Stutt leiðrétting og áminning til Finnboga Hermanssonar Bergsveinn Birgisson skrifar 11. desember 2021 21:00 Ekki linnir því ómálefnalega hvað varðar mínar ásakanir á hendur Ásgeiri Jónssyni, sem voru rökstuddar með greinargerð af minni hendi hér á Vísi. Nú tekur Finnbogi Hermannson sig til, og ásakar mig um ritstuld úr „sinni“ bók, Einræður Steinólfs í Ytri-Fagradal, sem kom út hjá Þjóðsögu árið 2003. Þetta á ég að hafa gert í skáldsögu minni Svar við bréfi Helgu sem kom út árið 2010. Mætti minnast orðtaksins forna, að nú eru flestir sótraftar á sjó dregnir. Þar sem Finnboga láist að gera nokkra grein fyrir málinu, er best að byrja á því, eins og ég reyndar gerði honum grein fyrir árið 2010 þegar hann bar þetta á mig fyrst, en hann hefur að því er virðist gleymt. Í fyrsta lagi var það ekki Finnbogi Hermannsson sem gekk endanlega frá bókinni til prentunar fyrir Þjóðsögu, heldur Páll Valsson sem nú starfar hjá Bjarti. Þar nýtti Páll til dæmis bréf og skriftir Steinólfs sjálfs. Þar í sínum skrifum segir Steinólfur frá Snorraskjólum, þar sem konum slakna skaut. Orðin hef ég þó ekki úr bókinni, heldur beint úr frásagnargleði Steinólfs frænda míns sjálfs, þar sem ég var svo lánsamur að fá að vera húsgangur á hans bæ í mínum ungdómi. Sú saga, með þessu orðalagi, var mér sögð löngu áður en Finnbogi heyrði hana. Sá sem á umrædd orð var nefnilega gæddur nokkru sem Finnbogi Hermannsson hefur farið á mis við, en það er frumleg hugsun. Bera orðin sjálf því vitni af hvers rótum renna. Kröfu Finnboga um eignarrétt á orðum Steinólfs mætti helst líkja við það, að ef einhver sem tæki þátt í að gefa út ljóð Einars Benediktssonar myndi eigna sér ljóð Einars Benediktssonar. Þá er því grautað saman að hér var um skáldsögu af minni hendi að ræða, og ekki fræðirit. Af gefnu tilefni minni ég þó á að ég gat einmitt Steinólfs í Fagradal í athugasemdum aftast í bókinni, sem einum af þeim góðu sagnabrunnum sem ég sótti í. Er það reyndar fremur sjaldgæft að gert sé í skáldsögum. En úr því að Finnbogi Hermannsson vekur málið upp, er óhjákvæmilegt að geta þess hvernig hann sjálfur hefur komið fram gagnvart þessum látna frænda mínum og afkomendum hans. Þannig var mál með vexti að útgáfan Þjóðsaga var lögð niður nokkrum árum síðar, svo enginn var til að reka rétt þeirrar útgáfu. Það nýtti Finnbogi sér, og tók handritið að bók Steinólfs án þess að spyrja nokkurn mann og gaf sjálfur út árið 2019. Þar gætti Finnbogi þess að setja aðeins nafns sjálfs sín bakvið copyright-merkið, og er þar um hinn eina sanna stuld að ræða og mæli sá maður armastur. Var það gert í óþökk afkomenda Steinólfs og án þeirra samþykkis, sem hljóta þó að teljast hinir réttmætu eigendur að verki hans. Höfundur er rithöfundur og fræðimaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Höfundarréttur Íslensk fræði Bergsveinn Birgisson sakar Ásgeir Jónsson um ritstuld Tengdar fréttir Bergsveinn segir svör dr. Ásgeirs og dr. Sverris hryggileg Bergsveinn Birgisson rithöfundur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann svarar Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra og dr. Sverri Jakobssyni. 10. desember 2021 15:58 Stolið og rangfært – um Eyjuna hans Ingólfs eftir Ásgeir Jónsson Út er komin bókin Eyjan hans Ingólfs (héreftir EHI) eftir Ásgeir Jónsson. Útgefandi er Almenna bókafélagið (2021). Höfundur er með doktorsgráðu í hagfræði og var deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands. Höfundur starfar nú sem seðlabankastjóri Íslands. 8. desember 2021 15:43 Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Sjá meira
Ekki linnir því ómálefnalega hvað varðar mínar ásakanir á hendur Ásgeiri Jónssyni, sem voru rökstuddar með greinargerð af minni hendi hér á Vísi. Nú tekur Finnbogi Hermannson sig til, og ásakar mig um ritstuld úr „sinni“ bók, Einræður Steinólfs í Ytri-Fagradal, sem kom út hjá Þjóðsögu árið 2003. Þetta á ég að hafa gert í skáldsögu minni Svar við bréfi Helgu sem kom út árið 2010. Mætti minnast orðtaksins forna, að nú eru flestir sótraftar á sjó dregnir. Þar sem Finnboga láist að gera nokkra grein fyrir málinu, er best að byrja á því, eins og ég reyndar gerði honum grein fyrir árið 2010 þegar hann bar þetta á mig fyrst, en hann hefur að því er virðist gleymt. Í fyrsta lagi var það ekki Finnbogi Hermannsson sem gekk endanlega frá bókinni til prentunar fyrir Þjóðsögu, heldur Páll Valsson sem nú starfar hjá Bjarti. Þar nýtti Páll til dæmis bréf og skriftir Steinólfs sjálfs. Þar í sínum skrifum segir Steinólfur frá Snorraskjólum, þar sem konum slakna skaut. Orðin hef ég þó ekki úr bókinni, heldur beint úr frásagnargleði Steinólfs frænda míns sjálfs, þar sem ég var svo lánsamur að fá að vera húsgangur á hans bæ í mínum ungdómi. Sú saga, með þessu orðalagi, var mér sögð löngu áður en Finnbogi heyrði hana. Sá sem á umrædd orð var nefnilega gæddur nokkru sem Finnbogi Hermannsson hefur farið á mis við, en það er frumleg hugsun. Bera orðin sjálf því vitni af hvers rótum renna. Kröfu Finnboga um eignarrétt á orðum Steinólfs mætti helst líkja við það, að ef einhver sem tæki þátt í að gefa út ljóð Einars Benediktssonar myndi eigna sér ljóð Einars Benediktssonar. Þá er því grautað saman að hér var um skáldsögu af minni hendi að ræða, og ekki fræðirit. Af gefnu tilefni minni ég þó á að ég gat einmitt Steinólfs í Fagradal í athugasemdum aftast í bókinni, sem einum af þeim góðu sagnabrunnum sem ég sótti í. Er það reyndar fremur sjaldgæft að gert sé í skáldsögum. En úr því að Finnbogi Hermannsson vekur málið upp, er óhjákvæmilegt að geta þess hvernig hann sjálfur hefur komið fram gagnvart þessum látna frænda mínum og afkomendum hans. Þannig var mál með vexti að útgáfan Þjóðsaga var lögð niður nokkrum árum síðar, svo enginn var til að reka rétt þeirrar útgáfu. Það nýtti Finnbogi sér, og tók handritið að bók Steinólfs án þess að spyrja nokkurn mann og gaf sjálfur út árið 2019. Þar gætti Finnbogi þess að setja aðeins nafns sjálfs sín bakvið copyright-merkið, og er þar um hinn eina sanna stuld að ræða og mæli sá maður armastur. Var það gert í óþökk afkomenda Steinólfs og án þeirra samþykkis, sem hljóta þó að teljast hinir réttmætu eigendur að verki hans. Höfundur er rithöfundur og fræðimaður.
Bergsveinn segir svör dr. Ásgeirs og dr. Sverris hryggileg Bergsveinn Birgisson rithöfundur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann svarar Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra og dr. Sverri Jakobssyni. 10. desember 2021 15:58
Stolið og rangfært – um Eyjuna hans Ingólfs eftir Ásgeir Jónsson Út er komin bókin Eyjan hans Ingólfs (héreftir EHI) eftir Ásgeir Jónsson. Útgefandi er Almenna bókafélagið (2021). Höfundur er með doktorsgráðu í hagfræði og var deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands. Höfundur starfar nú sem seðlabankastjóri Íslands. 8. desember 2021 15:43
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar