Tíu auka starfsmenn kallaðir út í leikhúsið vegna hraðprófa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. desember 2021 13:46 Brynhildur Guðjónsdóttir er leikhússtjóri í Borgarleikhúsinu. Vísir/Egill Brynhildur Guðjónsdóttir Borgarleikhússtjóri hefur óskað eftir því við fjárlaganefnd Alþingis að Leikfélagi Reykjavíkur verði tryggður fimmtíu milljóna króna stuðningur til að mæta tekjutapi og kostnaði á árinu sem er að líða af völdum heimsfaraldurs kórónuveiru. Tíu auka starfsmenn eru kallaðir út á hverju sýningarkvöldi til að skanna hraðpróf. Þetta kemur fram í erindi Brynhildar til fjárlaganefndar sem birt hefur verið á vef þingsins. Vísað er til þess hve harkalega afleiðingar Covid-19 faraldursins hafi komið niður á leikhúsinu. Uppsafnað tap undanfarinna tuttugu mánaða nemi áttatíu milljónum króna. Er það þrátt fyrir hagræðingu í rekstri, frestun sýninga, fækkun verkefna og uppsagn að sögn Brynhildar. Í upphafi leikársins í haust hafi enn og aftur þurft að raska sýningarhaldi þegar ljóst var að ný bylgja væri skollin á. Borgarleikhúsinu hafi samkvæmt reglugerð verið óheimilt að fullnýta sæti og girt hafi verið fyrir veitingasölu. Hraðprófum fylgi tíu auka starfsmenn „Síðan hefur verið slakað og hert á víxl og við haft okkur öll við að sigla áfram af krafti. Eftir nýjustu breytingar á sóttvarnaraðgerðum þurfa allir leikhúsgestir, sex ára og eldri, að framvísa neikvæðu hraðprófi. Með því gefst leikhúsinu tækifæri til að fullnýta sæti en ennþá er veitingasala takmörkuð. Þessu fyrirkomulagi fylgir mikill kostnaður en það kallar m.a á tíu auka starfsmenn á hverju sýningarkvöldi og tvöfaldri vakt um helgar þegar einnig eru dagsýningar,“ segir Brynildur. Tekjutap frá ágúst 2021 sé nú um fimmtíu milljónir króna en gert sé ráð fyrir að kostnaður vegna skönnunar hraðprófa nemi þrjátíu milljónum króna á þessu leikári. Brynhildur minnir á 125 ára afmæli Leikfélags Reykjavíkur í janúar. Félagið, sem er rekstraraðili Borgarleikhússins, er sjálfseignarstofnun með eigin ábyrgð á rekstrinum. „En í venjulegu árferði tryggir Reykjavíkurborg rekstrargrundvöll hússins með sérstökum rekstrarsamningi. Athygli er vakin á því að LR er ekki á framfæri borgarinnar og starfsmenn Borgarleikhússins ekki borgarstarfsmenn,“ segir Brynildur. Tekjustraumar félagsins séu tveir. Aðstöðumunurinn sé sláandi „Um 40% eru í formi framlags frá Reykjavíkurborg en 60% tekna er sjálfsaflafé (frá miða- og veitingasölu). Hlutur sjálfsaflafjár af heildartekjum á sér engan líkan hjá menningarstofnunum sem félagið ber sig saman við, hvorki hér né í nágrannlöndunum. Til samanburðar má benda á að hlutur sjálfsaflafjár Þjóðleikhússins er 23% og er sú stofnun á framfæri ríkisins, með um tvöfalt hærri opinbera styrki en Borgarleikhúsið en þó minna umfang og minni framleiðslu.“ Aðstöðumunur stofnananna tveggja sé sláandi en þó sé ætlast til að Borgarleikhúsið sé samkeppnishæft, að sögn Brynhildar. „Við förum þess á leit við Fjárlaganefnd Alþingis að Leikfélagi Reykjavíkur verði tryggður stuðningur vegna heimsfaraldurs Covid-19 með því að veita félaginu 50 milljón króna styrk til að mæta því tekjutapi og þeim kostnaði sem félagið hefur orðið fyrir á árinu 2021. Borgarleikhúsið býr að því að vera með vinsælar hágæðasýningar í boði, sem almenningur vill koma að sjá. Við höfum unnið hörðum höndum og listræna uppskeran er ríkuleg. Það sem Borgarleikhúsið þarf nú er stuðningur til að áhrifa heimsfaraldurs gæti ekki lengur en þörf krefur, landsmönnum öllum til gleði og heilla.