„Við munum grípa til viðeigandi ráðstafana þannig að allir vistmenn á okkar vegum geti mætt öruggir til vinnu og náms án þess að hafa áhyggjur af eigin velferð,“ segir Páll í samtali við Vísi.
Í ábendingu til fréttastofunnar segir að fangar séu í verkfalli. Páll vill þó ekki meina að svo sé.
Hann segir algengt að í aðdraganda jóla byggist upp spenna í fangelsum landsins. Þetta sé sá tími sem verst sé að vera í fangelsi og að ásókn í fíkniefni og önnur deyfiefni sé mikil á þessum tíma.
„Þetta getur valdið spennu í fangahópum og við gerum það sem nauðsynlegt er til að bregðast við og jafnframt tryggja að þessi tími sé eins bærilegur og mögulegt er.“