Samuel Eto'o kom ríkjandi forseta úr embætti og er tekinn sjálfur við Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2021 16:30 Samuel Etoo á tíma sínum sem leikmaður Internazionale. EPA/ALI HAIDER Kamerúnska knattspyrnugoðsögnin Samuel Eto'o er kominn í valdastöðu í heimalandinu. Eto'o er einn allra besti knattspyrnumaðurinn í sögu Kamerún og nú um helgina var hann kjörinn nýr forseti kamerúnska knattspyrnusambandsins. I ll be remembering today as one of the proudest moments of my life. I m deeply grateful for to be elected as the new president of @FecafootOfficie. Every vote represents the energy and ambition of our football family to take our beloved sport to a level we ve never seen before. pic.twitter.com/2z8fjLBMLA— Samuel Eto'o (@SamuelEtoo) December 11, 2021 Eto'o fékk 43 atkvæði á móti 31 hjá andstæðingi sínum. Sá heitir Seidou Mbombo Njoya og var ríkjandi forseti sambandsins. Njoya er einnig varaforseti afríska knattspyrnusambandsins. Eto'o talaði um mikilvægi þess að fá fótboltamenn inn í pólitíkina í kamerúnskum fótbolta. Það stendur mikið til hjá sambandinu því Kamerún heldur Afríkukeppni landsliða eftir aðeins einn mánuð. Hinn fertugi Eto'o fær mjög krefjandi starf í fangið en í gegnum tíðina hefur verið mikið um innbyrðis deilur, óstjórn og ásakanir um spillingu hjá kamerúnska sambandinu. Cameroonian soccer legend Samuel Eto'o was elected president of the Cameroon Football Federation on Saturday pic.twitter.com/ey2HoB2wlT— Reuters (@Reuters) December 13, 2021 Eto'o hafði reyndar verið lýstur vanhæfur fyrir kjörið af því að hann er einnig spænskur ríkisborgari en þeirri reglu var síðan hent út fyrir kosningarnar. Margir fyrrum leikmenn lýstu yfir stuðningi við hann og Eto'o lofaði því að koma spillingunni út úr kamerúnskum fótbolta. Afríkukeppnin fer fram í Kamerún frá 9. janúar til 6. febrúar næstkomandi. Kamerún átti að halda hana 2019 en missti hana þá vegna áhyggja af öryggismálum og óstjórnunnar í undirbúningi keppninnar. Samuel Eto'o var á sínum tíma einn besti framherji heims og átti mörg góð ár hjá liðum eins og Barcelona og Internazionale Milan. Hann vann þrennuna meðal annars tvö tímabil í röð, fyrst 20009 með Barcelona og svo 2009-10 með Internazionale. Eto'o varð fjórum sinnum kosinn besti knattspyrnumaður Afríku og hann varð tvisvar Afríkumeistari og einu sinni Ólympíumeistari með kamerúnska landsliðið. Fótbolti Kamerún Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Sjá meira
Eto'o er einn allra besti knattspyrnumaðurinn í sögu Kamerún og nú um helgina var hann kjörinn nýr forseti kamerúnska knattspyrnusambandsins. I ll be remembering today as one of the proudest moments of my life. I m deeply grateful for to be elected as the new president of @FecafootOfficie. Every vote represents the energy and ambition of our football family to take our beloved sport to a level we ve never seen before. pic.twitter.com/2z8fjLBMLA— Samuel Eto'o (@SamuelEtoo) December 11, 2021 Eto'o fékk 43 atkvæði á móti 31 hjá andstæðingi sínum. Sá heitir Seidou Mbombo Njoya og var ríkjandi forseti sambandsins. Njoya er einnig varaforseti afríska knattspyrnusambandsins. Eto'o talaði um mikilvægi þess að fá fótboltamenn inn í pólitíkina í kamerúnskum fótbolta. Það stendur mikið til hjá sambandinu því Kamerún heldur Afríkukeppni landsliða eftir aðeins einn mánuð. Hinn fertugi Eto'o fær mjög krefjandi starf í fangið en í gegnum tíðina hefur verið mikið um innbyrðis deilur, óstjórn og ásakanir um spillingu hjá kamerúnska sambandinu. Cameroonian soccer legend Samuel Eto'o was elected president of the Cameroon Football Federation on Saturday pic.twitter.com/ey2HoB2wlT— Reuters (@Reuters) December 13, 2021 Eto'o hafði reyndar verið lýstur vanhæfur fyrir kjörið af því að hann er einnig spænskur ríkisborgari en þeirri reglu var síðan hent út fyrir kosningarnar. Margir fyrrum leikmenn lýstu yfir stuðningi við hann og Eto'o lofaði því að koma spillingunni út úr kamerúnskum fótbolta. Afríkukeppnin fer fram í Kamerún frá 9. janúar til 6. febrúar næstkomandi. Kamerún átti að halda hana 2019 en missti hana þá vegna áhyggja af öryggismálum og óstjórnunnar í undirbúningi keppninnar. Samuel Eto'o var á sínum tíma einn besti framherji heims og átti mörg góð ár hjá liðum eins og Barcelona og Internazionale Milan. Hann vann þrennuna meðal annars tvö tímabil í röð, fyrst 20009 með Barcelona og svo 2009-10 með Internazionale. Eto'o varð fjórum sinnum kosinn besti knattspyrnumaður Afríku og hann varð tvisvar Afríkumeistari og einu sinni Ólympíumeistari með kamerúnska landsliðið.
Fótbolti Kamerún Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Sjá meira