Myrti sex í óútskýrðu ódæði: Reyndist með miklar heilaskemmdir Samúel Karl Ólason skrifar 14. desember 2021 22:29 Phillip Adams í leik fyrir San Francisco 49ers árið 2010. Hann spilaði amerískan fótbolta í tuttugu ár. AP/Tom Gannam Phillip Adams, fyrrverandi NFL-leikmaður, var með töluverða áverka á framhluta heila þegar hann svipti sig lífi í apríl. Það gerði hann eftir að hann skaut sex manns til bana og þar af tvö börn. Krufning leiddi áverkana í ljós og læknir segir hann hafa verið með skýr merki heilaskemmda sem kallast langvinnur heilakvilli í kjölfar áverka eða CTE og valda meðal annars minnisleysi og skapsveiflum. Þann 7. apríl myrti Adams lækninn Robert Lesslie, Barböru eiginkonu hans, tvö barnabörn þeirra sem voru níu og fimm ára og tvo menn sem voru að vinna við loftræstikerfi hjónanna. Hann fór svo heim til sín í bænum Rock Hill í Suður-Karólínu, lokaði sig inni og svipti sig lífi. Enn þann dag í dag liggur tilefni morðanna ekki fyrir og lögreglan segir engar vísbendingar hafa fundist um það hvort Adams tengdist fólkinu á nokkurn hátt. Þá segir lögreglan ekkert benda til þess að Adams hafi verið sjúklingur Lesslie, samkvæmt frétt New York Times. Ofsóknaræði og minnisleysi Dr. Ann McKee, sem rannsakaði heila Adams segir hann hafa átt í vandræðum með hegðun sína og vitsmuni. Hann hafi verið með ofsóknaræði og átt í erfiðleikum með minni. AP fréttaveitan hefur eftir henni að 24 leikmenn úr NFL sem hafi dáið á þrítugs- og fertugsaldri hafi greinst með CTE. Eins og Adams hafi flestir þeirra verið með CTE á öðru stigi, af fjórum. Á því stigi verði fólk ofbeldishneigt, þunglynt og fái ofsóknaræði, auk þess sem það á í erfiðleikum með minni. Hún segir Adams þó hafa verið frábrugðinn hinum að því leyti að áverkar á framhluta heila hans hafi verið mun meiri en í flestum öðrum tilfellum. Bar hún heila Adams saman við heila Aaron Hernandez, sem spilaði einnig í NFL. Hann hengdi sig í fangelsi eftir að hafa verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð. Krufning leiddi í ljós að hann þjáðist einnig af CTE. Adams var 32 ára þegar hann dó. Hann spilaði amerískan fótbolta í um tuttugu ár en spilaði 78 leiki yfir sex tímabil í NFL. Mynd sem tekin var fyrir utan heimili Lesslie-hjónanna eftir að þau, barnabörn þeirra og tveir verkamenn voru myrt.AP/Nell Redmond Margt hafi líklega komið til McKee sagði að fræðilega gætu veikindi Adams gert honum auðveldara með að fremja morð en það væri mikil einföldun að segja að veikindin hefðu ein og sér haft þessar afleiðingar. Margt annað hafi líklegast komið til. Fjölskylda Adams segir hann hafa leitað hjálpar hjá NFL en hann hafi komið að lokuðum dyrum þar. Hann hafi átt erfitt með að muna og hafi oft ekki getað leyst einföld verkefni. AP segir að eingöngu sé hægt að greina CTE eftir að viðkomandi sé dáinn. Veikindin hafi fundist í heilum hermanna, NFL-leikmanna, hnefaleikamönnum og öðrum sem verði fyrir ítrekuðum höfuðhöggum. Í nýlegri rannsókn hafi ummerki CTE fundist í heilum 110 fyrrverandi NFL-leikmanna af 111 sem voru skoðaðir. Segir mögulegt að engin svör finnist Í samtali við fréttaveituna sagði Kevin Tolson, fógeti, að málinu yrði líklega lokað innan skamms. Lögregluþjónar fundu margar stílabækur meðal eigna Adams sem hann hafði skrifað mikið í. Fógetinn sagði skrifin illskiljanleg. Þá ítrekaði hann við AP að CTE-greiningin og stílabækurnar myndu ekki endilega varpa ljósi á tilefni morðanna sem Adams framdi. „Stundum vitum við af hverju, stundum vitum við það ekki,“ sagði Tolson. „Það er einn sem veit af hverju en hann er dáinn.“ Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Krufning leiddi áverkana í ljós og læknir segir hann hafa verið með skýr merki heilaskemmda sem kallast langvinnur heilakvilli í kjölfar áverka eða CTE og valda meðal annars minnisleysi og skapsveiflum. Þann 7. apríl myrti Adams lækninn Robert Lesslie, Barböru eiginkonu hans, tvö barnabörn þeirra sem voru níu og fimm ára og tvo menn sem voru að vinna við loftræstikerfi hjónanna. Hann fór svo heim til sín í bænum Rock Hill í Suður-Karólínu, lokaði sig inni og svipti sig lífi. Enn þann dag í dag liggur tilefni morðanna ekki fyrir og lögreglan segir engar vísbendingar hafa fundist um það hvort Adams tengdist fólkinu á nokkurn hátt. Þá segir lögreglan ekkert benda til þess að Adams hafi verið sjúklingur Lesslie, samkvæmt frétt New York Times. Ofsóknaræði og minnisleysi Dr. Ann McKee, sem rannsakaði heila Adams segir hann hafa átt í vandræðum með hegðun sína og vitsmuni. Hann hafi verið með ofsóknaræði og átt í erfiðleikum með minni. AP fréttaveitan hefur eftir henni að 24 leikmenn úr NFL sem hafi dáið á þrítugs- og fertugsaldri hafi greinst með CTE. Eins og Adams hafi flestir þeirra verið með CTE á öðru stigi, af fjórum. Á því stigi verði fólk ofbeldishneigt, þunglynt og fái ofsóknaræði, auk þess sem það á í erfiðleikum með minni. Hún segir Adams þó hafa verið frábrugðinn hinum að því leyti að áverkar á framhluta heila hans hafi verið mun meiri en í flestum öðrum tilfellum. Bar hún heila Adams saman við heila Aaron Hernandez, sem spilaði einnig í NFL. Hann hengdi sig í fangelsi eftir að hafa verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð. Krufning leiddi í ljós að hann þjáðist einnig af CTE. Adams var 32 ára þegar hann dó. Hann spilaði amerískan fótbolta í um tuttugu ár en spilaði 78 leiki yfir sex tímabil í NFL. Mynd sem tekin var fyrir utan heimili Lesslie-hjónanna eftir að þau, barnabörn þeirra og tveir verkamenn voru myrt.AP/Nell Redmond Margt hafi líklega komið til McKee sagði að fræðilega gætu veikindi Adams gert honum auðveldara með að fremja morð en það væri mikil einföldun að segja að veikindin hefðu ein og sér haft þessar afleiðingar. Margt annað hafi líklegast komið til. Fjölskylda Adams segir hann hafa leitað hjálpar hjá NFL en hann hafi komið að lokuðum dyrum þar. Hann hafi átt erfitt með að muna og hafi oft ekki getað leyst einföld verkefni. AP segir að eingöngu sé hægt að greina CTE eftir að viðkomandi sé dáinn. Veikindin hafi fundist í heilum hermanna, NFL-leikmanna, hnefaleikamönnum og öðrum sem verði fyrir ítrekuðum höfuðhöggum. Í nýlegri rannsókn hafi ummerki CTE fundist í heilum 110 fyrrverandi NFL-leikmanna af 111 sem voru skoðaðir. Segir mögulegt að engin svör finnist Í samtali við fréttaveituna sagði Kevin Tolson, fógeti, að málinu yrði líklega lokað innan skamms. Lögregluþjónar fundu margar stílabækur meðal eigna Adams sem hann hafði skrifað mikið í. Fógetinn sagði skrifin illskiljanleg. Þá ítrekaði hann við AP að CTE-greiningin og stílabækurnar myndu ekki endilega varpa ljósi á tilefni morðanna sem Adams framdi. „Stundum vitum við af hverju, stundum vitum við það ekki,“ sagði Tolson. „Það er einn sem veit af hverju en hann er dáinn.“
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira