Fyrst grafíkverk á öll strætóskýli og nú sýning á Hafnartorgi Snorri Másson skrifar 12. desember 2021 21:47 Sigurjón Sighvatsson, úr framleiðslu í listsköpun. VÍSIR/VILHELM Sigurjón Sighvatsson var að opna ljósmyndasýningu á Hafnartorgi í dag, þar sem bæði er sýnt frá ljósmyndum hans á Íslandi og vestanhafs frá síðustu áratugum. Hann vakti nýverið athygli fyrir sýninguna Becoming Richard sem birtist á 287 auglýsingaskjám á strætóskýlum og risa LED-skiltum við fjölförnustu gatnamót á höfuðborgarsvæðinu. Fréttastofa leit við á nýju ljósmyndasýningunni, skoðaði myndirnar og spurði listamanninn, áður einkum framleiðandann, spjörunum úr: „Kannski er þetta bara stormurinn fyrir lognið. Maður er aðeins að eldast og maður vill koma því frá sér sem maður hefur verið að gera. Kannski er þetta bara hluti af því að hreinsa út af harða diskinum,“ sagði Sigurjón í samtali við fréttastofu. Hann kveðst sækja innblástur til Íslands og í íslenska náttúru. Helmingur sýningarinnar eru verk sem eru innblásin af hinni þekktu ferðabók rithöfundanna og skáldanna W.H. Auden og Louis Macneice, sem fyrst kom út árið 1937. Hinn helmingur sýningarinnar vísar til Bandaríkjanna, einkum Los Angeles og listamanna sem eru eða hafa verið búsettir þar, og þeirra fjölmörgu landa og staða sem Sigurjón hefur heimsótt og kynnst í kringum starf sitt sem kvikmyndaframleiðandi. Gestsaugað hefur að sögn veitt honum þar annars konar innblástur, því að þrátt fyrir 43 ára búsetu erlendis telur hann sig fyrst og fremst Íslending. Ljósmyndun Strætó Reykjavík Tengdar fréttir Sigurjón Sighvatsson opnar sína fyrstu ljósmyndasýningu Í dag opnar Sigurjón Sighvatsson yfirlitssýningu við Hafnartorg á ljósmyndaverkum sem hann hefur unnið á undanförnum áratugum. Sýningin ber nafnið „Horft um öxl - ljósmyndir frá liðinni tíð“ en um er að ræða fyrstu opinberu sýningu ljósmynda Sigurjóns. 12. desember 2021 08:14 Sigurjón Sighvatsson: „Við höfum siglt inn í öld ímyndunaraflsins“ „Ég laðast ekki að verkefnum eingöngu vegna þess að í þeim felast viðskiptatækifæri. Þau þurfa að vera skapandi. Sköpunargleði er það sem keyrir mig áfram,“ segir Sigurjón Sighvatsson, sem á að baki langan feril í kvikmyndagerð og fyrirtækjarekstri af ýmsum toga. 21. nóvember 2021 10:00 Dularfulli skiltalistamaðurinn er Sigurjón Sighvatsson Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi stígur nú fram sem sjálfstæður listamaður eftir áratugi „bak við tjöldin“ sem framleiðandi. Hann segist vera með eilítinn sviðsskrekk. 9. janúar 2021 08:00 Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Gítarleikari Sonic Youth með listasýningu á Íslandi Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Hann vakti nýverið athygli fyrir sýninguna Becoming Richard sem birtist á 287 auglýsingaskjám á strætóskýlum og risa LED-skiltum við fjölförnustu gatnamót á höfuðborgarsvæðinu. Fréttastofa leit við á nýju ljósmyndasýningunni, skoðaði myndirnar og spurði listamanninn, áður einkum framleiðandann, spjörunum úr: „Kannski er þetta bara stormurinn fyrir lognið. Maður er aðeins að eldast og maður vill koma því frá sér sem maður hefur verið að gera. Kannski er þetta bara hluti af því að hreinsa út af harða diskinum,“ sagði Sigurjón í samtali við fréttastofu. Hann kveðst sækja innblástur til Íslands og í íslenska náttúru. Helmingur sýningarinnar eru verk sem eru innblásin af hinni þekktu ferðabók rithöfundanna og skáldanna W.H. Auden og Louis Macneice, sem fyrst kom út árið 1937. Hinn helmingur sýningarinnar vísar til Bandaríkjanna, einkum Los Angeles og listamanna sem eru eða hafa verið búsettir þar, og þeirra fjölmörgu landa og staða sem Sigurjón hefur heimsótt og kynnst í kringum starf sitt sem kvikmyndaframleiðandi. Gestsaugað hefur að sögn veitt honum þar annars konar innblástur, því að þrátt fyrir 43 ára búsetu erlendis telur hann sig fyrst og fremst Íslending.
Ljósmyndun Strætó Reykjavík Tengdar fréttir Sigurjón Sighvatsson opnar sína fyrstu ljósmyndasýningu Í dag opnar Sigurjón Sighvatsson yfirlitssýningu við Hafnartorg á ljósmyndaverkum sem hann hefur unnið á undanförnum áratugum. Sýningin ber nafnið „Horft um öxl - ljósmyndir frá liðinni tíð“ en um er að ræða fyrstu opinberu sýningu ljósmynda Sigurjóns. 12. desember 2021 08:14 Sigurjón Sighvatsson: „Við höfum siglt inn í öld ímyndunaraflsins“ „Ég laðast ekki að verkefnum eingöngu vegna þess að í þeim felast viðskiptatækifæri. Þau þurfa að vera skapandi. Sköpunargleði er það sem keyrir mig áfram,“ segir Sigurjón Sighvatsson, sem á að baki langan feril í kvikmyndagerð og fyrirtækjarekstri af ýmsum toga. 21. nóvember 2021 10:00 Dularfulli skiltalistamaðurinn er Sigurjón Sighvatsson Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi stígur nú fram sem sjálfstæður listamaður eftir áratugi „bak við tjöldin“ sem framleiðandi. Hann segist vera með eilítinn sviðsskrekk. 9. janúar 2021 08:00 Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Gítarleikari Sonic Youth með listasýningu á Íslandi Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Sigurjón Sighvatsson opnar sína fyrstu ljósmyndasýningu Í dag opnar Sigurjón Sighvatsson yfirlitssýningu við Hafnartorg á ljósmyndaverkum sem hann hefur unnið á undanförnum áratugum. Sýningin ber nafnið „Horft um öxl - ljósmyndir frá liðinni tíð“ en um er að ræða fyrstu opinberu sýningu ljósmynda Sigurjóns. 12. desember 2021 08:14
Sigurjón Sighvatsson: „Við höfum siglt inn í öld ímyndunaraflsins“ „Ég laðast ekki að verkefnum eingöngu vegna þess að í þeim felast viðskiptatækifæri. Þau þurfa að vera skapandi. Sköpunargleði er það sem keyrir mig áfram,“ segir Sigurjón Sighvatsson, sem á að baki langan feril í kvikmyndagerð og fyrirtækjarekstri af ýmsum toga. 21. nóvember 2021 10:00
Dularfulli skiltalistamaðurinn er Sigurjón Sighvatsson Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi stígur nú fram sem sjálfstæður listamaður eftir áratugi „bak við tjöldin“ sem framleiðandi. Hann segist vera með eilítinn sviðsskrekk. 9. janúar 2021 08:00