„Ég ítreka að þetta verður alltaf val“ Kolbeinn Tumi Daðason og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 14. desember 2021 14:54 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra minnir fólk á að bólusetningar séu val. Málið sé eðlilega mjög viðkvæmt og þar tali faðirinn Willum en ekki ráðherrann. Vísir/Vilhelm Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir afar mikilvægt að ef verði af bólusetningu barna hér á landi að þá verði það undirbúið með öllum tiltækum ráðum og upplýsingum. Lykilatriði sé að fólk átti sig á því að um val sé að ræða. Willum Þór ræddi bólusetningar barna að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum í morgun. Lyfjastofnun Evrópu samþykkti fyrir þremur vikum notkun bóluefnis Pfizer fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára. Bóluefnið hefur verið pantað og er á leið til landsins en reiknað er með markaðsleyfi hér á landi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagst reikna með því að bólusetningin hefjist aðra vikuna í janúar. Fyrir liggur að ekki verður bólusett í Laugardalshöll en hugsanlega í grunnskólum. „Ég ítreka að þetta verður alltaf val. Það er rosalega mikilvægt, ef við bjóðum þetta svona, að við undirbúum það vel með öllum tiltækum upplýsingum og ráðum. Vöndum okkur við þetta. Þetta er mjög viðkvæmt mál og eðlilega. Nú er ég bara að tala sem foreldri,“ segir Willum Þór. Hann segir samtal í gangi um framkvæmdina. „Heilsugæslan er að undirbúa framkvæmdina á þessu. Það skiptir gríðarlega miklu máli hvernig það verður framkvæmt.“ Yfirstandandi bylgja faraldursins hefur að hluta verið borin uppi af óbólusettum börnum á grunnskólaaldri. „Það er auðvitað búið að leggja til grundvallar um hvað þetta snýst, að vernda börnin. Þannig verðum við að horfa á þetta. En á sama tíma þarf að leggja áherslu á að þetta er val, sem er í boði. Svo er framkvæmdin og upplýsingagjöfin lykilatriði í þessu.“ Heilbrigðismál Bólusetningar Réttindi barna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Willum Þór ræddi bólusetningar barna að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum í morgun. Lyfjastofnun Evrópu samþykkti fyrir þremur vikum notkun bóluefnis Pfizer fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára. Bóluefnið hefur verið pantað og er á leið til landsins en reiknað er með markaðsleyfi hér á landi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagst reikna með því að bólusetningin hefjist aðra vikuna í janúar. Fyrir liggur að ekki verður bólusett í Laugardalshöll en hugsanlega í grunnskólum. „Ég ítreka að þetta verður alltaf val. Það er rosalega mikilvægt, ef við bjóðum þetta svona, að við undirbúum það vel með öllum tiltækum upplýsingum og ráðum. Vöndum okkur við þetta. Þetta er mjög viðkvæmt mál og eðlilega. Nú er ég bara að tala sem foreldri,“ segir Willum Þór. Hann segir samtal í gangi um framkvæmdina. „Heilsugæslan er að undirbúa framkvæmdina á þessu. Það skiptir gríðarlega miklu máli hvernig það verður framkvæmt.“ Yfirstandandi bylgja faraldursins hefur að hluta verið borin uppi af óbólusettum börnum á grunnskólaaldri. „Það er auðvitað búið að leggja til grundvallar um hvað þetta snýst, að vernda börnin. Þannig verðum við að horfa á þetta. En á sama tíma þarf að leggja áherslu á að þetta er val, sem er í boði. Svo er framkvæmdin og upplýsingagjöfin lykilatriði í þessu.“
Heilbrigðismál Bólusetningar Réttindi barna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira