„Var búin að læra helling en var kannski ekki á góðum stað“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2021 13:01 Thea Imani Sturludóttir í leik með Val í vetur. Hún er með 6,5 mörk og 3,8 stoðsendingar að meðaltali í leik í Olís deildinni. Vísir/Vilhelm Seinni bylgjan valdi Theu Imani Sturludóttur úr Val besta leikmann fyrri hluta Olís deildar kvenna í handbolta. Thea var að því tilefni í viðtali í jólaþættinum. „Mér fannst þetta ekki erfitt að velja besta leikmanninn heilt yfir. Trekk í trekk og leik eftir leik þá var hún alltaf með níu mörk plús. Hún er líka búa til helling fyrir Auði og Hildigunni,“ sagði Sunneva Einarsdóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Hún stendur vörnina líka,“ skaut Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, inn í. Byrjaði á þessu í úrslitakeppninni „Ég held bara að hún hafi tekið þetta skref sem við vorum svo spenntar fyrir að sjá hana taka eftir síðustu leiktíð,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar. „Mér fannst hún byrja á þessu í úrslitakeppninni í fyrra og þá sérstaklega í einvígi Vals og Fram. Mér fannst hún mjög góð þar og hún hefur haldið því áfram á þessu tímabili,“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Theu Imani Svava Kristín fór að hitta besta leikmann deildarinnar og afhenti Theu Imani verðlaunin sín. „Þetta er búin að vera frábær byrjun. Mér er búið að ganga vel og mér er búið að líða vel sem ég held að sé að spila inn í það líka. Markmiðið mitt núna hefur verið að halda stöðugleika og ég held að ég hafi náð því vel,“ sagði Thea Imani Sturludóttir. Svava spurði hana út í síðasta tímabil þegar hún var að koma heim úr atvinnumennsku og það gekk ekki nógu vel til að byrja með. Búin að fá högg á sjálfstraustið „Þetta var meira það að ég var búin að vera meidd úti og með lítið sjálfstraust. Þegar ég var að koma heim þá var ég ekki sami leikmaður og þegar ég fór út. Ég var búin að læra helling en var kannski ekki á góðum stað. Meidd og búin að fá smá högg á sjálfstraustið,“ sagði Thea Imani. „Ég er búin að fá tíma núna til þess að vinna í meiðslunum og líða vel á Íslandi þar sem ég á heima. Það hefur allt spilað saman í að það fari að ganga vel í handboltanum,“ sagði Thea Imani. Meiri ábyrgð við brotthvarf Lovísu Thea Imani Sturludóttir.Vísir/Hulda Margrét Valsliðið missti Lovísu Thompson á miðju tímabili en hefur Thea tekið meiri ábyrgð við brotthvarf hennar. „Já kannski einhvern veginn ósjálfrátt. Ég hef ekkert verið að spá mikið í því en ég hef verið í þannig liðum áður að ég þurfi að draga vagninn eitthvað. Ég hugsa ekki um það að ég sé að draga vagninn heldur að mig langar bara að vinna leikinn,“ sagði Thea Imani. En hver var skemmtilegasti leikurinn hjá Valsliðinu fyrir áramót? Fram er með skemmtilegt lið „Ég myndi segja Framleikurinn. Það er alltaf öðruvísi að spila á móti Fram. Það er þessi Vals-Fram rígur. Fram er með skemmtilegt lið, það er mikið tempó, meiri keyrsla og kannski aðeins meira undir,“ sagði Thea Imani. Það má sjá allt viðtalið við hana hér fyrir ofan. Seinni bylgjan Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Sjá meira
„Mér fannst þetta ekki erfitt að velja besta leikmanninn heilt yfir. Trekk í trekk og leik eftir leik þá var hún alltaf með níu mörk plús. Hún er líka búa til helling fyrir Auði og Hildigunni,“ sagði Sunneva Einarsdóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Hún stendur vörnina líka,“ skaut Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, inn í. Byrjaði á þessu í úrslitakeppninni „Ég held bara að hún hafi tekið þetta skref sem við vorum svo spenntar fyrir að sjá hana taka eftir síðustu leiktíð,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar. „Mér fannst hún byrja á þessu í úrslitakeppninni í fyrra og þá sérstaklega í einvígi Vals og Fram. Mér fannst hún mjög góð þar og hún hefur haldið því áfram á þessu tímabili,“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Theu Imani Svava Kristín fór að hitta besta leikmann deildarinnar og afhenti Theu Imani verðlaunin sín. „Þetta er búin að vera frábær byrjun. Mér er búið að ganga vel og mér er búið að líða vel sem ég held að sé að spila inn í það líka. Markmiðið mitt núna hefur verið að halda stöðugleika og ég held að ég hafi náð því vel,“ sagði Thea Imani Sturludóttir. Svava spurði hana út í síðasta tímabil þegar hún var að koma heim úr atvinnumennsku og það gekk ekki nógu vel til að byrja með. Búin að fá högg á sjálfstraustið „Þetta var meira það að ég var búin að vera meidd úti og með lítið sjálfstraust. Þegar ég var að koma heim þá var ég ekki sami leikmaður og þegar ég fór út. Ég var búin að læra helling en var kannski ekki á góðum stað. Meidd og búin að fá smá högg á sjálfstraustið,“ sagði Thea Imani. „Ég er búin að fá tíma núna til þess að vinna í meiðslunum og líða vel á Íslandi þar sem ég á heima. Það hefur allt spilað saman í að það fari að ganga vel í handboltanum,“ sagði Thea Imani. Meiri ábyrgð við brotthvarf Lovísu Thea Imani Sturludóttir.Vísir/Hulda Margrét Valsliðið missti Lovísu Thompson á miðju tímabili en hefur Thea tekið meiri ábyrgð við brotthvarf hennar. „Já kannski einhvern veginn ósjálfrátt. Ég hef ekkert verið að spá mikið í því en ég hef verið í þannig liðum áður að ég þurfi að draga vagninn eitthvað. Ég hugsa ekki um það að ég sé að draga vagninn heldur að mig langar bara að vinna leikinn,“ sagði Thea Imani. En hver var skemmtilegasti leikurinn hjá Valsliðinu fyrir áramót? Fram er með skemmtilegt lið „Ég myndi segja Framleikurinn. Það er alltaf öðruvísi að spila á móti Fram. Það er þessi Vals-Fram rígur. Fram er með skemmtilegt lið, það er mikið tempó, meiri keyrsla og kannski aðeins meira undir,“ sagði Thea Imani. Það má sjá allt viðtalið við hana hér fyrir ofan.
Seinni bylgjan Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Sjá meira