viðureginum kvöldsins vann Írinn William O'Connor nauman 3-2 igur gegn Bandaríkjamanninum Danny Lauby, Englendingurinn Ryan Meikle vann öruggan 3-0 sigur gegn Fabian Schmutzler og fjórfaldur heimsmeistari kvenna, Lisa Ashton, mátti þola 3-0 tap gegn Hollendingnum Ron Meulenkamp. Þessar þrjár viðureignir voru hluti af fyrstu umferð mótsins og sigurvegararnir úr þeim eru því komnir í 64-manna úrslit, en eins og áður segir er Gary Anderson kominn í 32-manna úrslit þar sem viðureign hans gegn Adrian Lewis var hluti af annarri umferð. Heimsmeistaramótið í pílukasti heldur áfram á morgun og verður sem fyrr í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, en þá mætir hinn skrautlegi Peter Wright til leiks.. Leikir morgundagsins Ryan Joyce - Roman Benecký Keane Barry - Royden Lam Jermaine Wattimena - Boris Koltsov Krzysztof Ratajski - Steve Lennon Joe Murnan - Paul Lim William Borland - Bradley Brooks Ross Smith - Jeff Smith Peter Wright - Ryan Meikle Pílukast Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sjá meira
Anderson og Lewis mættust í seinustu viðureign kvöldsins, en þessir tveir hafa mæst í mikilvægari leikjum en þessum á árum áður. Árið 2011 sigraði Lewis gegn Anderson í úrslitaviðureign heimsmeistaramótsins, og fimm árum seinna hefndi Anderson fyrir tapið þegar hann tryggði sér sinn annan heimsmeistaratitil þegar hann lagði Lewis í úrslitaviðureigninni. Báðir áttu þeir erfitt með að finna taktinn í fyrsta setti, en Lewis komst í 1-0 með því að vinna þrjá leggi gegn tveimur. Anderson komst hins vegar í stuð eftir það og vann níu af næstu tíu leggjum og tryggði sér þar með nokkuð öruggan 3-1 sigur, og þar með sæti í 32-manna úrslitum. 𝗔𝗻𝗱𝗲𝗿𝘀𝗼𝗻 𝗲𝗱𝗴𝗲𝘀 𝗼𝘂𝘁 𝗟𝗲𝘄𝗶𝘀!Gary Anderson beats Adrian Lewis 3-1 in a battle of the World Champions. A frustrating night for Lewis, and Anderson took full advantage! pic.twitter.com/7Z6IRYL8HI— PDC Darts (@OfficialPDC) December 16, 2021 Í öðrum viðureginum kvöldsins vann Írinn William O'Connor nauman 3-2 igur gegn Bandaríkjamanninum Danny Lauby, Englendingurinn Ryan Meikle vann öruggan 3-0 sigur gegn Fabian Schmutzler og fjórfaldur heimsmeistari kvenna, Lisa Ashton, mátti þola 3-0 tap gegn Hollendingnum Ron Meulenkamp. Þessar þrjár viðureignir voru hluti af fyrstu umferð mótsins og sigurvegararnir úr þeim eru því komnir í 64-manna úrslit, en eins og áður segir er Gary Anderson kominn í 32-manna úrslit þar sem viðureign hans gegn Adrian Lewis var hluti af annarri umferð. Heimsmeistaramótið í pílukasti heldur áfram á morgun og verður sem fyrr í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, en þá mætir hinn skrautlegi Peter Wright til leiks.. Leikir morgundagsins Ryan Joyce - Roman Benecký Keane Barry - Royden Lam Jermaine Wattimena - Boris Koltsov Krzysztof Ratajski - Steve Lennon Joe Murnan - Paul Lim William Borland - Bradley Brooks Ross Smith - Jeff Smith Peter Wright - Ryan Meikle
Ryan Joyce - Roman Benecký Keane Barry - Royden Lam Jermaine Wattimena - Boris Koltsov Krzysztof Ratajski - Steve Lennon Joe Murnan - Paul Lim William Borland - Bradley Brooks Ross Smith - Jeff Smith Peter Wright - Ryan Meikle
Pílukast Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum