Allt að 50 til 100 prósenta verðmunur á jólasteikinni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. desember 2021 22:40 Fólk þarf greinilega að hugsa sig tvisvar um áður en það kaupir í jólamatinn. Mikill verðmunur er á jólasteikinni þetta árið og munur á hæsta og lægsta kílóverði hátíðarkjöts oft á milli 50 til 100 prósent. Þetta kemur fram í nýrri verðkönnun verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands, ASÍ, sem gerð var í gær, miðvikudaginn 15. desember. Mikill verðmunur er á einstaka vörum og í öllum vöruflokkum samkvæmt tilkynningu ASÍ en munurinn var mestur á grænmeti og ávöxtum, kjöti og sætindum. Bónus kom best út í könnuninni með lægsta verðið í hundrað tilfellum af 154 en Hagkaup oftast með hæsta verðið, eða í 55 tilfellum. Þá var Bónus með lægsta meðalverðið í könnuninni en Iceland með hæsta meðalverðið. Á eftir Bónus, með lægsta verðið, kom Fjarðarkaup, sem var með lægst verð í 19 tilfellum, og svo Krónan, í 18 tilfellum. Hagkaup var oftast með hæsta verðið í könnuninni en Iceland næstoftast, í 41 tilfelli. Sé horft á meðalverð var Iceland hins vegar með hæst meðalverð. Þar á eftir, í meðalverðinu, er Kjörbúðin, með næst hæsta meðalverðið og þriðja hæsta meðalverðið var að finna í Hagkaup. Fram kemur í tilkynningu ASÍ að hafa beri í huga að mismargar vörur hafi verið til í hverri verslun. Í Fjarðarkaupum fengust flestar vörur, 149 af 154 en í Kjörbúðinni hafi fengist fæstar vörur, 99 af 152. Talsverður verðmunur var á hinum ýmsu kjötvörum. Til að mynda var munur á hæsta og lægsta kílóverði af úrbeinuðum birkireyktum hangikjötsframparti frá SS 51% eða 1.520 kr. Hæst var verðið í Nettó, 4.499 kr. en lægst í Bónus, 2.979 kr. Verðmunurinn á úrbeinuðu birkireyktu hangikjötslæri frá sama framleiðanda var enn meiri, 45% eða 1.795 kr. Verðið var lægst hjá Bónus, 3.995 kr/kg en hæst hjá Heimkaupum, 5.790 kr/kg. Mestur prósentumunur í kjötvörum var á kílóverði af frosnum kalkúni. Munurinn nam 124% og var lægst í krónunni, 893 kr en hæst hjá Heimkaupum, 1.999 kr. Jól Matur Neytendur Verslun Verðlag Tengdar fréttir Miklar verðhækkanir á jólamat Samkvæmt nýrri könnun ASÍ hefur matvara hækkað mjög í verði milli ára. 23. desember 2020 11:52 Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri verðkönnun verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands, ASÍ, sem gerð var í gær, miðvikudaginn 15. desember. Mikill verðmunur er á einstaka vörum og í öllum vöruflokkum samkvæmt tilkynningu ASÍ en munurinn var mestur á grænmeti og ávöxtum, kjöti og sætindum. Bónus kom best út í könnuninni með lægsta verðið í hundrað tilfellum af 154 en Hagkaup oftast með hæsta verðið, eða í 55 tilfellum. Þá var Bónus með lægsta meðalverðið í könnuninni en Iceland með hæsta meðalverðið. Á eftir Bónus, með lægsta verðið, kom Fjarðarkaup, sem var með lægst verð í 19 tilfellum, og svo Krónan, í 18 tilfellum. Hagkaup var oftast með hæsta verðið í könnuninni en Iceland næstoftast, í 41 tilfelli. Sé horft á meðalverð var Iceland hins vegar með hæst meðalverð. Þar á eftir, í meðalverðinu, er Kjörbúðin, með næst hæsta meðalverðið og þriðja hæsta meðalverðið var að finna í Hagkaup. Fram kemur í tilkynningu ASÍ að hafa beri í huga að mismargar vörur hafi verið til í hverri verslun. Í Fjarðarkaupum fengust flestar vörur, 149 af 154 en í Kjörbúðinni hafi fengist fæstar vörur, 99 af 152. Talsverður verðmunur var á hinum ýmsu kjötvörum. Til að mynda var munur á hæsta og lægsta kílóverði af úrbeinuðum birkireyktum hangikjötsframparti frá SS 51% eða 1.520 kr. Hæst var verðið í Nettó, 4.499 kr. en lægst í Bónus, 2.979 kr. Verðmunurinn á úrbeinuðu birkireyktu hangikjötslæri frá sama framleiðanda var enn meiri, 45% eða 1.795 kr. Verðið var lægst hjá Bónus, 3.995 kr/kg en hæst hjá Heimkaupum, 5.790 kr/kg. Mestur prósentumunur í kjötvörum var á kílóverði af frosnum kalkúni. Munurinn nam 124% og var lægst í krónunni, 893 kr en hæst hjá Heimkaupum, 1.999 kr.
Jól Matur Neytendur Verslun Verðlag Tengdar fréttir Miklar verðhækkanir á jólamat Samkvæmt nýrri könnun ASÍ hefur matvara hækkað mjög í verði milli ára. 23. desember 2020 11:52 Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira
Miklar verðhækkanir á jólamat Samkvæmt nýrri könnun ASÍ hefur matvara hækkað mjög í verði milli ára. 23. desember 2020 11:52