Bruce Springsteen selur réttinn fyrir 65 milljarða Atli Ísleifsson skrifar 16. desember 2021 13:41 „Stjórinn“ á tónleikum í september síðastliðinn til að minnast fórnarlamba árásanna á Tvíburaturnana í New York árið 2001. EPA Bandaríski tónlistarmaðurinn Bruce Springsteen hefur selt upptökur og útgáfurréttinn að öllu lagasafni sínu til Sony fyrir 500 milljónir Bandaríkjadala, um 65 milljarða króna. Með samningnum eignast Sony réttinn að öllum tuttugu plötum tónlistarmannsins og þar með öllum þeim ódauðlegu lögum sem Springsteen hefur hljóðritað á ferli sínum. Springsteen hefur tuttugu sinnum unnið til Grammy-verðlauna og segir í frétt BBC að tónlist hans hafi skilað 15 milljóna dala tekjum bara á síðasta ári. Springsteen fylgir þar með í fótspor fjölda annarra tónlistarmanna sem hafa selt réttinn að verkum sínum á síðustu misserum, líkt og Bob Dylan, Blondie og Paul Simon. Þá var rétturinn að lögum David Bowie seldur fyrr á árinu. Springsteen er höfundur og flytjanda laga á borð við Born to Run, Dancing in the Dark, Born in the USA, The River, Atlantic City, Brilliant Disguise og Secret Garden. Í frétt BBC segir að enn hafi ekki verið greint opinberlega frá samningnum, en samkvæmt heimildum ku samningurinn vera sá stærsti sinnar tegundar til þessa. Springsteen er einn vinsælasti rokktónlistarmaður allra tíma og hefur stærstan hluta ferilsins verið á samningi hjá Columbia Records sem er í eigu Sony. Bandaríkin Sony Tónlist Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Með samningnum eignast Sony réttinn að öllum tuttugu plötum tónlistarmannsins og þar með öllum þeim ódauðlegu lögum sem Springsteen hefur hljóðritað á ferli sínum. Springsteen hefur tuttugu sinnum unnið til Grammy-verðlauna og segir í frétt BBC að tónlist hans hafi skilað 15 milljóna dala tekjum bara á síðasta ári. Springsteen fylgir þar með í fótspor fjölda annarra tónlistarmanna sem hafa selt réttinn að verkum sínum á síðustu misserum, líkt og Bob Dylan, Blondie og Paul Simon. Þá var rétturinn að lögum David Bowie seldur fyrr á árinu. Springsteen er höfundur og flytjanda laga á borð við Born to Run, Dancing in the Dark, Born in the USA, The River, Atlantic City, Brilliant Disguise og Secret Garden. Í frétt BBC segir að enn hafi ekki verið greint opinberlega frá samningnum, en samkvæmt heimildum ku samningurinn vera sá stærsti sinnar tegundar til þessa. Springsteen er einn vinsælasti rokktónlistarmaður allra tíma og hefur stærstan hluta ferilsins verið á samningi hjá Columbia Records sem er í eigu Sony.
Bandaríkin Sony Tónlist Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf