Arnór Sigurðsson og Bjarki Steinn Bjarkason voru báðir í byrjunarliði Venezia í leiknum.
Bjarki Steinn spilaði fyrsta klukkutímann og Arnór var tekinn af velli á 76. mínútu. Arnór náði sér í gula spjaldið snemma leiks.
Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Arnórs síðan að kom á láni frá CSKa Moskvu og fyrsti leikur Bjarka í deild eða bikar á tímabilinu.
Slóveninn Domen Crnigoj, sem kom inn á fyrir Bjarka, skoraði kom liðinu í 2-1 sex mínútum eftir að hann kom inn á völlinn.
Fyrsta markið skoraði Belginn Daan Heymans á 49. mínútu og kom þá Venezia í 1-0. Gestirnir hjá Ternana jöfnuðu metin aðeins fjórum mínútum síðar.
Francesco Forte skoraði síðan þriðja mark Feneyjarliðsins níu mínútum fyrir leikslok.
Leikurinn fór fram á Stadio Pier Luigi Penzo í Feneyjum.
Coppa Italia #VeneziaTernana#ArancioNeroVerde pic.twitter.com/q0xM53mSyQ
— Venezia FC (@VeneziaFC_EN) December 14, 2021