Fjöldi sjúkrabíla, lögreglubíla og dælubíla voru sendir á staðinn og björgunarsveitir kallaðar út. Þá var kafateymi í viðbragðsstöðu með gúmmíbáta.
Upp úr hálf tólf sagði varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu að verið væri að kanna aðstæður á vettvangi og leita af sér allan grun. Þegar klukkan nálgaðist miðnætti var byrjað að draga úr viðbúnaði á svæðinu.
Fréttin hefur verið uppfærð.