“ Leikhús Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Þetta kemur fram í erindi Brynhildar til fjárlaganefndar sem birt hefur verið á vef þingsins. Vísað er til þess hve harkalega afleiðingar Covid-19 faraldursins hafi komið niður á leikhúsinu. Uppsafnað tap undanfarinna tuttugu mánaða nemi áttatíu milljónum króna. Er það þrátt fyrir hagræðingu í rekstri, frestun sýninga, fækkun verkefna og uppsagn að sögn Brynhildar. Í upphafi leikársins í haust hafi enn og aftur þurft að raska sýningarhaldi þegar ljóst var að ný bylgja væri skollin á. Borgarleikhúsinu hafi samkvæmt reglugerð verið óheimilt að fullnýta sæti og girt hafi verið fyrir veitingasölu. Hraðprófum fylgi tíu auka starfsmenn „Síðan hefur verið slakað og hert á víxl og við haft okkur öll við að sigla áfram af krafti. Eftir nýjustu breytingar á sóttvarnaraðgerðum þurfa allir leikhúsgestir, sex ára og eldri, að framvísa neikvæðu hraðprófi. Með því gefst leikhúsinu tækifæri til að fullnýta sæti en ennþá er veitingasala takmörkuð. Þessu fyrirkomulagi fylgir mikill kostnaður en það kallar m.a á tíu auka starfsmenn á hverju sýningarkvöldi og tvöfaldri vakt um helgar þegar einnig eru dagsýningar,“ segir Brynildur. Tekjutap frá ágúst 2021 sé nú um fimmtíu milljónir króna en gert sé ráð fyrir að kostnaður vegna skönnunar hraðprófa nemi þrjátíu milljónum króna á þessu leikári. Brynhildur minnir á 125 ára afmæli Leikfélags Reykjavíkur í janúar. Félagið, sem er rekstraraðili Borgarleikhússins, er sjálfseignarstofnun með eigin ábyrgð á rekstrinum. „En í venjulegu árferði tryggir Reykjavíkurborg rekstrargrundvöll hússins með sérstökum rekstrarsamningi. Athygli er vakin á því að LR er ekki á framfæri borgarinnar og starfsmenn Borgarleikhússins ekki borgarstarfsmenn,“ segir Brynildur. Tekjustraumar félagsins séu tveir. Aðstöðumunurinn sé sláandi „Um 40% eru í formi framlags frá Reykjavíkurborg en 60% tekna er sjálfsaflafé (frá miða- og veitingasölu). Hlutur sjálfsaflafjár af heildartekjum á sér engan líkan hjá menningarstofnunum sem félagið ber sig saman við, hvorki hér né í nágrannlöndunum. Til samanburðar má benda á að hlutur sjálfsaflafjár Þjóðleikhússins er 23% og er sú stofnun á framfæri ríkisins, með um tvöfalt hærri opinbera styrki en Borgarleikhúsið en þó minna umfang og minni framleiðslu.“ Aðstöðumunur stofnananna tveggja sé sláandi en þó sé ætlast til að Borgarleikhúsið sé samkeppnishæft, að sögn Brynhildar. „Við förum þess á leit við Fjárlaganefnd Alþingis að Leikfélagi Reykjavíkur verði tryggður stuðningur vegna heimsfaraldurs Covid-19 með því að veita félaginu 50 milljón króna styrk til að mæta því tekjutapi og þeim kostnaði sem félagið hefur orðið fyrir á árinu 2021. Borgarleikhúsið býr að því að vera með vinsælar hágæðasýningar í boði, sem almenningur vill koma að sjá. Við höfum unnið hörðum höndum og listræna uppskeran er ríkuleg. Það sem Borgarleikhúsið þarf nú er stuðningur til að áhrifa heimsfaraldurs gæti ekki lengur en þörf krefur, landsmönnum öllum til gleði og heilla.“
Leikhús Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira