Meiri ávinningur af persónulegum samskiptum en samskiptum á samfélagsmiðlum Ingrid Kuhlman skrifar 16. desember 2021 12:00 Stór hluti samskipta okkar í dag eiga sér stað í gegnum netið og þá sérstaklega samfélagsmiðla (Facebook, Instagram, Snapchat o.fl.). Þeir eru komnir til að vera og eiga ef til vill eftir að verða enn stærri hluti af lífi okkar. Á samfélagsmiðlum er auðvelt að tjá skoðanir sínar, fá undirtektir við stöðufærslur og samúð þegar manni liggur eitthvað á hjarta. Nýleg rannsókn vísindamanna við Michigan State University sýnir þó að samfélagsmiðlar eru ekki besti staðurinn til að leita stuðnings þegar kemur að andlegri heilsu okkar. Samfélagsmiðlar koma ekki í stað persónulegra samskipta. Í netkönnun sem var lögð fyrir í byrjun ársins 2021 svöruðu yfir 400 háskólanemar við áðurnefndan háskóla spurningum um félagslegan stuðning, notkun sína á samfélagsmiðlum og geðheilsu. Rannsakendur báru svör þeirra saman við svör nemenda sem sögðust fyrst og fremst leita félagslegs stuðnings í raunheimum. Rannsóknin leiddi í ljós að þótt félagslegur stuðningur á samfélagsmiðlum hafi ekki neikvæð áhrif á geðheilsu nemendanna hefur hann heldur ekki jákvæð áhrif. Óhófleg notkun nemendanna á samfélagsmiðlum tengist hins vegar marktækt minni félagslegum stuðningi í raunheimum. Auk þess fara nemendur sem ekki fá félagslegan stuðning í raunheimum á mis við aðalávinning persónulegra samskipta sem er betri geðheilsa s.s. minna þunglyndi, minni kvíði og minni einmanaleiki. Rannsakendur segja að áhrif deilinga, læka, broskarla, hjarta og annarra tjákna (e. emoji) og viðbragða á samfélagsmiðlum séu takmörkuð og veiti ekki þann stuðning sem persónulegt samtal getur veitt. Næst þegar þú átt slæman dag skaltu því frekar nota símann til að skipuleggja hitting með fólki sem þú þekkir og treystir. Persónulegt samtal er ein besta leiðin til að fá huggun og dýpka tengslin. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Samfélagsmiðlar Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Sjá meira
Stór hluti samskipta okkar í dag eiga sér stað í gegnum netið og þá sérstaklega samfélagsmiðla (Facebook, Instagram, Snapchat o.fl.). Þeir eru komnir til að vera og eiga ef til vill eftir að verða enn stærri hluti af lífi okkar. Á samfélagsmiðlum er auðvelt að tjá skoðanir sínar, fá undirtektir við stöðufærslur og samúð þegar manni liggur eitthvað á hjarta. Nýleg rannsókn vísindamanna við Michigan State University sýnir þó að samfélagsmiðlar eru ekki besti staðurinn til að leita stuðnings þegar kemur að andlegri heilsu okkar. Samfélagsmiðlar koma ekki í stað persónulegra samskipta. Í netkönnun sem var lögð fyrir í byrjun ársins 2021 svöruðu yfir 400 háskólanemar við áðurnefndan háskóla spurningum um félagslegan stuðning, notkun sína á samfélagsmiðlum og geðheilsu. Rannsakendur báru svör þeirra saman við svör nemenda sem sögðust fyrst og fremst leita félagslegs stuðnings í raunheimum. Rannsóknin leiddi í ljós að þótt félagslegur stuðningur á samfélagsmiðlum hafi ekki neikvæð áhrif á geðheilsu nemendanna hefur hann heldur ekki jákvæð áhrif. Óhófleg notkun nemendanna á samfélagsmiðlum tengist hins vegar marktækt minni félagslegum stuðningi í raunheimum. Auk þess fara nemendur sem ekki fá félagslegan stuðning í raunheimum á mis við aðalávinning persónulegra samskipta sem er betri geðheilsa s.s. minna þunglyndi, minni kvíði og minni einmanaleiki. Rannsakendur segja að áhrif deilinga, læka, broskarla, hjarta og annarra tjákna (e. emoji) og viðbragða á samfélagsmiðlum séu takmörkuð og veiti ekki þann stuðning sem persónulegt samtal getur veitt. Næst þegar þú átt slæman dag skaltu því frekar nota símann til að skipuleggja hitting með fólki sem þú þekkir og treystir. Persónulegt samtal er ein besta leiðin til að fá huggun og dýpka tengslin. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun